Staða Lukaku hjá Chelsea sé bæði félaginu og leikmanninum að kenna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. ágúst 2023 11:00 Romelu Lukaku hefur ekki spilað fyrir Chelsea síðan í maí 2022. Robin Jones/Getty Images Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að það sé ekki hægt að kenna félaginu alfarið um hvernig komið sé fyrir belgíska framherjanum Romelu Lukaku. Tvær hliðar séu á málinu. Lukaku, sem var keyptur til Chelsea á 97,5 milljónir punda sumarið 2021, hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í maí á síðasta ári. Hann var á láni hjá Inter á síðasta tímabili, en Chelsea hefur ekki viljað hleypa honum frá félaginu í sumar nema eitthvað félag sé tilbúið að kaupa leikmanninn. „Það eru tvær hliðar á þessu máli,“ sagði Pochettino um framherjann. „Þið getið ekki kennt félaginu alfarið um það hvernig staðan er. Þetta kemur frá báðum hliðum. Staðan er eins og hún er af því að það eru tvær hliðar á málinu.“ 🗣️ Mauricio Pochettino on Romelu Lukaku. "It's two sides. You cannot put it only on the club. The situation is where it is because of two sides. It's like when you have a player in or a player out, it's because both sides arrive to an agreement." pic.twitter.com/m7dsUA0Mxt— Ben Jacobs (@JacobsBen) August 20, 2023 Lukaku gekk fyrst til liðs við Chelsea árið 2011 frá Anderlecht, þá aðeins 18 ára gamall. Hann lék svo með West Brom, Everton, Manchester United og Inter áður en hann gekk aftur í raðir Chelsea árið 2021 þegar félagið gerði hann að dýrasta leikmanni Englands frá upphafi. „Staðan er eins og hún er,“ bætti Pochettino við. „Við [Pochettino og starfsteymi hans] vorum látnir vita af stöðunni hjá hverjum leikmanni fyrir sig þegar við tókum við og þegar við tókum við vorum við með fyrirfram ákveðinn hóp í höndunum. Fyrir mér er þetta augljóst og ekkert hefur breyst.“ „Ef það er eitthvað sem þarf að tilkynna þá sér klúbburinn um það,“ sagði Argentínumaðurinn að lokum. Nú þegar önnur umferð ensku úrvalsdeildarinnar er við það að klárast hefur Lukaku ekki enn fengið treyjunúmer eftir endurkomu sína til Chelsea frá Inter. Eins og staðan er núna horfir hann því fram á að vera úti í kuldanum allt tímabilið nema takist að selja hann áður en félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Sjá meira
Lukaku, sem var keyptur til Chelsea á 97,5 milljónir punda sumarið 2021, hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í maí á síðasta ári. Hann var á láni hjá Inter á síðasta tímabili, en Chelsea hefur ekki viljað hleypa honum frá félaginu í sumar nema eitthvað félag sé tilbúið að kaupa leikmanninn. „Það eru tvær hliðar á þessu máli,“ sagði Pochettino um framherjann. „Þið getið ekki kennt félaginu alfarið um það hvernig staðan er. Þetta kemur frá báðum hliðum. Staðan er eins og hún er af því að það eru tvær hliðar á málinu.“ 🗣️ Mauricio Pochettino on Romelu Lukaku. "It's two sides. You cannot put it only on the club. The situation is where it is because of two sides. It's like when you have a player in or a player out, it's because both sides arrive to an agreement." pic.twitter.com/m7dsUA0Mxt— Ben Jacobs (@JacobsBen) August 20, 2023 Lukaku gekk fyrst til liðs við Chelsea árið 2011 frá Anderlecht, þá aðeins 18 ára gamall. Hann lék svo með West Brom, Everton, Manchester United og Inter áður en hann gekk aftur í raðir Chelsea árið 2021 þegar félagið gerði hann að dýrasta leikmanni Englands frá upphafi. „Staðan er eins og hún er,“ bætti Pochettino við. „Við [Pochettino og starfsteymi hans] vorum látnir vita af stöðunni hjá hverjum leikmanni fyrir sig þegar við tókum við og þegar við tókum við vorum við með fyrirfram ákveðinn hóp í höndunum. Fyrir mér er þetta augljóst og ekkert hefur breyst.“ „Ef það er eitthvað sem þarf að tilkynna þá sér klúbburinn um það,“ sagði Argentínumaðurinn að lokum. Nú þegar önnur umferð ensku úrvalsdeildarinnar er við það að klárast hefur Lukaku ekki enn fengið treyjunúmer eftir endurkomu sína til Chelsea frá Inter. Eins og staðan er núna horfir hann því fram á að vera úti í kuldanum allt tímabilið nema takist að selja hann áður en félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.
Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Sjá meira