Um afar hjartnæma stund var að ræða þegar að Katie og Nina ræddu sín á milli, eftir að hafa báðar farið yfir 4.90 metrana en klikkað í öllum þremur atrennum sínum að 4.95 metrum, hvort þær ættu að deila fyrsta sætinu.
Australia's Nina Kennedy and America's Katie Moon decide to share the pole vault gold medal after a brilliant battle pic.twitter.com/ilp3Vn7lHj
— Eurosport (@eurosport) August 23, 2023
Reglur kveða á um að hægt sé að fara í svokallaðan bráðabana til þess að skera úr um úrslitin þegar að svona staða kemur upp en þó eru fordæmi fyrir því að keppendur komist að þeirri niðurstöðu að deila fyrsta sætinu.
Í því samhengi er hægt að minnast á keppni í hástökki á Ólympíuleikunum í Tókýó, sem fóru fram árið 2021, þegar að Mutaz Essa Barshim frá Katar og Gianmarco Tamberi frá Ítalíu komust að sömu niðurstöðu og Katie og Nina í gær.
Ook één van de momenten van de Olympisch Spelen in Tokio komt uit het hoogspringen, waarbij TAMBERI en BARSHIM beiden beslissen de gouden medaille te delen! pic.twitter.com/JSh9MEAqaO
— Belgiumers: Athletics Edition (@Belgiumers) August 22, 2023