„Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 19:45 Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson ásamt umboðsmanninum Magnúsi Agnari Magnússyni. Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er genginn í raðir belgíska félagsins Eupen frá Íslendingaliðinu Lyngby í Danmörku. Hann segist spenntur að komast aftur í belgísku deildina. Alfreð skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og þurfti Eupen að greiða 2 milljónir danskar krónur fyrir framherjann eða því sem samsvarar tæplega 39 milljónir íslenskra króna. „Þetta kom mjög fljótt upp í lok síðustu viku. Ég framlengdi samning minn í sumar við Lyngby og maður var með fullan huga við það að vera þar áfram og ekki í neinum hugleiðingum að fara. Svo þegar þetta kemur upp þá er tenging við Guðlaug Victor og ég þekki þjálfarann frá Þýskalandi. Og að geta farið í aðeins sterkari deil og svo spilaði stóra rullu að fá tveggja ára samning,“ segir Alfreð í samtali við fréttastofu. Atvinnumannaferill Alfreðs spannar tólf ár og er Eupen annað liðið í Belgíu sem hann leikur fyrir, en hann gekk í raðir Lokeren frá Breiðabliki árið 2011. Á ferli sínum í atvinnumennsku hefur hann einnig leikið fyrir lið á borð við Heerenven í Hollandi, Real Sociedad á Spáni, Olympiakos í Grikklandi og Augsburg í Þýskalandi. Og nú síðast hjá Lyngby. Frábær klúbbur fyrir unga „Ég var ekki að leitast eftir því að fara frá Lyngby, alls ekki. Vinnuumhverfið þar er frábært þó það sé alveg hægt að bæta eitthvað. Þeir vita alveg hvar þeir standa í fæðukeðjunni og þetta er frábær klúbbur fyrir unga leikmenn.“ Andri Lucas Guðjohnsen gekk í raðir Lyngby á láni fyrr í dag og mun því að öllum líkindum taka við stöðu Alfreðs hjá félaginu. „Sævar og Kolli munu taka mjög vel á móti Andra Lucasi og hann fyllir upp í Íslendingakvótann þarna, það verða allavega að vera þrír svo dæmið gangi upp. Þetta er frábær staður fyrir hann að vera með Freysa og hann mun eiga gott tímabil og skora sín mörk.“ Hjá Eupen hittir Alfreð fyrir samherja sinn hjá íslenska landsliðinu en Guðlaugur Victor Pálsson gekk nýverið í raðir félagsins frá DC United. Þeir hafa áður spilað saman hjá félagsliði, í yngri flokkum Fjölnis. „Ég og Gulli höfðum þekkst síðan við vorum átta, níu ára. Við ólumst báðir upp í Grafarvoginum og spiluðum saman í Fjölni í gamla daga. Þetta hefur sennilega verið í kringum árið 2000 eða eitthvað svoleiðis. Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu, að við værum báðir yfir þrítugt að spila saman fyrir Eupen.“ Fótbolti Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Alfreð skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og þurfti Eupen að greiða 2 milljónir danskar krónur fyrir framherjann eða því sem samsvarar tæplega 39 milljónir íslenskra króna. „Þetta kom mjög fljótt upp í lok síðustu viku. Ég framlengdi samning minn í sumar við Lyngby og maður var með fullan huga við það að vera þar áfram og ekki í neinum hugleiðingum að fara. Svo þegar þetta kemur upp þá er tenging við Guðlaug Victor og ég þekki þjálfarann frá Þýskalandi. Og að geta farið í aðeins sterkari deil og svo spilaði stóra rullu að fá tveggja ára samning,“ segir Alfreð í samtali við fréttastofu. Atvinnumannaferill Alfreðs spannar tólf ár og er Eupen annað liðið í Belgíu sem hann leikur fyrir, en hann gekk í raðir Lokeren frá Breiðabliki árið 2011. Á ferli sínum í atvinnumennsku hefur hann einnig leikið fyrir lið á borð við Heerenven í Hollandi, Real Sociedad á Spáni, Olympiakos í Grikklandi og Augsburg í Þýskalandi. Og nú síðast hjá Lyngby. Frábær klúbbur fyrir unga „Ég var ekki að leitast eftir því að fara frá Lyngby, alls ekki. Vinnuumhverfið þar er frábært þó það sé alveg hægt að bæta eitthvað. Þeir vita alveg hvar þeir standa í fæðukeðjunni og þetta er frábær klúbbur fyrir unga leikmenn.“ Andri Lucas Guðjohnsen gekk í raðir Lyngby á láni fyrr í dag og mun því að öllum líkindum taka við stöðu Alfreðs hjá félaginu. „Sævar og Kolli munu taka mjög vel á móti Andra Lucasi og hann fyllir upp í Íslendingakvótann þarna, það verða allavega að vera þrír svo dæmið gangi upp. Þetta er frábær staður fyrir hann að vera með Freysa og hann mun eiga gott tímabil og skora sín mörk.“ Hjá Eupen hittir Alfreð fyrir samherja sinn hjá íslenska landsliðinu en Guðlaugur Victor Pálsson gekk nýverið í raðir félagsins frá DC United. Þeir hafa áður spilað saman hjá félagsliði, í yngri flokkum Fjölnis. „Ég og Gulli höfðum þekkst síðan við vorum átta, níu ára. Við ólumst báðir upp í Grafarvoginum og spiluðum saman í Fjölni í gamla daga. Þetta hefur sennilega verið í kringum árið 2000 eða eitthvað svoleiðis. Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu, að við værum báðir yfir þrítugt að spila saman fyrir Eupen.“
Fótbolti Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira