Ísafjarðartröllið snýr ekki aftur heim til þess að verða hetjan Aron Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2023 08:00 Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með Tindastól Vísir/Bára Sigurður Gunnar Þorsteinsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta og fjórfaldur Íslandsmeistari snýr aftur á heimaslóðir og leggur liði Vestra á Ísafirði lið í komandi baráttu liðsins í 2.deildinni. Sigurður segist ekki koma inn í lið Vestra til þess að verða einhver hetja, hann ætlar þó leggja sitt á vogarskálarnar til þess að hjálpa til við að byggja félagið upp á nýjan leik „Þessi möguleiki kom upp í byrjun júlí í fjölskyldufríi, hvort að ég gæti hugsað mér að snúa aftur vestur,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Staðan var sú að okkur fjölskyldunni langaði ekki að flytjast búferlum til Reykjavíkur og að sama skapi reyndist það ansi góð tilhugsun að vera nærri fjölskyldunni minni á Ísafirði og því slógum við til.“ Sigurður snýr því aftur á heimaslóðirnar á Ísafirði. Þar hófst ferill hans með liði KFÍ sem nú er orðið að Vestra. Skælbrosandi Sigurður mættur aftur á heimaslóðirnarMynd: Vestri Hvernig er tilfinningin hjá þér fyrir því að snúa aftur heim til Ísafjarðar? „Maður er bæði spenntur og er að upplifa ákveðna nostalgíu tilfinningu fyrir þessu. Það er ákveðin uppbygging í gangi hjá félaginu, uppbygging sem snýr að því að koma félaginu aftur á réttan stað. Að geta hjálpað til við það er spennandi verkefni.“ Vestri, sem hefur verið reglulegur þátttakandi í 1.deild og jafnvel efstu deild, finnur sig nú á fremur ókunnugum slóðum í 2.deild. Fóru aftur í grunninn Stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins óskaði eftir því, sumarið 2022, við mótanefnd KKÍ að fá að færa sig niður um deild í 2.deildina og einblínir félagið nú á að byggja upp lið í kringum kjarna af ungu leikmönnum félagsins í bland við reynslumeiri leikmenn. Í þann hóp virðist Sigurður Gunnar, sem hlaut uppeldi sitt í körfubolta á Ísafirði, smellpassa og mun hann án efa koma að borðinu með reynslu frá sínum atvinnu- og landsliðsferli og miðla til næstu kynslóðar leikmanna á Ísafirði. „Ég er mjög spenntur fyrir því að verða hluti af þessum hóp. Það er kjarni af ungum leikmönnum þarna til staðar og svo verð ég þarna ásamt einum kana. Okkur er falið það verkefni að koma Vestra aftur upp um deild og ég býst við verðugu verkefni fram undan. Þekking mín á 2.deildinni er ekkert svakalega mikil og því veit ég ekki alveg nákvæmlega hvað ég er að fara út í en ég tel það alveg gerlegt fyrir okkur að gera atlögu að 1.deildinni.“ Ekki að fara slaka á Félagsskiptin komu án efa mörgum á óvart en Sigurður Gunnar var hluti af liði Tindastóls sem varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Þú ert ekkert að fara aftur heim til Ísafjarðar til þess að slaka á er það? „Nei alls ekki. Þegar að þessi kostur kom upp á borðið þá virkaði það bara fullkomlega, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig fyrir okkur fjölskylduna, að geta sest að á Ísafirði. Að sama skapi er ég ekkert að koma heim til þess að vera einhver hetja. Ég er að snúa aftur heim til þess að hjálpa til við að byggja upp félagið á nýjan leik en það er ekki bara mitt verkefni. Við þurfum öll að taka höndum saman og ég mun gera mitt í að miðla minni reynslu til yngri leikmanna.“ Vestri Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
„Þessi möguleiki kom upp í byrjun júlí í fjölskyldufríi, hvort að ég gæti hugsað mér að snúa aftur vestur,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Staðan var sú að okkur fjölskyldunni langaði ekki að flytjast búferlum til Reykjavíkur og að sama skapi reyndist það ansi góð tilhugsun að vera nærri fjölskyldunni minni á Ísafirði og því slógum við til.“ Sigurður snýr því aftur á heimaslóðirnar á Ísafirði. Þar hófst ferill hans með liði KFÍ sem nú er orðið að Vestra. Skælbrosandi Sigurður mættur aftur á heimaslóðirnarMynd: Vestri Hvernig er tilfinningin hjá þér fyrir því að snúa aftur heim til Ísafjarðar? „Maður er bæði spenntur og er að upplifa ákveðna nostalgíu tilfinningu fyrir þessu. Það er ákveðin uppbygging í gangi hjá félaginu, uppbygging sem snýr að því að koma félaginu aftur á réttan stað. Að geta hjálpað til við það er spennandi verkefni.“ Vestri, sem hefur verið reglulegur þátttakandi í 1.deild og jafnvel efstu deild, finnur sig nú á fremur ókunnugum slóðum í 2.deild. Fóru aftur í grunninn Stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins óskaði eftir því, sumarið 2022, við mótanefnd KKÍ að fá að færa sig niður um deild í 2.deildina og einblínir félagið nú á að byggja upp lið í kringum kjarna af ungu leikmönnum félagsins í bland við reynslumeiri leikmenn. Í þann hóp virðist Sigurður Gunnar, sem hlaut uppeldi sitt í körfubolta á Ísafirði, smellpassa og mun hann án efa koma að borðinu með reynslu frá sínum atvinnu- og landsliðsferli og miðla til næstu kynslóðar leikmanna á Ísafirði. „Ég er mjög spenntur fyrir því að verða hluti af þessum hóp. Það er kjarni af ungum leikmönnum þarna til staðar og svo verð ég þarna ásamt einum kana. Okkur er falið það verkefni að koma Vestra aftur upp um deild og ég býst við verðugu verkefni fram undan. Þekking mín á 2.deildinni er ekkert svakalega mikil og því veit ég ekki alveg nákvæmlega hvað ég er að fara út í en ég tel það alveg gerlegt fyrir okkur að gera atlögu að 1.deildinni.“ Ekki að fara slaka á Félagsskiptin komu án efa mörgum á óvart en Sigurður Gunnar var hluti af liði Tindastóls sem varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Þú ert ekkert að fara aftur heim til Ísafjarðar til þess að slaka á er það? „Nei alls ekki. Þegar að þessi kostur kom upp á borðið þá virkaði það bara fullkomlega, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig fyrir okkur fjölskylduna, að geta sest að á Ísafirði. Að sama skapi er ég ekkert að koma heim til þess að vera einhver hetja. Ég er að snúa aftur heim til þess að hjálpa til við að byggja upp félagið á nýjan leik en það er ekki bara mitt verkefni. Við þurfum öll að taka höndum saman og ég mun gera mitt í að miðla minni reynslu til yngri leikmanna.“
Vestri Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira