Umboðsmaður segir heimildir til framsals löggæsluverkefna of rúmar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. ágúst 2023 06:49 Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Umboðsmaður Alþingis hefur sent forseta Alþingis ábendingu þess efnis að orðalag í lögreglulögum um heimildir ríkislögreglustjóra til að fela erlendum ríkisborgurum framkvæmd löggæsluverkefna á Íslandi sé of rúmt. Ábendingunni var komið á framfæri í kjölfar svara frá dómsmálaráðuneytinu vegna fyrirspurna umboðsmanns um erlenda lögreglumenn sem hingað komu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í maí. Í tilkynningu á vef umboðsmanns segir að af svari ráðuneytisins hafi mátt ráða að það teldi orðalag greinar í lögreglulögum sem heimilar framsal verkefna til erlendra aðila ekki of víðtækt en að tekið yrði til athugunar hvort tilefni væri til að setja nánari reglur um samstarf lögreglu við erlend löggæsluyfirvöld og alþjóðastofnanir. „Ekkert kom þó nánar fram um markmið eða efni slíkra reglna né hvort tekið yrði tillit til sjónarmiða í fyrirspurnarbréfi umboðsmanns. Þá er ljóst að ráðuneytið lítur svo á að það hafi verið fyllilega í samræmi við heimildir ríkislögreglustjóra að fela erlendu lögreglumönnunum umrædd verkefni,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður bendir á að heimild ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar sé hins vegar ekki ótakmörkuð. Lögregluvald heyri til kjarna framkvæmdavaldsins og því þurfi að gera ríkari kröfur en ella til framsals slíkra heimilda. „Í ljósi túlkunar ráðuneytisins á ákvæðinu hefur umboðsmaður því sent forseta Alþingis ábendingu þar að lútandi. Orðalag ákvæðisins sé of rúmt og til þess fallið að valda misskilningi um markmið þess og önnur atriði sem við eigi. Samkvæmt lögskýringargögnum hafi verið gert ráð fyrir því að heimild ríkislögreglustjóra, að þessu leyti, kynni að verða nánar afmörkuð með frekari reglum dómsmálaráðherra. Svör ráðuneytisins gæfu ekki tilefni til að ætla að með slíkum reglum, ef þær yrðu settar, yrði sérstaklega tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem umboðsmaður hefði komið á framfæri við það.“ Lögreglan Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Ábendingunni var komið á framfæri í kjölfar svara frá dómsmálaráðuneytinu vegna fyrirspurna umboðsmanns um erlenda lögreglumenn sem hingað komu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í maí. Í tilkynningu á vef umboðsmanns segir að af svari ráðuneytisins hafi mátt ráða að það teldi orðalag greinar í lögreglulögum sem heimilar framsal verkefna til erlendra aðila ekki of víðtækt en að tekið yrði til athugunar hvort tilefni væri til að setja nánari reglur um samstarf lögreglu við erlend löggæsluyfirvöld og alþjóðastofnanir. „Ekkert kom þó nánar fram um markmið eða efni slíkra reglna né hvort tekið yrði tillit til sjónarmiða í fyrirspurnarbréfi umboðsmanns. Þá er ljóst að ráðuneytið lítur svo á að það hafi verið fyllilega í samræmi við heimildir ríkislögreglustjóra að fela erlendu lögreglumönnunum umrædd verkefni,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður bendir á að heimild ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar sé hins vegar ekki ótakmörkuð. Lögregluvald heyri til kjarna framkvæmdavaldsins og því þurfi að gera ríkari kröfur en ella til framsals slíkra heimilda. „Í ljósi túlkunar ráðuneytisins á ákvæðinu hefur umboðsmaður því sent forseta Alþingis ábendingu þar að lútandi. Orðalag ákvæðisins sé of rúmt og til þess fallið að valda misskilningi um markmið þess og önnur atriði sem við eigi. Samkvæmt lögskýringargögnum hafi verið gert ráð fyrir því að heimild ríkislögreglustjóra, að þessu leyti, kynni að verða nánar afmörkuð með frekari reglum dómsmálaráðherra. Svör ráðuneytisins gæfu ekki tilefni til að ætla að með slíkum reglum, ef þær yrðu settar, yrði sérstaklega tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem umboðsmaður hefði komið á framfæri við það.“
Lögreglan Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira