Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2023 22:08 Þessi myndir sýnir fyrstu tilraun Norður-Kóreu til að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu í maí. Annað geimskot misheppnaðist í dag og stendur til að reyna í þriðja sinn í október. AP/KCNA Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA, segir villu hafa komið upp við geimskotið og unnið sé að því að greiða úr vandanum. Síðast reyndu Kóreumenn að skjóta njósnagervihnetti á braut um jörðu í maí. Þá lenti eldflaugin í hafinu skömmu eftir flugtak. Þá fór eitthvað úrskeiðis milli fyrsta og annars stigs eldflaugarinnar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hefur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýst því yfir að hann vilji gervihnött til að fylgjast með Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Ríkisstjórn Kim hefur lengi unnið að þróun eldflauga sem eiga meðal annars að geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Þróun bæði eldflauganna og kjarnorkuvopnanna eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Herforingjaráð Suður-Kóreu tilkynnti í dag að eldflaugaskot hefði greinst frá Norður-Kóreu en ráðamenn þar höfðu látið Japani vita af því að þeir ætluðu sér að skjóta gervihnetti á loft í dag. Undanfarin ár hefur spennan á Kóreuskaganum aukist jafnt og þétt og þykir hún mjög mikil. Kim hefur ekki viljað taka þátt í viðræðum um kjarnorkuvopn sín, þar sem hann telur þau tryggingu gegn því að honum verði komið frá völdum. Norður-Kórea Geimurinn Tengdar fréttir Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00 Viðurkenna að þau hafi Travis í haldi Norður-kóresk stjórnvöld hafa viðurkennt í fyrsta sinn að þau hafi bandaríska hermanninn Travis King í haldi. Um er að ræða fyrstu svör þeirra við fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna um það hvar hermaðurinn sé niðurkominn. 3. ágúst 2023 23:30 Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA, segir villu hafa komið upp við geimskotið og unnið sé að því að greiða úr vandanum. Síðast reyndu Kóreumenn að skjóta njósnagervihnetti á braut um jörðu í maí. Þá lenti eldflaugin í hafinu skömmu eftir flugtak. Þá fór eitthvað úrskeiðis milli fyrsta og annars stigs eldflaugarinnar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hefur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýst því yfir að hann vilji gervihnött til að fylgjast með Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Ríkisstjórn Kim hefur lengi unnið að þróun eldflauga sem eiga meðal annars að geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Þróun bæði eldflauganna og kjarnorkuvopnanna eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Herforingjaráð Suður-Kóreu tilkynnti í dag að eldflaugaskot hefði greinst frá Norður-Kóreu en ráðamenn þar höfðu látið Japani vita af því að þeir ætluðu sér að skjóta gervihnetti á loft í dag. Undanfarin ár hefur spennan á Kóreuskaganum aukist jafnt og þétt og þykir hún mjög mikil. Kim hefur ekki viljað taka þátt í viðræðum um kjarnorkuvopn sín, þar sem hann telur þau tryggingu gegn því að honum verði komið frá völdum.
Norður-Kórea Geimurinn Tengdar fréttir Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00 Viðurkenna að þau hafi Travis í haldi Norður-kóresk stjórnvöld hafa viðurkennt í fyrsta sinn að þau hafi bandaríska hermanninn Travis King í haldi. Um er að ræða fyrstu svör þeirra við fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna um það hvar hermaðurinn sé niðurkominn. 3. ágúst 2023 23:30 Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00
Viðurkenna að þau hafi Travis í haldi Norður-kóresk stjórnvöld hafa viðurkennt í fyrsta sinn að þau hafi bandaríska hermanninn Travis King í haldi. Um er að ræða fyrstu svör þeirra við fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna um það hvar hermaðurinn sé niðurkominn. 3. ágúst 2023 23:30
Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43