Réttlæti hins sterka, úrelt dómskerfi Jörgen Ingimar Hansson skrifar 18. ágúst 2023 11:31 Árið 1970 er mér sérstaklega minnisstætt vegna þess að þá var ég að hefja störf að loknu námi erlendis og var einmitt að átta mig á vinnumarkaðnum hér á landi. Þegar ég kom í dómsal fyrir nokkrum árum fannst mér dómarar og lögmenn haga sér eins og árið 1970 væri enn við lýði. Munnlegur framburður fannst mér sérstaklega áberandi í dómsal. Bæði var hann umfangsmikill í löggjöfinni frá Alþingi og framkvæmdin á þann veg í höndum dómskerfisins. Sérstakur ritari var í hverju þinghaldi í dómsal sem vélritaði fundargerðina eins og gert var fyrir 30-100 árum síðan. Yfirleitt voru engar ákvarðanir teknar eða gögn lögð fram nema málflytjendur og dómari hittust í þinghaldi í dómsal. Dómarinn tók einungis við frumritum en ekki afritum. Skjal sem prentað var úr tölvu og lagt fram í dómsal í pappírsformi var talið frumrit en sama skjal sem sent var í tölvupósti var talið afrit. Þetta gat dregið mál sem nam vikum. Málskjöl til efra dómstigs voru lögð fram í doðröntum sem prentaðir voru í prentsmiðjum þótt málskjöl í tölvum væru farin að henta betur til yfirlestrar. Enn var hið svokallaða réttarhlé við lýði, sem þýddi að engin mál voru tekin fyrir í júlí og ágúst þótt sumarfrí hjá málflytjendum og öllum þorra fólks væru farin að dreifast á árið í miklum mæli einkum vegna ferða til suðrænna landa. Í Hæstarétti voru notuð sendibréf til orðsendinga. Vitnaleiðslur voru hljóðritaðar en ekki málflutningur. Mér hefur reynst ómögulegt að fá upplýsingar um hvers vegna. Vitnaleiðslur þeirra sem áttu í erfiðleikum með að mæta í réttarsal voru einungis símleiðis en alls ekki í fjarfundaformi. Hvert þinghald kostaði hvorn aðila dómsmálsins fyrir sig yfirleitt marga tugi þúsunda króna í hvert skipti þó þau stæðu aðeins yfir í tuttugu til þrjátíu mínútur að meðaltali. Tíminn sem fór í bílferðir málflytjenda til og frá dómhúsinu kostuðu nefnilega einnig sitt. Í dómsmálinu sem ég notaði sem yfirgripsmikið dæmi í nýlegri bók minni, Réttur hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi, voru um 50 þinghöld. Augljóst er að milljónirnar voru fljótar að telja bara út af þessu sem var nauðsyn fyrir mörgum árum en er það ekki lengur í sama mæli. Það versta er að þetta gamla viðhorf í lögunum hefur áhrif á hugsunarhátt í dómum og val á eðlilegum sönnunargögnum sem getur leitt til dóma þar sem réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi eru víðsfjarri.Sem dæmi um þetta er að niðurstöður rannsókna á undirritunum eru í dómskerfinu ennþá talin jafngild bankafærslum. Núna fara öll viðskipti fram í gegnum banka, að minnsta kosti þau sem eitthvað kveður að og ekki eru í ætt við fíkniefni. Þar eru greiðslan sjálf og tímaskráningin á henni í sömu færslunni. Fullyrða má að þessi bankafærsla sé yfirgnæfandi mikilvægara sönnunargagn en undirritun. Hana má telja alveg örugga og tekur yfirleitt í mesta lagi klukkustundir að ná til hennar. Nái viðkomandi af einhverjum ástæðum ekki sjálfur til hennar geymir bankinn hana í sjö ár. Eftir minni bestu vitneskju jafngildir það að neita að leggja slíkt sönnunargagn fram viðurkenningu á því að engin greiðsla hafi yfir höfuð átt sér stað. Þessi breyting á viðskiptaháttum virðist hins vegar hafa farið fram hjá dómskerfinu. Niðurstöður rannsókna á undirritunum eru ekki öruggar. Það tekur mánuði eða jafnvel ár að fá úrskurð um þær á meðan núverandi reglur dómskerfisins eru við lýði sem gefa aðila dómsmáls tækifæri á því að draga málið á langinn og gera það miklu dýrara sem meðal annars er erfitt þeim sem minna hefur milli handanna. Í ofangreindu dómsmáli töldu þrír sérfræðingar að ákveðnar undirskriftir væru mínar. Hópur annarra sérfræðinga, sem köfuðu dýpra ofan í málið, taldi síðar að það væri í raun sannað að svo væri alls ekki.Auðvitað þýddi ekkert að benda á að áritun á reikninga, sem hefði tíðkast fyrir 50 árum síðan, hefði verið gjörsamlega aflögð enda miðast dómskerfið einmitt við þjóðfélagið á þeim tíma og því ekkert eðlilegra en að miða við það sem þá var venja. Þá er eftir að spyrja hvort ekki þurfi að færa dómsmálin til nútímans. Svarið hlýtur að vera: Svo sannarlega er það höfuðnauðsyn. Núverandi lög eru að nafninu til frá árinu 1991. Þau miðuðust í raun við þjóðfélagið 20-40 árum fyrr (1950-1970). Þau lög voru með öðrum orðum úreld sem nam 20-40 árum þegar þau voru sett. Aldrei má setja lög aftur í tímann sem varða þjóðfélagið sem er að breytast hraðar og hraðar með hverju ári sem líður. Núna er hraði breytinga í þjóðfélaginu þegar orðinn slíkur að mikil nauðsyn er á því að setja ný lög fyrir væntanlegt þjóðfélag. Annars er hætt við að þau verði úreld um leið og þau eru sett. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Tengdar fréttir Réttlæti hins sterka, málskostnaðartrygging og löggeymsla Í þessari grein ætla ég að fjalla um tvær öflugar lagagildrur Alþingis og dómskerfisins sem eingöngu snúa að þeim sem lenda í dómsmáli og hafa lítið fé milli handanna, það er málskostnaðartryggingu og löggeymslugerð. 10. ágúst 2023 12:31 Réttlæti hins sterka Yfirvofandi útburður pólskrar fjölskyldu og sala á húsi í eigu þeirra og skyndigróði fyrirtækis af harmleiknum hefur vakið viðbrögð almennings sem kemst við vegna harðneskjulegrar valdbeitingar yfirvalda gagnvart lítilmagna. 5. júlí 2023 14:01 Réttlæti hins sterka: Dómsmál sem þanin eru út Í grein sem birtist hér í Vísi snemma í júlí hélt ég því fram að hinn fjárhagslega sterki ætti auðvelt með að blása út dómsmál og gera þau þannig miklu dýrari fyrir þann sem hefur minna milli handanna. Nógu rándýr væru þau samt og erfitt fjárhagslega að standa í málarekstri þótt kostnaðurinn væri ekki margfaldaður með því. Nú langar mig til þess að útskýra það nánar. 4. ágúst 2023 11:31 Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Sjá meira
Árið 1970 er mér sérstaklega minnisstætt vegna þess að þá var ég að hefja störf að loknu námi erlendis og var einmitt að átta mig á vinnumarkaðnum hér á landi. Þegar ég kom í dómsal fyrir nokkrum árum fannst mér dómarar og lögmenn haga sér eins og árið 1970 væri enn við lýði. Munnlegur framburður fannst mér sérstaklega áberandi í dómsal. Bæði var hann umfangsmikill í löggjöfinni frá Alþingi og framkvæmdin á þann veg í höndum dómskerfisins. Sérstakur ritari var í hverju þinghaldi í dómsal sem vélritaði fundargerðina eins og gert var fyrir 30-100 árum síðan. Yfirleitt voru engar ákvarðanir teknar eða gögn lögð fram nema málflytjendur og dómari hittust í þinghaldi í dómsal. Dómarinn tók einungis við frumritum en ekki afritum. Skjal sem prentað var úr tölvu og lagt fram í dómsal í pappírsformi var talið frumrit en sama skjal sem sent var í tölvupósti var talið afrit. Þetta gat dregið mál sem nam vikum. Málskjöl til efra dómstigs voru lögð fram í doðröntum sem prentaðir voru í prentsmiðjum þótt málskjöl í tölvum væru farin að henta betur til yfirlestrar. Enn var hið svokallaða réttarhlé við lýði, sem þýddi að engin mál voru tekin fyrir í júlí og ágúst þótt sumarfrí hjá málflytjendum og öllum þorra fólks væru farin að dreifast á árið í miklum mæli einkum vegna ferða til suðrænna landa. Í Hæstarétti voru notuð sendibréf til orðsendinga. Vitnaleiðslur voru hljóðritaðar en ekki málflutningur. Mér hefur reynst ómögulegt að fá upplýsingar um hvers vegna. Vitnaleiðslur þeirra sem áttu í erfiðleikum með að mæta í réttarsal voru einungis símleiðis en alls ekki í fjarfundaformi. Hvert þinghald kostaði hvorn aðila dómsmálsins fyrir sig yfirleitt marga tugi þúsunda króna í hvert skipti þó þau stæðu aðeins yfir í tuttugu til þrjátíu mínútur að meðaltali. Tíminn sem fór í bílferðir málflytjenda til og frá dómhúsinu kostuðu nefnilega einnig sitt. Í dómsmálinu sem ég notaði sem yfirgripsmikið dæmi í nýlegri bók minni, Réttur hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi, voru um 50 þinghöld. Augljóst er að milljónirnar voru fljótar að telja bara út af þessu sem var nauðsyn fyrir mörgum árum en er það ekki lengur í sama mæli. Það versta er að þetta gamla viðhorf í lögunum hefur áhrif á hugsunarhátt í dómum og val á eðlilegum sönnunargögnum sem getur leitt til dóma þar sem réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi eru víðsfjarri.Sem dæmi um þetta er að niðurstöður rannsókna á undirritunum eru í dómskerfinu ennþá talin jafngild bankafærslum. Núna fara öll viðskipti fram í gegnum banka, að minnsta kosti þau sem eitthvað kveður að og ekki eru í ætt við fíkniefni. Þar eru greiðslan sjálf og tímaskráningin á henni í sömu færslunni. Fullyrða má að þessi bankafærsla sé yfirgnæfandi mikilvægara sönnunargagn en undirritun. Hana má telja alveg örugga og tekur yfirleitt í mesta lagi klukkustundir að ná til hennar. Nái viðkomandi af einhverjum ástæðum ekki sjálfur til hennar geymir bankinn hana í sjö ár. Eftir minni bestu vitneskju jafngildir það að neita að leggja slíkt sönnunargagn fram viðurkenningu á því að engin greiðsla hafi yfir höfuð átt sér stað. Þessi breyting á viðskiptaháttum virðist hins vegar hafa farið fram hjá dómskerfinu. Niðurstöður rannsókna á undirritunum eru ekki öruggar. Það tekur mánuði eða jafnvel ár að fá úrskurð um þær á meðan núverandi reglur dómskerfisins eru við lýði sem gefa aðila dómsmáls tækifæri á því að draga málið á langinn og gera það miklu dýrara sem meðal annars er erfitt þeim sem minna hefur milli handanna. Í ofangreindu dómsmáli töldu þrír sérfræðingar að ákveðnar undirskriftir væru mínar. Hópur annarra sérfræðinga, sem köfuðu dýpra ofan í málið, taldi síðar að það væri í raun sannað að svo væri alls ekki.Auðvitað þýddi ekkert að benda á að áritun á reikninga, sem hefði tíðkast fyrir 50 árum síðan, hefði verið gjörsamlega aflögð enda miðast dómskerfið einmitt við þjóðfélagið á þeim tíma og því ekkert eðlilegra en að miða við það sem þá var venja. Þá er eftir að spyrja hvort ekki þurfi að færa dómsmálin til nútímans. Svarið hlýtur að vera: Svo sannarlega er það höfuðnauðsyn. Núverandi lög eru að nafninu til frá árinu 1991. Þau miðuðust í raun við þjóðfélagið 20-40 árum fyrr (1950-1970). Þau lög voru með öðrum orðum úreld sem nam 20-40 árum þegar þau voru sett. Aldrei má setja lög aftur í tímann sem varða þjóðfélagið sem er að breytast hraðar og hraðar með hverju ári sem líður. Núna er hraði breytinga í þjóðfélaginu þegar orðinn slíkur að mikil nauðsyn er á því að setja ný lög fyrir væntanlegt þjóðfélag. Annars er hætt við að þau verði úreld um leið og þau eru sett. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Réttlæti hins sterka, málskostnaðartrygging og löggeymsla Í þessari grein ætla ég að fjalla um tvær öflugar lagagildrur Alþingis og dómskerfisins sem eingöngu snúa að þeim sem lenda í dómsmáli og hafa lítið fé milli handanna, það er málskostnaðartryggingu og löggeymslugerð. 10. ágúst 2023 12:31
Réttlæti hins sterka Yfirvofandi útburður pólskrar fjölskyldu og sala á húsi í eigu þeirra og skyndigróði fyrirtækis af harmleiknum hefur vakið viðbrögð almennings sem kemst við vegna harðneskjulegrar valdbeitingar yfirvalda gagnvart lítilmagna. 5. júlí 2023 14:01
Réttlæti hins sterka: Dómsmál sem þanin eru út Í grein sem birtist hér í Vísi snemma í júlí hélt ég því fram að hinn fjárhagslega sterki ætti auðvelt með að blása út dómsmál og gera þau þannig miklu dýrari fyrir þann sem hefur minna milli handanna. Nógu rándýr væru þau samt og erfitt fjárhagslega að standa í málarekstri þótt kostnaðurinn væri ekki margfaldaður með því. Nú langar mig til þess að útskýra það nánar. 4. ágúst 2023 11:31
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun