Liverpool áfrýjaði rauða spjaldinu og enska knattspyrnusambandið, FA, hefur nú dregið það til baka.
Þessi 24 ára Argentínumaður var sendur af velli með beint rautt spjald á 58. mínútu fyrir brot á Ryan Christie.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tjáði sig um spjaldið að leik loknum. Hann, eins og svo margir aðrir, var hissa á dómnum og sagði meðal annars að ef gula spjaldið hefði farið á loft hefði dómarinn aldrei verið beðinn um að skoða atvikið betur í VAR-skjánum góða.