Binda vonir við að ástandið muni batna Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2023 19:11 Bruni í Hafnarfirði Hvaleyrarbraut 22 Vísir/Vilhelm Í húsinu við Hvaleyrarbraut sem brann til kaldra kola á sunnudag voru að minnsta kosti tólf manns með fasta búsetu. Enginn þeirra var með skráða búsetu í húsinu þar sem einungis er hægt að skrá lögheimili sitt í íbúðarhúsnæði en húsið var atvinnuhúsnæði. Það reyndist því slökkviliði og lögreglu erfitt fyrst um sinn að komast að því hvort einhver hafi verið inni er eldurinn logaði. Eftir miklar samræður við fólk sem var á svæðinu, og með aðstoð Rauða krossins, tókst hins vegar að staðfesta að enginn væri inni í húsinu. Tímabundin aðsetursskráning Starfshópur sem skipaður var af innviðaráðherra eftir brunann við Bræðraborgarstíg árið 2020 hefur unnið að tillögum til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, og auka öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði að sögn Regínu Valdimarsdóttur, eins meðlima hópsins. „Þar af leiðandi sjáum við fram á að miðað við að heimila tímabundna aðsetursskráningu, þá erum við að tala um tímabundna skráningu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum í þá atvinnuhúsnæði eða annars vegar húsnæði sem er ekki skilgreint sem íbúðarhúsnæði. Þá er betur hægt að fanga hvar fólk er raunverulega niðurkomið og þá ná svona upp á yfirborðið hvar fólk er búsett, í hvers konar húsnæði og þá er bæði hægt að nýta það við áætlanagerð eða til að bregðast við ef að upp kemur vá,“ segir Regína. Bjartari tímar framundan Vonast hún eftir því að tillögurnar verði teknar fyrir og samþykktar á næsta löggjafarþingi. „Með breyttri löggjöf og markvissri innleiðingu með þessum aðgerðum. Þá bindum við vonir til þess að ástandið muni batna. Á sama tíma er verið að tala um aukna húsnæðisuppbyggingu í landinu. Þannig vonandi verða bjartari tímar í framtíðinni þegar kemur að húsnæðisuppbygginu og öryggi íbúa í framtíðinni,“ segir Regína. Bruni á Hvaleyrarbraut Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Það reyndist því slökkviliði og lögreglu erfitt fyrst um sinn að komast að því hvort einhver hafi verið inni er eldurinn logaði. Eftir miklar samræður við fólk sem var á svæðinu, og með aðstoð Rauða krossins, tókst hins vegar að staðfesta að enginn væri inni í húsinu. Tímabundin aðsetursskráning Starfshópur sem skipaður var af innviðaráðherra eftir brunann við Bræðraborgarstíg árið 2020 hefur unnið að tillögum til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, og auka öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði að sögn Regínu Valdimarsdóttur, eins meðlima hópsins. „Þar af leiðandi sjáum við fram á að miðað við að heimila tímabundna aðsetursskráningu, þá erum við að tala um tímabundna skráningu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum í þá atvinnuhúsnæði eða annars vegar húsnæði sem er ekki skilgreint sem íbúðarhúsnæði. Þá er betur hægt að fanga hvar fólk er raunverulega niðurkomið og þá ná svona upp á yfirborðið hvar fólk er búsett, í hvers konar húsnæði og þá er bæði hægt að nýta það við áætlanagerð eða til að bregðast við ef að upp kemur vá,“ segir Regína. Bjartari tímar framundan Vonast hún eftir því að tillögurnar verði teknar fyrir og samþykktar á næsta löggjafarþingi. „Með breyttri löggjöf og markvissri innleiðingu með þessum aðgerðum. Þá bindum við vonir til þess að ástandið muni batna. Á sama tíma er verið að tala um aukna húsnæðisuppbyggingu í landinu. Þannig vonandi verða bjartari tímar í framtíðinni þegar kemur að húsnæðisuppbygginu og öryggi íbúa í framtíðinni,“ segir Regína.
Bruni á Hvaleyrarbraut Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira