Telja vatnið á Akranesi öruggt þrátt fyrir óbragð Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 15:07 Drykkjarvatn á Akranesi kemur bæði frá lóni og borholum. Óbragðið hefur greinst víða um bæinn án sjáanlegs mynsturs. Vísir/Vilhelm Engar skaðlegar örverur fundust í sýnum sem voru tekin úr drykkjarvatni á Akranesi í gær eftir að íbúar kvörtuðu undan óbragði af því. Forstöðumaður hjá Veitum segir leit standa yfir að orsökum óbragðsins í lóni í nágrenni bæjarins. Tilkynningar um óbragð af vatni tóku að berast Veitum á miðvikudag. Í íbúahópi á Facebook-lýsa sumir bragðinu sem „myglubragði“. Sýni voru tekin í gær og send í ræktun en engar skaðlegar örverur komu í ljós. Veitur telja því í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að vatnið sé öruggt til neyslu, að sögn Rúnar Ingvarsdóttir, upplýsingafulltrúa Veitna. „Úr þessum sýnatökum kemur í raun það fram að þarna er ekkert hættulegt á ferðinni en engu að síður eru bragðgæðin ekki eins og við viljum hafa þau,“ segir Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum. Sérfræðingar Veitna hafa leitað að uppruna óbragðsins í gær og í dag. Þeir telja sig hafa rakið hann til lóns við Berjadalsá í hlíðum Akrafjalls. Jón Trausti segir að sýnin hafi verið tekin beggja vegna við lýsingartæki sem baðar vatnið úr lóninu í útfjólubláuljósi sem deyðir örverur. Sjálfur smakkaði Jón Trausti vatnið og lýsir bragðinu sem moldarbragði. „Við vonumst til þess að geta verið komin með greinarbetri mynd á það áður en dagurinn er á enda,“ segir Jón Trausti um rannsóknina á lóninu. Í því skyni verða myndavélar sendar ofan í lónið til þess að greina ástandið í því í dag. Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum.Aðsend Stenst öll gæðaviðmið fyrir matvæli Jón Trausti segist hafa mikinn skilning á því að fólk finnist óþægilegt að finna óbragð af drykkjarvatninu. Fyrsta sem hafi verið gert hafi verið að tryggja að ekkert hættulegt væri á ferðinni. Bragðfrávikið sé þó augljóst. „Sýnin virðist standast öll þau gæðaviðmið sem við setjum varðandi matvæli því vatnið sem kemur frá okkur er vottuð matvara. Það er ekkert sem er utan þeirra viðmiða sem gilda um það hvort vatn sé neysluhæft eða ekki. En það er þetta gæðafrávik sem snýr að bragðgæðum og það viljum við gjarnan laga og erum að vinna í,“ segir hann. Vatn Heilbrigðismál Akranes Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Tilkynningar um óbragð af vatni tóku að berast Veitum á miðvikudag. Í íbúahópi á Facebook-lýsa sumir bragðinu sem „myglubragði“. Sýni voru tekin í gær og send í ræktun en engar skaðlegar örverur komu í ljós. Veitur telja því í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að vatnið sé öruggt til neyslu, að sögn Rúnar Ingvarsdóttir, upplýsingafulltrúa Veitna. „Úr þessum sýnatökum kemur í raun það fram að þarna er ekkert hættulegt á ferðinni en engu að síður eru bragðgæðin ekki eins og við viljum hafa þau,“ segir Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum. Sérfræðingar Veitna hafa leitað að uppruna óbragðsins í gær og í dag. Þeir telja sig hafa rakið hann til lóns við Berjadalsá í hlíðum Akrafjalls. Jón Trausti segir að sýnin hafi verið tekin beggja vegna við lýsingartæki sem baðar vatnið úr lóninu í útfjólubláuljósi sem deyðir örverur. Sjálfur smakkaði Jón Trausti vatnið og lýsir bragðinu sem moldarbragði. „Við vonumst til þess að geta verið komin með greinarbetri mynd á það áður en dagurinn er á enda,“ segir Jón Trausti um rannsóknina á lóninu. Í því skyni verða myndavélar sendar ofan í lónið til þess að greina ástandið í því í dag. Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum.Aðsend Stenst öll gæðaviðmið fyrir matvæli Jón Trausti segist hafa mikinn skilning á því að fólk finnist óþægilegt að finna óbragð af drykkjarvatninu. Fyrsta sem hafi verið gert hafi verið að tryggja að ekkert hættulegt væri á ferðinni. Bragðfrávikið sé þó augljóst. „Sýnin virðist standast öll þau gæðaviðmið sem við setjum varðandi matvæli því vatnið sem kemur frá okkur er vottuð matvara. Það er ekkert sem er utan þeirra viðmiða sem gilda um það hvort vatn sé neysluhæft eða ekki. En það er þetta gæðafrávik sem snýr að bragðgæðum og það viljum við gjarnan laga og erum að vinna í,“ segir hann.
Vatn Heilbrigðismál Akranes Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira