Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 10:58 Bílaröð við bensínstöð við eina veginn suður frá Yellowknife í Norðurvesturhéruðum Kanada. AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. Hundruð elda brenna nú í strjálbýlum Norðvesturhéruðunum en einn þeirra stefnir á Yellowknife. Hann var um sextán kílómetra frá norðurenda bæjarins í gær. Slökkviliðsflugvélar eru nú notaðar til þess að sleppa vatni á eldinn við Yellowknife úr lofti. Hermenn vinna jafnframt að því að ryðja skóg til þess að hefta útbreiðslu eldsins. Yfirvöld óttuðust að sterkur norðlægur vindur ætti eftir að beina eldinum að einu hraðbrautinni sem liggur burt frá eldunum. Bíll við bíl var á hraðbrautinni þegar bæjarbúar komu sér undan áður en frestur til þess rennur út í hádeginu að staðartíma í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fimmtán hundruð manns voru fluttir burt með tíu flugvélum í gær. Í dag stendur til að flytja 1.800 manns til viðbótar í 22 flugferðum. Rebecca Alty, bæjarstjóri í Yellowknife, sagði að eldurinn sjálfur væri ekki eina áhyggjuefnið. „Í ljósi þykks reyks sem er á leiðinni hvetjum við alla íbúa til þess að yfirgefa bæinn eins fljótt og hægt er,“ sagði Alty í gær. Hermenn gerðu rjóður til þess að freista þess að hægja á eldinum sem brennur við Yellowknife á miðvikudag.AP/Master Cpl. Alana Morin/Kanadíski herinn/The Canadian Press/A Óvenjulegir þurrkar Eldarnir hafa nú þegar valdið miklu tjóni í Norðvesturhéruðunum. Smábærinn Enterprise brann nánast til grunna en ekkert manntjón varð þó. Um 6.800 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í héraðinu. Shane Thompson, umhverfisráðherra Norðvesturhéraðanna, segir að útlit sé fyrir að allt að 65 prósent um 46.000 íbúa fylkisins þurfi að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þremur fjöldahjálpastöðvum hefur verið komið upp fyrir flóttafólkið í nágrannaríkinu Alberta. Um 1.100 kílómetra leið er frá Yellowknife að þeirri sem er næst. Metfjöldi gróðurelda geisar nú í Kanada. Það sem af er ári hafa fleiri en 5.700 eldar kviknað og brennt meira en 137.000 ferkílómetra lands víðs vegar um landið. Í gærkvöldi geisuðu enn 1.046 eldar, um helmingur þeirra stjórnlaust. Yfirvöld segja að langvarandi þurrkur eigi þátt í fjölda og ákafa eldanna í ár. Hitabylgjur hafa bætt gráu ofan á svart. Óvenjuþurrt hefur verið víða um Kanada. Frestur til þess að rýma Yellowknife er til hádegis í dag. Íbúar voru þó hvattir til að koma sér burt tímanalega af ótta við að eldur eða reykur gæti tept einu leiðina út úr bænum til suðurs.AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Veit ekki hvort hún komi heim aftur Bílalestin frá Yellowknife var löng í gær. Linda Croft, starfsmaður bensínstöðvar um þrjú hundruð kílómetra suður af bænum segir að röðin eftir eldsneyti þar hafi verið mögnuð. „Það sér ekki fyrir endann á henni,“ sagði Croft við AP. Angela Canning, íbúi Yellowknife, pakkaði mikilvægum skjölum, munum með tilfiningalegt gildi og nauðsynjum í húsbíl sinn með tveimur hundum sínum. Eiginmaður hennar varð eftir sem nauðsynlegur starfsmaður. „Ég er virkilega kvíðin og hrædd. Ég er í uppnámi, ég er í áfalli. Ég veit ekki hvað bíður mín þegar ég kem aftur heim eða hvort ég komi heim, Það er svo mikil óvissa hérna,“ sagði hún. Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Hundruð elda brenna nú í strjálbýlum Norðvesturhéruðunum en einn þeirra stefnir á Yellowknife. Hann var um sextán kílómetra frá norðurenda bæjarins í gær. Slökkviliðsflugvélar eru nú notaðar til þess að sleppa vatni á eldinn við Yellowknife úr lofti. Hermenn vinna jafnframt að því að ryðja skóg til þess að hefta útbreiðslu eldsins. Yfirvöld óttuðust að sterkur norðlægur vindur ætti eftir að beina eldinum að einu hraðbrautinni sem liggur burt frá eldunum. Bíll við bíl var á hraðbrautinni þegar bæjarbúar komu sér undan áður en frestur til þess rennur út í hádeginu að staðartíma í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fimmtán hundruð manns voru fluttir burt með tíu flugvélum í gær. Í dag stendur til að flytja 1.800 manns til viðbótar í 22 flugferðum. Rebecca Alty, bæjarstjóri í Yellowknife, sagði að eldurinn sjálfur væri ekki eina áhyggjuefnið. „Í ljósi þykks reyks sem er á leiðinni hvetjum við alla íbúa til þess að yfirgefa bæinn eins fljótt og hægt er,“ sagði Alty í gær. Hermenn gerðu rjóður til þess að freista þess að hægja á eldinum sem brennur við Yellowknife á miðvikudag.AP/Master Cpl. Alana Morin/Kanadíski herinn/The Canadian Press/A Óvenjulegir þurrkar Eldarnir hafa nú þegar valdið miklu tjóni í Norðvesturhéruðunum. Smábærinn Enterprise brann nánast til grunna en ekkert manntjón varð þó. Um 6.800 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í héraðinu. Shane Thompson, umhverfisráðherra Norðvesturhéraðanna, segir að útlit sé fyrir að allt að 65 prósent um 46.000 íbúa fylkisins þurfi að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þremur fjöldahjálpastöðvum hefur verið komið upp fyrir flóttafólkið í nágrannaríkinu Alberta. Um 1.100 kílómetra leið er frá Yellowknife að þeirri sem er næst. Metfjöldi gróðurelda geisar nú í Kanada. Það sem af er ári hafa fleiri en 5.700 eldar kviknað og brennt meira en 137.000 ferkílómetra lands víðs vegar um landið. Í gærkvöldi geisuðu enn 1.046 eldar, um helmingur þeirra stjórnlaust. Yfirvöld segja að langvarandi þurrkur eigi þátt í fjölda og ákafa eldanna í ár. Hitabylgjur hafa bætt gráu ofan á svart. Óvenjuþurrt hefur verið víða um Kanada. Frestur til þess að rýma Yellowknife er til hádegis í dag. Íbúar voru þó hvattir til að koma sér burt tímanalega af ótta við að eldur eða reykur gæti tept einu leiðina út úr bænum til suðurs.AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Veit ekki hvort hún komi heim aftur Bílalestin frá Yellowknife var löng í gær. Linda Croft, starfsmaður bensínstöðvar um þrjú hundruð kílómetra suður af bænum segir að röðin eftir eldsneyti þar hafi verið mögnuð. „Það sér ekki fyrir endann á henni,“ sagði Croft við AP. Angela Canning, íbúi Yellowknife, pakkaði mikilvægum skjölum, munum með tilfiningalegt gildi og nauðsynjum í húsbíl sinn með tveimur hundum sínum. Eiginmaður hennar varð eftir sem nauðsynlegur starfsmaður. „Ég er virkilega kvíðin og hrædd. Ég er í uppnámi, ég er í áfalli. Ég veit ekki hvað bíður mín þegar ég kem aftur heim eða hvort ég komi heim, Það er svo mikil óvissa hérna,“ sagði hún.
Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42