Klara biður aganefnd KSÍ að skoða afskipti Arnars Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 11:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Samsett mynd Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ hefur óskað eftir því við aga- og úrskurðarnefnd sambandsins að hún taki til skoðunar afskipti Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings Reykjavíkur, af leik liðsins við Val í Bestu deild karla á dögunum. Þetta staðfestir Klara í samtali við Vísi en Arnar tók út leikbann í umræddum leik en var, líkt og hann greindi frá í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leik, í símasambandi við aðstoðarmenn sína á hliðarlínunni. Klippa: Arnar í viðtali eftir leik gegn Val Valsarar íhuga það nú að kæra afskipti Arnars af leik liðanna og hafa út morgundaginn til þess að kæra. Í samtali við Vísi segist Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, engu við málið að bæta á þessari stundu. Valsarar séu bara með málið til skoðunar. Í þessum efnum liggja greinar í reglugerðum KSÍ og FIFA meðal annars undir og segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, að aga- og úrskurðarnefnd hafi heimild til þess að líta í báðar reglugerðir í málum sem koma inn á borð nefndarinnar. „Það getur alveg átt við í svona máli,“ segir Haukur í samtali við Vísi. „Ef horft er á íslensku reglugerðina og hún er kannski ekki nægilega nákvæm um tilvikin þá er heimild fyrir aganefndina ,og eftir atvikum áfrýjunardómstól, að horfa til FIFA reglugerðarinnar því hún er ákvæðum KSÍ reglugerðarinnar til fyllingar. Hún fyllir upp í eyðurnar ef svo má segja.“ Í 66.kafla reglugerðar agareglna FIFA, FIFA Disciplinary Code, undir liðum B og C í 3.grein, segir að þjálfari eða forystumaður félags, sem taki út leikbann, sé ekki heimilt að fara inn til búningsherbergja, í leikmannagöngin eða boðvang umrædds leikstaðs og megi ekki vera í samskiptum eða hafa samband við annan einstakling sem gæti talist sem hluti af leiknum þar til að dómari flautar til leiksloka. „Ég var bara í stöðugum samskiptum við bekkinn, það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og hægt að ´micro-managera´ vel þarna úr stúkunni,“ sagði Arnar, þjálfari Víkinga í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leik Vals og Víkings á dögunum. Í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, sem er sett samkvæmt agareglum FIFA, segir að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skuli vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Möguleg sekt Fari svo að kært verði í málinu, og komist að þeirri niðurstöðu að Arnar hafi brotið í bága við reglugerð KSÍ, kveður reglugerð sambandsins um knattspyrnumót hvaða afleiðingar það geti haft í för með sér. Undir 36.grein umræddrar reglugerðar segir: Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki. Er það ólíkt þeim afleiðingum sem það getur haft í för með sér þegar að félag notar leikmann í leikbanni í leik sínum. Þá telst það lið hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Þetta staðfestir Klara í samtali við Vísi en Arnar tók út leikbann í umræddum leik en var, líkt og hann greindi frá í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leik, í símasambandi við aðstoðarmenn sína á hliðarlínunni. Klippa: Arnar í viðtali eftir leik gegn Val Valsarar íhuga það nú að kæra afskipti Arnars af leik liðanna og hafa út morgundaginn til þess að kæra. Í samtali við Vísi segist Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, engu við málið að bæta á þessari stundu. Valsarar séu bara með málið til skoðunar. Í þessum efnum liggja greinar í reglugerðum KSÍ og FIFA meðal annars undir og segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, að aga- og úrskurðarnefnd hafi heimild til þess að líta í báðar reglugerðir í málum sem koma inn á borð nefndarinnar. „Það getur alveg átt við í svona máli,“ segir Haukur í samtali við Vísi. „Ef horft er á íslensku reglugerðina og hún er kannski ekki nægilega nákvæm um tilvikin þá er heimild fyrir aganefndina ,og eftir atvikum áfrýjunardómstól, að horfa til FIFA reglugerðarinnar því hún er ákvæðum KSÍ reglugerðarinnar til fyllingar. Hún fyllir upp í eyðurnar ef svo má segja.“ Í 66.kafla reglugerðar agareglna FIFA, FIFA Disciplinary Code, undir liðum B og C í 3.grein, segir að þjálfari eða forystumaður félags, sem taki út leikbann, sé ekki heimilt að fara inn til búningsherbergja, í leikmannagöngin eða boðvang umrædds leikstaðs og megi ekki vera í samskiptum eða hafa samband við annan einstakling sem gæti talist sem hluti af leiknum þar til að dómari flautar til leiksloka. „Ég var bara í stöðugum samskiptum við bekkinn, það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og hægt að ´micro-managera´ vel þarna úr stúkunni,“ sagði Arnar, þjálfari Víkinga í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leik Vals og Víkings á dögunum. Í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, sem er sett samkvæmt agareglum FIFA, segir að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skuli vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Möguleg sekt Fari svo að kært verði í málinu, og komist að þeirri niðurstöðu að Arnar hafi brotið í bága við reglugerð KSÍ, kveður reglugerð sambandsins um knattspyrnumót hvaða afleiðingar það geti haft í för með sér. Undir 36.grein umræddrar reglugerðar segir: Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki. Er það ólíkt þeim afleiðingum sem það getur haft í för með sér þegar að félag notar leikmann í leikbanni í leik sínum. Þá telst það lið hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða.
Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira