Börnum bjargað úr kláfi sem festist í þrjú hundruð metra hæð Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2023 18:27 Pakistanska þjóðin hefur fylgst náið með björgunaraðgerðum í dag. AP/K.M. Chaudary Pakistanskir sérsveitarhermenn og aðrir björgunaraðilar hafa bjargað sex börnum og tveimur kennurum úr kláfi sem hangir í um þrjú hundruð metra hæð. Fólkið festist í kláfinum þegar einn kaplanna sem heldur honum uppi slitnaði en hermennirnir björguðu þeim úr þyrlu í mjög erfiðri björgunaraðgerð. Erfitt hefur verið að komast að kláfinum á þyrlunum og hefur þurft margar tilraunir til að bjarga börnunum. Undir kvöld, þegar birtan minnkaði var brugðið á það ráð að tengja nokkurs konar aparólu við kláfinn og virðist sem hinum hafi varið bjargað þannig. Það var gert með því að senda menn á litlum kláf eftir kaplinum sem slitnaði ekki og setja upp aparóluna. Hún var svo notuð til að bjarga börnunum og kennurunum. Umræddur kláfur er í stjrálbýlum norðurhluta Pakistan en samkvæmt frétt BBC má finna heimagerða kláfa víða á svæðinu. Þeir eru oft gerðir úr brotajárni og notaðir til að flytja fólk yfir ár og gljúfur, þar sem aðrar samgönguleiðir eru ekki til staðar. Slys og dauðsföll sem snúa að kláfum sem þessum eru tíð í Pakistan. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Annað sýnir björgun barns með þyrlu í dag og hitt sýnir hvernig einum var bjargað úr kláfinu með aparólunni. Anwaar ul Haq Kakar er starfandi forsætisráðherra Pakistan. Hann segir sér létt eftir að fólkinu var bjargað og hrósar björgunaraðilum fyrir afrekið. Relieved to know that Alhamdolillah all the kids have been successfully and safely rescued. Great team work by the military, rescue departments, district administration as well as the local people. https://t.co/2gPq2Q51Xi— Anwaar ul Haq Kakar (@anwaar_kakar) August 22, 2023 Pakistan Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Fleiri fréttir Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Sjá meira
Erfitt hefur verið að komast að kláfinum á þyrlunum og hefur þurft margar tilraunir til að bjarga börnunum. Undir kvöld, þegar birtan minnkaði var brugðið á það ráð að tengja nokkurs konar aparólu við kláfinn og virðist sem hinum hafi varið bjargað þannig. Það var gert með því að senda menn á litlum kláf eftir kaplinum sem slitnaði ekki og setja upp aparóluna. Hún var svo notuð til að bjarga börnunum og kennurunum. Umræddur kláfur er í stjrálbýlum norðurhluta Pakistan en samkvæmt frétt BBC má finna heimagerða kláfa víða á svæðinu. Þeir eru oft gerðir úr brotajárni og notaðir til að flytja fólk yfir ár og gljúfur, þar sem aðrar samgönguleiðir eru ekki til staðar. Slys og dauðsföll sem snúa að kláfum sem þessum eru tíð í Pakistan. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Annað sýnir björgun barns með þyrlu í dag og hitt sýnir hvernig einum var bjargað úr kláfinu með aparólunni. Anwaar ul Haq Kakar er starfandi forsætisráðherra Pakistan. Hann segir sér létt eftir að fólkinu var bjargað og hrósar björgunaraðilum fyrir afrekið. Relieved to know that Alhamdolillah all the kids have been successfully and safely rescued. Great team work by the military, rescue departments, district administration as well as the local people. https://t.co/2gPq2Q51Xi— Anwaar ul Haq Kakar (@anwaar_kakar) August 22, 2023
Pakistan Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Fleiri fréttir Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Sjá meira