Þriðji heimsmeistaratitill Warholm og Norðmenn röðuðu inn verðlaunum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 20:02 Warholm fagnar gullinu í kvöld. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hélt áfram í Búdapest í kvöld. Norðmaðurinn óstöðvandi Karsten Warholm vann sigur í 400 metra grindahlaupi sem var lokagrein kvöldsins. Keppnin í 1500 metra hlaupi karla var æsispennandi. Jakob Ingebrigtsen frá Noregi leiddi lengst af en hann var af mörgum talinn sigurstranglegur fyrir hlaupið enda Ólympíumeistari í greininni. Þegar langt var liðið á síðasta hringinn kom hins vegar Bretinn Josh Kerr á miklum spretti. Hann tók fram úr Ingebrigtsen á síðustu 50 metrunum og tryggði sér sigur aðeins tuttugu og sjö hundraðshlutum á undan Norðmanninum. Narve Nordås tryggði sér svo bronsverðlaun á síðustu metrunum og tvenn verðlaun því í hús hjá Norðmönnum. JOSH. KERR.The 1500m crown returns to as @joshk97 outkicks Jakob Ingebrigtsen after a thrilling last lap 3:29.38 FTW#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/bG3MafFs50— World Athletics (@WorldAthletics) August 23, 2023 Marileidy Paulino frá Dóminikanska lýðveldinu vann öruggan sigur í 400 metra hlaupi kvenna þegar hún kom fyrst í mark á tímanum 48,76 sekúndur en það er nýtt landsmet. Natalia Kaczmarek frá Póllandi varð önnur tæpri sekúndu á eftir og Sada Williams tryggði sér bronsið þegar hún stakk sér framfyrir Rhasidat Adeleke undir lok hlaupsins. Keppnin í stangarstökki kvenna var æsispennandi. Hin finnska Wilma Murto vann bronsverðlaun en hún stökk hæst 4,80 metra. Katie Moon frá Bandaríkjunum og Nina Kennedy frá Ástralíu háðu síðan einvígi um gullverðlaunin. Báðar fóru þær yfir 4,90 en felldu báðar 4,95 í þremur tilraunum. Þá þurfti að ákveða hvað ætti að gera, hvort stökkva ætti fleiri stökk og keppa um gullið eða láta staðar numið. Eftir samræður þeirra á milli ákváðu þær Moon og Kennedy að hætta keppni, þó greina mætti á samtali þeirra að Moon hefði verið til í að halda áfram. Katie Moon and Nina Kennedy agree to a tie for the world title in pole vault pic.twitter.com/SMzpIMfTGR— Paul (@withahalftwist) August 23, 2023 Þær enda því efstar og jafnar í efsta sæti og geta báðar titlað sig heimsmeistara í stangarstökki. Lokagrein kvöldsins var 400 metra grindahlaup kvöldsins. Norðmaðurinn Karsten Warholm hefur verið afar sigursæll í þeirri grein og setti eftirminnilegt heimsmet á Ólympíuleikunum árið 2021 eftir einvígi við Raj Benjamin frá Bandaríkjunum. Þeir voru báðir í baráttunni um verðlaunin í kvöld. Það leit út fyrir að keppnin yrði æsispennandi en Warholm setti í hraðari gír á síðustu hundrað metrunum og kom nokkuð örugglega fyrstur í mark. Kyron McMaster frá Bresku Jómfrúaeyjum náði öðru sætinu á undan Benjamin sem varð þriðji. Unprecedented! Karsten Warholm achieves a historic 400m hurdles hat-trick!#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/JCnoG6vQiM— European Athletics (@EuroAthletics) August 23, 2023 Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira
Keppnin í 1500 metra hlaupi karla var æsispennandi. Jakob Ingebrigtsen frá Noregi leiddi lengst af en hann var af mörgum talinn sigurstranglegur fyrir hlaupið enda Ólympíumeistari í greininni. Þegar langt var liðið á síðasta hringinn kom hins vegar Bretinn Josh Kerr á miklum spretti. Hann tók fram úr Ingebrigtsen á síðustu 50 metrunum og tryggði sér sigur aðeins tuttugu og sjö hundraðshlutum á undan Norðmanninum. Narve Nordås tryggði sér svo bronsverðlaun á síðustu metrunum og tvenn verðlaun því í hús hjá Norðmönnum. JOSH. KERR.The 1500m crown returns to as @joshk97 outkicks Jakob Ingebrigtsen after a thrilling last lap 3:29.38 FTW#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/bG3MafFs50— World Athletics (@WorldAthletics) August 23, 2023 Marileidy Paulino frá Dóminikanska lýðveldinu vann öruggan sigur í 400 metra hlaupi kvenna þegar hún kom fyrst í mark á tímanum 48,76 sekúndur en það er nýtt landsmet. Natalia Kaczmarek frá Póllandi varð önnur tæpri sekúndu á eftir og Sada Williams tryggði sér bronsið þegar hún stakk sér framfyrir Rhasidat Adeleke undir lok hlaupsins. Keppnin í stangarstökki kvenna var æsispennandi. Hin finnska Wilma Murto vann bronsverðlaun en hún stökk hæst 4,80 metra. Katie Moon frá Bandaríkjunum og Nina Kennedy frá Ástralíu háðu síðan einvígi um gullverðlaunin. Báðar fóru þær yfir 4,90 en felldu báðar 4,95 í þremur tilraunum. Þá þurfti að ákveða hvað ætti að gera, hvort stökkva ætti fleiri stökk og keppa um gullið eða láta staðar numið. Eftir samræður þeirra á milli ákváðu þær Moon og Kennedy að hætta keppni, þó greina mætti á samtali þeirra að Moon hefði verið til í að halda áfram. Katie Moon and Nina Kennedy agree to a tie for the world title in pole vault pic.twitter.com/SMzpIMfTGR— Paul (@withahalftwist) August 23, 2023 Þær enda því efstar og jafnar í efsta sæti og geta báðar titlað sig heimsmeistara í stangarstökki. Lokagrein kvöldsins var 400 metra grindahlaup kvöldsins. Norðmaðurinn Karsten Warholm hefur verið afar sigursæll í þeirri grein og setti eftirminnilegt heimsmet á Ólympíuleikunum árið 2021 eftir einvígi við Raj Benjamin frá Bandaríkjunum. Þeir voru báðir í baráttunni um verðlaunin í kvöld. Það leit út fyrir að keppnin yrði æsispennandi en Warholm setti í hraðari gír á síðustu hundrað metrunum og kom nokkuð örugglega fyrstur í mark. Kyron McMaster frá Bresku Jómfrúaeyjum náði öðru sætinu á undan Benjamin sem varð þriðji. Unprecedented! Karsten Warholm achieves a historic 400m hurdles hat-trick!#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/JCnoG6vQiM— European Athletics (@EuroAthletics) August 23, 2023
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira