Hagkerfið ennþá yfirspennt Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. ágúst 2023 11:22 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á fundi um stýrivaxtaákvörðun í morgun. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar sagði að hagkerfið væri ennþá yfirspennt þegar nefndin hækkaði stýrivexti fjórtánda skiptið í röð í morgun. Peningastefnan hafi virkað en verkefnið hafi stækkað vegna gríðarlegs hagvaxtar. Peningastefnunefndin ákvað að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í morgun. Meginstýrivextir bankans standa í 9,25 prósentum eftir hækkunina. Í yfirlýsingu sinni sagði nefndin að nauðsynlegt væri að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar vegna verðbólguhorfa og spennu á vinnumarkaði og þjóðarbúinu þrátt fyrir að vísbendingar væru um að hægt hefði á vexti efnahagsumsvifa. Ákvörðunin um hækkun var tekin þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað að undanförnu og ívið meira en nefndin gerði ráð fyrir í maí. Undirliggjandi verðbólga hafi minnkað minna en mæld verðbólga og verðbólguhorfur til lengri tíma hafi lítið breyst þrátt fyrir að skammtímahorfurnar hafi batnað frá því við síðustu stýrivaxtahækkun. „Verðbólga er tekin að hjaðna en það breytir því ekki að hún er enn alltof mikil,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á blaðamannafundi þar sem ákvörðunin var kynnt í morgun. Innlendar verðhækkanir vegi upp á móti lækkun húsnæðisverð og innfluttra vara. Þá hald laun áfram að hækka, um tíu prósent á milli ára á öðrum fjórðungi ársins. Þetta sagði Þórarinn endurspegla kjarasamninga sem voru gerðir við ríki og sveitarfélög í vetur. Vill sjá sterkara gengi skila sér í vöruverði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, sagði að hækkun um fimmtíu punkta væri töluvert. Ýmislegt ynni með peningastefnunni, þar á meðal sterkara gengi krónunnar, minni verðbólga erlendis og aukið jafnvægi á húsnæðismarkaði. Hagkerfið væri þó enn yfirspennt. Miklar launahækkanir hafi orðið og innlendar vörur hækkuðu enn í verði. „Við erum að horfa á mjög spennt hagkerfi. Í ljósi þess taldi nefndin að það væri þörf á að herða frekar að. Við verðum svo bara að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér,“ sagði Ásgeir á fundinum. Í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir fundinn sagðist Ásgeir gjarnan vilja sjá að hækkun á gengi krónunnar og lægri verðbólga í viðskiptalöndum Íslands á þessu ári komi fram í lægra vöruverði. Þá vildi hann að ríkið héldi aftur af sér í hækkun þjónustugjalda og útgjöldum. Peningastefnan virkað sem skyldi Fullyrti Ásgeir að peningastefnan hefði skilað verulegum árangri, sérstaklega eftir að nefndin byrjaði að hækka vexti og herða aðhaldið verulega vorið 2022. Áhrif þess kæmu fram í þeim þáttum sem þau ættu að gera. Á móti vegi hins vegar gríðarlega mikill hagvöxtur, sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi. Þenslan væri birtingarmynd þess að það gengur vel í hagkerfinu. Eftirspurn sé mikil og mörgum atvinnugreinum vegni vel. Það auki álagið á peningastefnuna og krefjist þess að nefndin geri meira. „Peningastefnan hefur virkað akkúrat eins og hún á að gera. Vandamálið er kannski það að verkefnið hefur bara orðið miklu stærra heldur en við kannski gerðum ráð fyrir í upphafi miðað við þann mikla kraft sem er í efnahagslífinu,“ sagði seðlabankastjóri. Ásgeir segist vonast til þess að það taki ekki of langan tíma að ná jafnvægi í hagkerfinu.Vísir/Sigurjón Fá alla til þess að toga í sömu átt Atvinnuleysi mælist nú lágt. Fulltrúar peningastefnunefndarinnar voru spurðir að því hvort að hægt væri að ná verðbólgunni niður án þess að atvinnuleysi ykist verulega. Ásgeir sagði að bankinn vildi gjarnan geta beitt peningastefnunni þannig að atvinnuleysi færi ekki umfram náttúrulegt stig. Ekki væri þó hægt að útiloka að það gerðist. Það færi meðal annars eftir því hvernig kjarasamningar yrðu gerðir í vetur. Seðlabankinn hafi öll tækin til þess að kæla hagkerfið en það gæti orðið sársaukafullt. Því þyrfti liðsinni fleiri aðila. „Við erum með tækin. Við munum ná verðbólgunni niður. Kostnaðurinn við að ná henni niður veltur auðvitað dálítið á því hvort að aðrir aðilar í hagkerfinu séu að vinna með okkur eða á móti,“ sagði Ásgeir og nefndi aftur kjarasamningaviðræður sem eru yfirvofandi í vetur. Seðlabankinn hafi ekki sérstaka skoðun á hversu mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir. Ásgeir sagði þó slæmt ef þær yrðu umfram framleiðni eða verðbólgumarkmið líkt og gerðist í síðustu kjarasamningalotu. „Við vonumst bara eftir því að við fáum aðila vinnumarkaðarins í lið með okkur með jákvæðum hætti þannig að við séum öll að vinna að sama markmiði, toga í sömu átt þannig að við getum séð lága verðbólgu og lága vexti til lengri tíma.“ Svigrúm til að semja um húsnæðislánin Ásgeir ráðlagði þeim sem hafa keypt fasteignir á undanförnum tveimur til þremur árum að tala við bankann sinn eða lánveitanda og fara yfir hvað sé hægt að gera til þess að létta greiðslubyrðina. Hann teldi töluvert svigrúm til þess að endursemja við lánveitendur og marga kosti í boði. „Við erum í þeirri stöðu núna að þurfa að breyta vöxtum til þess að ná jafnvægi í hagkerfinu. Við höfum séð að einhverju leyti að þessir háu vextir hafi miðlast inn á fasteignamarkaðinn. Vonandi tekur það ekki ofan langan tíma fyrir okkur að ná nýju jafnvægi,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Peningastefnunefndin ákvað að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í morgun. Meginstýrivextir bankans standa í 9,25 prósentum eftir hækkunina. Í yfirlýsingu sinni sagði nefndin að nauðsynlegt væri að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar vegna verðbólguhorfa og spennu á vinnumarkaði og þjóðarbúinu þrátt fyrir að vísbendingar væru um að hægt hefði á vexti efnahagsumsvifa. Ákvörðunin um hækkun var tekin þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað að undanförnu og ívið meira en nefndin gerði ráð fyrir í maí. Undirliggjandi verðbólga hafi minnkað minna en mæld verðbólga og verðbólguhorfur til lengri tíma hafi lítið breyst þrátt fyrir að skammtímahorfurnar hafi batnað frá því við síðustu stýrivaxtahækkun. „Verðbólga er tekin að hjaðna en það breytir því ekki að hún er enn alltof mikil,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á blaðamannafundi þar sem ákvörðunin var kynnt í morgun. Innlendar verðhækkanir vegi upp á móti lækkun húsnæðisverð og innfluttra vara. Þá hald laun áfram að hækka, um tíu prósent á milli ára á öðrum fjórðungi ársins. Þetta sagði Þórarinn endurspegla kjarasamninga sem voru gerðir við ríki og sveitarfélög í vetur. Vill sjá sterkara gengi skila sér í vöruverði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, sagði að hækkun um fimmtíu punkta væri töluvert. Ýmislegt ynni með peningastefnunni, þar á meðal sterkara gengi krónunnar, minni verðbólga erlendis og aukið jafnvægi á húsnæðismarkaði. Hagkerfið væri þó enn yfirspennt. Miklar launahækkanir hafi orðið og innlendar vörur hækkuðu enn í verði. „Við erum að horfa á mjög spennt hagkerfi. Í ljósi þess taldi nefndin að það væri þörf á að herða frekar að. Við verðum svo bara að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér,“ sagði Ásgeir á fundinum. Í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir fundinn sagðist Ásgeir gjarnan vilja sjá að hækkun á gengi krónunnar og lægri verðbólga í viðskiptalöndum Íslands á þessu ári komi fram í lægra vöruverði. Þá vildi hann að ríkið héldi aftur af sér í hækkun þjónustugjalda og útgjöldum. Peningastefnan virkað sem skyldi Fullyrti Ásgeir að peningastefnan hefði skilað verulegum árangri, sérstaklega eftir að nefndin byrjaði að hækka vexti og herða aðhaldið verulega vorið 2022. Áhrif þess kæmu fram í þeim þáttum sem þau ættu að gera. Á móti vegi hins vegar gríðarlega mikill hagvöxtur, sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi. Þenslan væri birtingarmynd þess að það gengur vel í hagkerfinu. Eftirspurn sé mikil og mörgum atvinnugreinum vegni vel. Það auki álagið á peningastefnuna og krefjist þess að nefndin geri meira. „Peningastefnan hefur virkað akkúrat eins og hún á að gera. Vandamálið er kannski það að verkefnið hefur bara orðið miklu stærra heldur en við kannski gerðum ráð fyrir í upphafi miðað við þann mikla kraft sem er í efnahagslífinu,“ sagði seðlabankastjóri. Ásgeir segist vonast til þess að það taki ekki of langan tíma að ná jafnvægi í hagkerfinu.Vísir/Sigurjón Fá alla til þess að toga í sömu átt Atvinnuleysi mælist nú lágt. Fulltrúar peningastefnunefndarinnar voru spurðir að því hvort að hægt væri að ná verðbólgunni niður án þess að atvinnuleysi ykist verulega. Ásgeir sagði að bankinn vildi gjarnan geta beitt peningastefnunni þannig að atvinnuleysi færi ekki umfram náttúrulegt stig. Ekki væri þó hægt að útiloka að það gerðist. Það færi meðal annars eftir því hvernig kjarasamningar yrðu gerðir í vetur. Seðlabankinn hafi öll tækin til þess að kæla hagkerfið en það gæti orðið sársaukafullt. Því þyrfti liðsinni fleiri aðila. „Við erum með tækin. Við munum ná verðbólgunni niður. Kostnaðurinn við að ná henni niður veltur auðvitað dálítið á því hvort að aðrir aðilar í hagkerfinu séu að vinna með okkur eða á móti,“ sagði Ásgeir og nefndi aftur kjarasamningaviðræður sem eru yfirvofandi í vetur. Seðlabankinn hafi ekki sérstaka skoðun á hversu mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir. Ásgeir sagði þó slæmt ef þær yrðu umfram framleiðni eða verðbólgumarkmið líkt og gerðist í síðustu kjarasamningalotu. „Við vonumst bara eftir því að við fáum aðila vinnumarkaðarins í lið með okkur með jákvæðum hætti þannig að við séum öll að vinna að sama markmiði, toga í sömu átt þannig að við getum séð lága verðbólgu og lága vexti til lengri tíma.“ Svigrúm til að semja um húsnæðislánin Ásgeir ráðlagði þeim sem hafa keypt fasteignir á undanförnum tveimur til þremur árum að tala við bankann sinn eða lánveitanda og fara yfir hvað sé hægt að gera til þess að létta greiðslubyrðina. Hann teldi töluvert svigrúm til þess að endursemja við lánveitendur og marga kosti í boði. „Við erum í þeirri stöðu núna að þurfa að breyta vöxtum til þess að ná jafnvægi í hagkerfinu. Við höfum séð að einhverju leyti að þessir háu vextir hafi miðlast inn á fasteignamarkaðinn. Vonandi tekur það ekki ofan langan tíma fyrir okkur að ná nýju jafnvægi,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira