Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.

Eldsvoðinn í Hafnarfirði, misheppnaðar efnaskiptaaðgerðir og óbragð á Akranesi verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Fjöldi fólks var sofandi inni þegar eldur kviknaði í húsnæði við Hvaleyrarbraut í gær. Gæludýra er saknað eftir brunann.

Formaður VR hvetur stjórnendur lífeyrissjóðanna til að ígrunda vel hvort Íslandsbanka sé treystandi til að gæta hagsmuna þeirra.

Þess hefur orðið vart að fólk hefur leitað erlendis í efnaskiptaaðgerð en upp komist eftir á að aðgerðin var ekki framkvæmd sem skildi.

Óbragð af drykkjarvatni á Akranesi ætti að heyra sögunni til, nú þegar gróður hefur verið hreinsaður úr lóninu.

Það er í höndum Víkinga að tapa Íslandsmeistaratitli karla í ár; liðið er með 11 stiga forskot á toppi bestu deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×