Ísafjarðartröllið snýr ekki aftur heim til þess að verða hetjan Aron Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2023 08:00 Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með Tindastól Vísir/Bára Sigurður Gunnar Þorsteinsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta og fjórfaldur Íslandsmeistari snýr aftur á heimaslóðir og leggur liði Vestra á Ísafirði lið í komandi baráttu liðsins í 2.deildinni. Sigurður segist ekki koma inn í lið Vestra til þess að verða einhver hetja, hann ætlar þó leggja sitt á vogarskálarnar til þess að hjálpa til við að byggja félagið upp á nýjan leik „Þessi möguleiki kom upp í byrjun júlí í fjölskyldufríi, hvort að ég gæti hugsað mér að snúa aftur vestur,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Staðan var sú að okkur fjölskyldunni langaði ekki að flytjast búferlum til Reykjavíkur og að sama skapi reyndist það ansi góð tilhugsun að vera nærri fjölskyldunni minni á Ísafirði og því slógum við til.“ Sigurður snýr því aftur á heimaslóðirnar á Ísafirði. Þar hófst ferill hans með liði KFÍ sem nú er orðið að Vestra. Skælbrosandi Sigurður mættur aftur á heimaslóðirnarMynd: Vestri Hvernig er tilfinningin hjá þér fyrir því að snúa aftur heim til Ísafjarðar? „Maður er bæði spenntur og er að upplifa ákveðna nostalgíu tilfinningu fyrir þessu. Það er ákveðin uppbygging í gangi hjá félaginu, uppbygging sem snýr að því að koma félaginu aftur á réttan stað. Að geta hjálpað til við það er spennandi verkefni.“ Vestri, sem hefur verið reglulegur þátttakandi í 1.deild og jafnvel efstu deild, finnur sig nú á fremur ókunnugum slóðum í 2.deild. Fóru aftur í grunninn Stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins óskaði eftir því, sumarið 2022, við mótanefnd KKÍ að fá að færa sig niður um deild í 2.deildina og einblínir félagið nú á að byggja upp lið í kringum kjarna af ungu leikmönnum félagsins í bland við reynslumeiri leikmenn. Í þann hóp virðist Sigurður Gunnar, sem hlaut uppeldi sitt í körfubolta á Ísafirði, smellpassa og mun hann án efa koma að borðinu með reynslu frá sínum atvinnu- og landsliðsferli og miðla til næstu kynslóðar leikmanna á Ísafirði. „Ég er mjög spenntur fyrir því að verða hluti af þessum hóp. Það er kjarni af ungum leikmönnum þarna til staðar og svo verð ég þarna ásamt einum kana. Okkur er falið það verkefni að koma Vestra aftur upp um deild og ég býst við verðugu verkefni fram undan. Þekking mín á 2.deildinni er ekkert svakalega mikil og því veit ég ekki alveg nákvæmlega hvað ég er að fara út í en ég tel það alveg gerlegt fyrir okkur að gera atlögu að 1.deildinni.“ Ekki að fara slaka á Félagsskiptin komu án efa mörgum á óvart en Sigurður Gunnar var hluti af liði Tindastóls sem varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Þú ert ekkert að fara aftur heim til Ísafjarðar til þess að slaka á er það? „Nei alls ekki. Þegar að þessi kostur kom upp á borðið þá virkaði það bara fullkomlega, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig fyrir okkur fjölskylduna, að geta sest að á Ísafirði. Að sama skapi er ég ekkert að koma heim til þess að vera einhver hetja. Ég er að snúa aftur heim til þess að hjálpa til við að byggja upp félagið á nýjan leik en það er ekki bara mitt verkefni. Við þurfum öll að taka höndum saman og ég mun gera mitt í að miðla minni reynslu til yngri leikmanna.“ Vestri Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
„Þessi möguleiki kom upp í byrjun júlí í fjölskyldufríi, hvort að ég gæti hugsað mér að snúa aftur vestur,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Staðan var sú að okkur fjölskyldunni langaði ekki að flytjast búferlum til Reykjavíkur og að sama skapi reyndist það ansi góð tilhugsun að vera nærri fjölskyldunni minni á Ísafirði og því slógum við til.“ Sigurður snýr því aftur á heimaslóðirnar á Ísafirði. Þar hófst ferill hans með liði KFÍ sem nú er orðið að Vestra. Skælbrosandi Sigurður mættur aftur á heimaslóðirnarMynd: Vestri Hvernig er tilfinningin hjá þér fyrir því að snúa aftur heim til Ísafjarðar? „Maður er bæði spenntur og er að upplifa ákveðna nostalgíu tilfinningu fyrir þessu. Það er ákveðin uppbygging í gangi hjá félaginu, uppbygging sem snýr að því að koma félaginu aftur á réttan stað. Að geta hjálpað til við það er spennandi verkefni.“ Vestri, sem hefur verið reglulegur þátttakandi í 1.deild og jafnvel efstu deild, finnur sig nú á fremur ókunnugum slóðum í 2.deild. Fóru aftur í grunninn Stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins óskaði eftir því, sumarið 2022, við mótanefnd KKÍ að fá að færa sig niður um deild í 2.deildina og einblínir félagið nú á að byggja upp lið í kringum kjarna af ungu leikmönnum félagsins í bland við reynslumeiri leikmenn. Í þann hóp virðist Sigurður Gunnar, sem hlaut uppeldi sitt í körfubolta á Ísafirði, smellpassa og mun hann án efa koma að borðinu með reynslu frá sínum atvinnu- og landsliðsferli og miðla til næstu kynslóðar leikmanna á Ísafirði. „Ég er mjög spenntur fyrir því að verða hluti af þessum hóp. Það er kjarni af ungum leikmönnum þarna til staðar og svo verð ég þarna ásamt einum kana. Okkur er falið það verkefni að koma Vestra aftur upp um deild og ég býst við verðugu verkefni fram undan. Þekking mín á 2.deildinni er ekkert svakalega mikil og því veit ég ekki alveg nákvæmlega hvað ég er að fara út í en ég tel það alveg gerlegt fyrir okkur að gera atlögu að 1.deildinni.“ Ekki að fara slaka á Félagsskiptin komu án efa mörgum á óvart en Sigurður Gunnar var hluti af liði Tindastóls sem varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Þú ert ekkert að fara aftur heim til Ísafjarðar til þess að slaka á er það? „Nei alls ekki. Þegar að þessi kostur kom upp á borðið þá virkaði það bara fullkomlega, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig fyrir okkur fjölskylduna, að geta sest að á Ísafirði. Að sama skapi er ég ekkert að koma heim til þess að vera einhver hetja. Ég er að snúa aftur heim til þess að hjálpa til við að byggja upp félagið á nýjan leik en það er ekki bara mitt verkefni. Við þurfum öll að taka höndum saman og ég mun gera mitt í að miðla minni reynslu til yngri leikmanna.“
Vestri Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira