Innlent

Yfir tuttugu sam­tök lýsa þungum á­hyggjum og boða ráð­herra á fund

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sem eru ein samtakanna sem leggja nafn sitt undir tilkynninguna.
Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sem eru ein samtakanna sem leggja nafn sitt undir tilkynninguna. Vísir/Egill

Yfir tuttugu fé­laga­sam­tök lýsa þungum á­hyggjum af mjög al­var­legri stöðu sem upp sé komin í mál­efnum fólks á flótta, sem vísað hafi verið úr allri þjónustu opin­berra aðila eftir nei­kvæða niður­stöðu um­sóknar um vernd á báðum stjórn­sýslu­stigum. Þetta kemur fram í til­kynningu þar sem sam­tökin boða til sam­ráðs­fundar næst­komandi mánu­dag.

Í til­kynningunni segir enn­fremur að af­drif flótta­fólksins, öryggi og mann­leg reisn séu í hættu. Sam­tökin harmi að ekki skuli hafa verið tekið til­lit til í­trekaðra varnaðar­orða varðandi af­leiðingar nýrra laga­á­kvæða. Þá segir í til­kynningunni að mikill vafi leiki á að fram­kvæmdin standist þær mann­réttinda­skuld­bindingar sem ís­lensk stjórn­völd hafi undir­gengist.

„Margt sem ráða­menn hafa sagt í þessari um­ræðu er villandi, ó­ljóst og byggir á skorti á upp­lýsingum um raun­veru­lega stöðu fólksins. Sam­tökin skora á yfir­völd að tryggja öryggi þessa hóps, mann­réttindi og grunnað­stoð með virku sam­ráði við hjálpar- og mann­réttinda­sam­tök.“

Því boði neðan­greind sam­tök stjórn­völd til sam­ráðs­fundar næst­komandi mánu­dag, 21. ágúst kl. 17:00. Fundurinn fer fram í sal Hjálp­ræðis­hersins á Suður­lands­braut 72 og hefur sér­stak­lega verið óskað eftir við­veru hlutað­eig­andi ráð­herra í ríkis­stjórn Ís­lands.

Fé­laga­sam­tökin sem leggja nafn sitt undir yfir­lýsinguna eru:

Barna­heill

Biskup Ís­lands

FTA - fé­lag tals­manna um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd

Geð­hjálp

GETA hjálpar­sam­tök

Hjálpar­starf kirkjunnar

Hjálp­ræðis­herinn á Ís­landi

Ís­lands­deild Am­ne­sty International

Kven­réttinda­fé­lag Ís­lands

Mann­réttinda­skrif­stofa Ís­lands

No Boar­ders

Prestar inn­flytj­enda, Þjóð­kirkjunnni

Rauði krossinn á Ís­landi

Réttur barna á flótta

Sam­hjálp

Sam­tökin 78

Solaris

Stíga­mót

UNICEF á Ís­landi

UN Wo­men á Ís­landi

W.O.M.E.N. – sam­tök kvenna af er­lendum upp­runa

Þroska­hjálp

ÖBÍ - heildar­sam­tök fatlaðs fólks á Ís­landi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×