„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. ágúst 2023 16:20 „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir um Reit 13. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg í samtali við Vísi og minnist þar með á reglur um að lóðir skuli auglýstar í að minnsta kosti tvær vikur áður en þeim sé úthlutað. „Aðalatriðið er auðvitað að aðrir eigi kost á því að fá þessar lóðir. Þarna er þetta bara afhent án þess að nokkur annar aðili eigi nokkurn séns á aðkomu að þessum feita bita,“ Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. DV fjallaði fyrst um samþykktina í dag og þar er bent á að Fjallasól ehf. geri samkomulagið við Kópavogsbæ, en félagið er í eigu Langasjávar ehf. sem er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Gert til að standa vörð um hagsmuni Kópavogs Í bókun meirihlutans í fundargerð bæjarstjórnar frá því á þriðjudag segir að samkomulagið byggi á samþykktu deiliskipulagi bæjarstjórnar. „Til að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbæjar er nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um byggingarréttargjald áður en deiliskipulagið er sett í auglýsingu. Með þessu samkomulagi er tryggt að uppbyggingaraðilar taka þátt í kostnaði á innviðauppbyggingu á svæðinu.“ segir í bókuninni. Þar er jafnframt tekið fram að við úthlutunina haf verið tekið mið af markaðsverði og það gert vandlega. „Algjört einsdæmi“ Sigurbjörg er einnig ósátt með málið þar sem hún telur að þarna verði byggðar lúxusíbúðir frekar en félagslegt húsnæði. „Þetta fer á svig við aðalskipulag Kópavogs sem að felur í sér að það eigi tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum fyrir ólíka hópa. En það er ekkert verið að ávarpa það í þessu. Þetta verða bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk,“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka fyrir minnihlutann úr því sem komið er segist hún óttast að svo sé ekki. „Þetta samkomulag var þegar undirritað þegar við fáum það í hendurnar í bæjarráði. Það er algjört einsdæmi. Þegar Kópavogur hefur áður gerð samkomulög um uppbyggingu þá höfum við fengið drögin fyrst inn í bæjarráð og það hefur verið til umræðu og jafnvel tekið breytingum. En það var ekkert samtal um þetta mál.“ bætir hún við. Hægt er að lesa samkomulagið hér. Kópavogur Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg í samtali við Vísi og minnist þar með á reglur um að lóðir skuli auglýstar í að minnsta kosti tvær vikur áður en þeim sé úthlutað. „Aðalatriðið er auðvitað að aðrir eigi kost á því að fá þessar lóðir. Þarna er þetta bara afhent án þess að nokkur annar aðili eigi nokkurn séns á aðkomu að þessum feita bita,“ Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. DV fjallaði fyrst um samþykktina í dag og þar er bent á að Fjallasól ehf. geri samkomulagið við Kópavogsbæ, en félagið er í eigu Langasjávar ehf. sem er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Gert til að standa vörð um hagsmuni Kópavogs Í bókun meirihlutans í fundargerð bæjarstjórnar frá því á þriðjudag segir að samkomulagið byggi á samþykktu deiliskipulagi bæjarstjórnar. „Til að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbæjar er nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um byggingarréttargjald áður en deiliskipulagið er sett í auglýsingu. Með þessu samkomulagi er tryggt að uppbyggingaraðilar taka þátt í kostnaði á innviðauppbyggingu á svæðinu.“ segir í bókuninni. Þar er jafnframt tekið fram að við úthlutunina haf verið tekið mið af markaðsverði og það gert vandlega. „Algjört einsdæmi“ Sigurbjörg er einnig ósátt með málið þar sem hún telur að þarna verði byggðar lúxusíbúðir frekar en félagslegt húsnæði. „Þetta fer á svig við aðalskipulag Kópavogs sem að felur í sér að það eigi tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum fyrir ólíka hópa. En það er ekkert verið að ávarpa það í þessu. Þetta verða bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk,“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka fyrir minnihlutann úr því sem komið er segist hún óttast að svo sé ekki. „Þetta samkomulag var þegar undirritað þegar við fáum það í hendurnar í bæjarráði. Það er algjört einsdæmi. Þegar Kópavogur hefur áður gerð samkomulög um uppbyggingu þá höfum við fengið drögin fyrst inn í bæjarráð og það hefur verið til umræðu og jafnvel tekið breytingum. En það var ekkert samtal um þetta mál.“ bætir hún við. Hægt er að lesa samkomulagið hér.
Kópavogur Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira