Talsmaður grísks slökkviliðs greindi frá þessu í dag að því er fram kemur í frétt BBC. Hann segir vísbendingar um að fólkið hafi verið flóttamenn þar sem ekki hafa borist neinar tilkynningar um að einhvers sé saknað. Sérstakt rannsóknarteymi og dánardómstjóri eru nú á leiðinni í Dadia-skóginn þar sem líkin fundust.
Miklir skógareldar hafa geisað í Ecros-héraði, ekki langt frá tyrknesku landamærunum, á síðustu dögum.
Flytja hefur þurft sjúklinga af sjúkrahúsinu í Alexandroupolis þar sem eldarnir hafa nú náð að lóð sjúkrahússins.
Dadia-þjóðgarðurinn er stórt skógi vaxið svæði norður af Alexandroupolis og hafa eldarnir dreift hratt úr sér.
Fjölmargir flóttamenn, meðal annars frá Sýrlandi og öðrum Asíuríkjum, hafa smyglað sér leið inn til Grikklands með því að þvera Evros-fljótið frá Tyrklandi.