Finnum ástríðu okkar og þróum hana Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 23. ágúst 2023 13:00 Áskoranir Það er ekki alltaf allt eins og best verður á kosið og fyrir því eru margar og mismunandi ástæður. Kulnun verður sífellt algengari, einstaklingar komast í þrot og þurfa jafnvel í veikindaleyfi frá vinnu. Fólk í álagsstörfum er útsettara fyrir því að greinast með kulnun og má nefna að hér á landi hafa allt að 30% kennara fallið í þann flokk. Þegar við horfum til unga fólksins okkar þá glíma stöðugt fleiri við kvíða og hefur lyfjanotkun aukist gífurlega síðustu árin vegna kvíða, streitu og þunglyndis. Börnin okkar glíma við stærri áskoranir hvað góða félagsfærni varðar, að vera í félagslegum samskiptum við aðra. Þótt dregin sé upp svört mynd þá er ekkert sem segir að hún þurfi að vera viðvarandi. Vísindi Innan jákvæðrar sálfræði er einblínt á möguleika fólks í stað þess að gefa erfiðleikum eða áskorunum mestan gaum. Leitast er við að finna út hvar áhugasvið einstaklings liggur eða liggja því það er mjög mikilvægt að beina athygli og orku að þeim. Með því að einblína á áhugasvið einstaklings styrkist áhugahvöt hans og þegar hún er aukin fær viðkomandi aukna orku sem oft kallast þrautseigja (e. grit) sem er talin einn af lyklum að velgengni í leik og starfi. Undanfarna áratugi hafa rannsóknir Hermundar og félaga í Noregi sýnt að sterkur áhugi, ástríða (e. passion), fyrir þema, færni eða sviði gerir það að verkum að orka leysist úr læðingi og einstaklingur á auðveldara og nýtur þess betur að sinna viðfangsefninu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er sterkt samband milli ástríðu og þrautseigju. Því sterkari sem ástríðan er því sterkari verður þrautseigjan. Rannsóknir þeirra sýna einnig að sterkt samband er milli ástríðu og gróskuhugarfars. Fræðilega nálgun þeirra sækir útgangspunkt sinn í þýska heimspekingnum Hegel (1780) en hann sagði: ‘nothing great happens without passion.’ Samband ástríðu og flæðis er einnig sterkt sem þýðir að ástríða eflir flæði og flæði eflir ástríðu. En bæði ástríða, þrautseigja, gróskuhugarfar og flæði tengjast sterkt árangri og vellíðan.Ástríða er einn af þremur lykilþáttum til að þróa/efla og viðhalda gráa og hvíta efni heilans sem eru grunnstoðir heilastarfssemi. Hinir þættirnir eru hreyfing og félagsleg tengsl. Möguleikar Þegar rætt er við fólk á öllum aldri eru nokkrir mikilvægir útgangspunktar:- Áhugasvið: Hvaða áhugasvið hefur einstaklingur? Það er mikilvægt að hver og einn finni sitt áhugasvið.- Ræktun: Það er mikilvægt að einstaklingur gefi sér tíma til að vinna með tiltekið áhugasvið, rækta það, hlúa að því og þróa það. Líkja má áhugasviðum við blóm sem þurfa góðan jarðveg, birtu og vatn til að blómstra. Einstaklingur getur átt fleiri en eitt áhugasvið en þau geta verið til dæmis að syngja, spila á hljóðfæri, stunda líkamlega hreyfingu eða íþróttir, spila brids, tefla, prjóna, mála, hlusta á tónlist, lesa, vera í leikfélagi og skrifa pistla svo eitthvað sé nefnt. Megi okkur öllum farnast og líða vel. Finnum ástríðu okkar og þróum hana (e. Find your passion and develop it!)! Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni - og vísindaháskólann og Háskóla Íslands. Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áskoranir Það er ekki alltaf allt eins og best verður á kosið og fyrir því eru margar og mismunandi ástæður. Kulnun verður sífellt algengari, einstaklingar komast í þrot og þurfa jafnvel í veikindaleyfi frá vinnu. Fólk í álagsstörfum er útsettara fyrir því að greinast með kulnun og má nefna að hér á landi hafa allt að 30% kennara fallið í þann flokk. Þegar við horfum til unga fólksins okkar þá glíma stöðugt fleiri við kvíða og hefur lyfjanotkun aukist gífurlega síðustu árin vegna kvíða, streitu og þunglyndis. Börnin okkar glíma við stærri áskoranir hvað góða félagsfærni varðar, að vera í félagslegum samskiptum við aðra. Þótt dregin sé upp svört mynd þá er ekkert sem segir að hún þurfi að vera viðvarandi. Vísindi Innan jákvæðrar sálfræði er einblínt á möguleika fólks í stað þess að gefa erfiðleikum eða áskorunum mestan gaum. Leitast er við að finna út hvar áhugasvið einstaklings liggur eða liggja því það er mjög mikilvægt að beina athygli og orku að þeim. Með því að einblína á áhugasvið einstaklings styrkist áhugahvöt hans og þegar hún er aukin fær viðkomandi aukna orku sem oft kallast þrautseigja (e. grit) sem er talin einn af lyklum að velgengni í leik og starfi. Undanfarna áratugi hafa rannsóknir Hermundar og félaga í Noregi sýnt að sterkur áhugi, ástríða (e. passion), fyrir þema, færni eða sviði gerir það að verkum að orka leysist úr læðingi og einstaklingur á auðveldara og nýtur þess betur að sinna viðfangsefninu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er sterkt samband milli ástríðu og þrautseigju. Því sterkari sem ástríðan er því sterkari verður þrautseigjan. Rannsóknir þeirra sýna einnig að sterkt samband er milli ástríðu og gróskuhugarfars. Fræðilega nálgun þeirra sækir útgangspunkt sinn í þýska heimspekingnum Hegel (1780) en hann sagði: ‘nothing great happens without passion.’ Samband ástríðu og flæðis er einnig sterkt sem þýðir að ástríða eflir flæði og flæði eflir ástríðu. En bæði ástríða, þrautseigja, gróskuhugarfar og flæði tengjast sterkt árangri og vellíðan.Ástríða er einn af þremur lykilþáttum til að þróa/efla og viðhalda gráa og hvíta efni heilans sem eru grunnstoðir heilastarfssemi. Hinir þættirnir eru hreyfing og félagsleg tengsl. Möguleikar Þegar rætt er við fólk á öllum aldri eru nokkrir mikilvægir útgangspunktar:- Áhugasvið: Hvaða áhugasvið hefur einstaklingur? Það er mikilvægt að hver og einn finni sitt áhugasvið.- Ræktun: Það er mikilvægt að einstaklingur gefi sér tíma til að vinna með tiltekið áhugasvið, rækta það, hlúa að því og þróa það. Líkja má áhugasviðum við blóm sem þurfa góðan jarðveg, birtu og vatn til að blómstra. Einstaklingur getur átt fleiri en eitt áhugasvið en þau geta verið til dæmis að syngja, spila á hljóðfæri, stunda líkamlega hreyfingu eða íþróttir, spila brids, tefla, prjóna, mála, hlusta á tónlist, lesa, vera í leikfélagi og skrifa pistla svo eitthvað sé nefnt. Megi okkur öllum farnast og líða vel. Finnum ástríðu okkar og þróum hana (e. Find your passion and develop it!)! Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni - og vísindaháskólann og Háskóla Íslands. Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun