Albert Guðmundsson kærður fyrir kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2023 15:26 Albert Guðmundsson í landsleik á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir við Vísi að sambandið hafi fengið staðfest frá lögmanni kærandans í morgun að kæran á hendur landsliðsmanni hafi verið lögð fram. Málið sé nú á borði lögreglunnar og samskiptaráðgjafa KSÍ. DV sagði fyrst frá kærunni. Vanda gat ekki tjáð sig frekar um málið né hver leikmaðurinn væri en leikmaðurinn sem er kærður er Albert Guðmundsson samkvæmt heimildum Vísis. Sambandið fékk fyrst það sem Vanda segir óljósar upplýsingar um málið í júlí. Þeim hafi strax verið vísað á samskiptaráðgjafa í samræmi við verklagsreglur sambandsins. Ekkert formlegt mál hafi þá verið í gangi. Leikmaðurinn sem um ræðir stígur til hliðar á meðan rannsókn málsins er í gangi, að sögn Vöndu. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um hvort að fulltrúar sambandsins hefðu rætt við leikmanninn vegna málsins. Fjöldi landsliðsmanna sakaður um brot Nokkur fjöldi liðsmanna karlalandsliðsins hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og ofbeldi gegn konum á undanförnum árum. Gylfi Sigurðsson, skærasta stjarna liðsins til fjölda ára, sætti farbanni á Englandi í tæp tvö ár á meðan hann sætti rannsókn vegna kynferðisbrots þar. Málið var fellt niður fyrr á þessu ári. Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, og Eggert Gunnþór Jónsson, voru kærðir fyrir gróft kynferðisbrot gegn þrítugri konu sem sakaði þá um að hafa nauðgað sér. Rannsókn á þeim var felld niður í maí í fyrra. Þá sökuðu tvær konur Kolbein Sigþórsson, fyrrverandi framherja landsliðsins, um að hafa veist að sér á skemmtistað árið 2017. Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi miðvörður liðsins, var rannsakaður vegna heimilisofbeldis og skemmdarverka sama sumar og landsliðið keppti á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Það mál var ekki kært. Fréttin hefur verið uppfærð. Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Tengdar fréttir Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47 Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25 „Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir við Vísi að sambandið hafi fengið staðfest frá lögmanni kærandans í morgun að kæran á hendur landsliðsmanni hafi verið lögð fram. Málið sé nú á borði lögreglunnar og samskiptaráðgjafa KSÍ. DV sagði fyrst frá kærunni. Vanda gat ekki tjáð sig frekar um málið né hver leikmaðurinn væri en leikmaðurinn sem er kærður er Albert Guðmundsson samkvæmt heimildum Vísis. Sambandið fékk fyrst það sem Vanda segir óljósar upplýsingar um málið í júlí. Þeim hafi strax verið vísað á samskiptaráðgjafa í samræmi við verklagsreglur sambandsins. Ekkert formlegt mál hafi þá verið í gangi. Leikmaðurinn sem um ræðir stígur til hliðar á meðan rannsókn málsins er í gangi, að sögn Vöndu. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um hvort að fulltrúar sambandsins hefðu rætt við leikmanninn vegna málsins. Fjöldi landsliðsmanna sakaður um brot Nokkur fjöldi liðsmanna karlalandsliðsins hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og ofbeldi gegn konum á undanförnum árum. Gylfi Sigurðsson, skærasta stjarna liðsins til fjölda ára, sætti farbanni á Englandi í tæp tvö ár á meðan hann sætti rannsókn vegna kynferðisbrots þar. Málið var fellt niður fyrr á þessu ári. Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, og Eggert Gunnþór Jónsson, voru kærðir fyrir gróft kynferðisbrot gegn þrítugri konu sem sakaði þá um að hafa nauðgað sér. Rannsókn á þeim var felld niður í maí í fyrra. Þá sökuðu tvær konur Kolbein Sigþórsson, fyrrverandi framherja landsliðsins, um að hafa veist að sér á skemmtistað árið 2017. Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi miðvörður liðsins, var rannsakaður vegna heimilisofbeldis og skemmdarverka sama sumar og landsliðið keppti á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Það mál var ekki kært. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Tengdar fréttir Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47 Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25 „Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47
Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25
„Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54