Erlent

Japanir byrjaðir að dæla geislavirku vatni í sjóinn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Protesters hold a banner which reads "No dumping radioactive water into the ocean" during a rally against the treated radioactive water release from the damaged Fukushima nuclear power plant, in front of Tokyo Electric Power Company Holdings (TEPCO) headquarters, Thursday, Aug. 24, 2023, in Tokyo. (AP Photo/Norihiro Haruta)
Protesters hold a banner which reads "No dumping radioactive water into the ocean" during a rally against the treated radioactive water release from the damaged Fukushima nuclear power plant, in front of Tokyo Electric Power Company Holdings (TEPCO) headquarters, Thursday, Aug. 24, 2023, in Tokyo. (AP Photo/Norihiro Haruta)

Yfirvöld í Japan hófu í nótt að sleppa geislavirku vatni út í sjóinn við Fukushima kjarnorkuverið þrátt fyrir áköf mótmæli umhverfissinna og nágrannaríkja.

Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011 og er um eina milljón tonna af vatni að ræða. Ákvörðun um að hleypa vatninu út í sjó var tekin fyrir meira en tveimur árum en unnið hefur verið að því að hreinsa mestu mengunina úr vatninu.

Það mun þó enn meðal annars innihalda þrívetni, sem er geislavirkt en tæknilega erfitt að aðskilja frá vatni en þrátt fyrir það segja yfirvöld að vatnið sé algerlega hættulaust umhverfinu enda séu geislavirku efnin í afar litlu magni.

Alþjóðakjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur þegar samþykkt þessa áætlun Japana, sem talin er munu taka allt að fjóra áratugi. Gagnrýnendur segja hinsvegar ómögulegt að segja til um hættuna af því að sleppa vatninu, langtíma rannsóknir á slíku skorti algerlega. Yfirvöld í Hong Kong lýstu því svo yfir í gær að þau muni banna allan innflutning á sjávarfangi frá Japan vegna málsins. 


Tengdar fréttir

Hleypa geisla­virku vatni út í sjó

Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×