Metdagur í pizzasölu hjá Domino's Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. ágúst 2023 08:44 Garðbæingar voru sólgnir í Domino's-pizzu eins og aðrir. Vísir/Nanna Guðrún Domino's á Íslandi fagnaði í gær þrjátíu ára afmæli með því að bjóða upp á verð frá 1993. Eftirspurnin var slík að loka þurfti fyrir pantanir klukkan hálf sjö en þá var biðtími sums staðar kominn upp í þrjá klukkutíma. Aldrei hafa selst jafn margar pizzur og í gær. Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s á Íslandi, segir í samtali við Vísi að enn sé verið að taka saman endanlegar tölur um söluna í gær en að áætlað sé að rúmlega 25 þúsund pítsur hafi verið seldar. Þá segir hann að gærdagurinn hafi verið sá stærsti frá upphafi, jafnt í fjölda pantana og fjölda pizza. Magnið sé einsdæmi á þrjátíu árum. Aðspurður um hvaða pítsur hafi verið vinsælastar í gær segir Magnús að það hafi verið mjög blandað en að útlit sé fyrir að Domino's Extra og Domino's Pepperoni hafi verið vinsælastar. Boðið var upp á átta pítsur sem voru á upprunalegum matseðli Domino's þegar opnaði 16. ágúst árið 1993. Einhverjar vörur verði ekki fáanlegar Magnús segist harma langa bið og þá staðreynd að allir hafi ekki náð að panta sér pizzu. Hins vegar hafi Domino's einfaldlega orðið uppiskroppa með deig og því ekki getað selt fleiri pizzur. Einnig segir hann að vegna mikillar eftirspurnar í gær megi reikna með að einhverjar vörur verði ekki fáanlegar í dag. Þá kemur fram að í næstu viku muni Domino's halda áfram að fagna afmælinu með sérstakri afmælis-Megaviku þar sem bryddað verður upp á ýmsu óhefðbundnu í tilefni afmælisins. Í fréttatilkynningu frá Domino's segir að reikna megi með því að um það bil fjórði hver landsmaður hafi gætt sér á pizzu frá Domino's í gær. Það er býsna erfitt að sannreyna slíkar yfirlýsingar, sérstaklega þegar sölutölur liggja ekki fyrir. En það hafa greinilega margir gætt sér á Domino's-pizzu í gær. Matur Veitingastaðir Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s á Íslandi, segir í samtali við Vísi að enn sé verið að taka saman endanlegar tölur um söluna í gær en að áætlað sé að rúmlega 25 þúsund pítsur hafi verið seldar. Þá segir hann að gærdagurinn hafi verið sá stærsti frá upphafi, jafnt í fjölda pantana og fjölda pizza. Magnið sé einsdæmi á þrjátíu árum. Aðspurður um hvaða pítsur hafi verið vinsælastar í gær segir Magnús að það hafi verið mjög blandað en að útlit sé fyrir að Domino's Extra og Domino's Pepperoni hafi verið vinsælastar. Boðið var upp á átta pítsur sem voru á upprunalegum matseðli Domino's þegar opnaði 16. ágúst árið 1993. Einhverjar vörur verði ekki fáanlegar Magnús segist harma langa bið og þá staðreynd að allir hafi ekki náð að panta sér pizzu. Hins vegar hafi Domino's einfaldlega orðið uppiskroppa með deig og því ekki getað selt fleiri pizzur. Einnig segir hann að vegna mikillar eftirspurnar í gær megi reikna með að einhverjar vörur verði ekki fáanlegar í dag. Þá kemur fram að í næstu viku muni Domino's halda áfram að fagna afmælinu með sérstakri afmælis-Megaviku þar sem bryddað verður upp á ýmsu óhefðbundnu í tilefni afmælisins. Í fréttatilkynningu frá Domino's segir að reikna megi með því að um það bil fjórði hver landsmaður hafi gætt sér á pizzu frá Domino's í gær. Það er býsna erfitt að sannreyna slíkar yfirlýsingar, sérstaklega þegar sölutölur liggja ekki fyrir. En það hafa greinilega margir gætt sér á Domino's-pizzu í gær.
Matur Veitingastaðir Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira