Komu að hústökumanni sem hafði lagt íbúðina í rúst Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. ágúst 2023 21:01 Íbúðin var gjörsamlega í rúst þegar parið opnaði hurðina. Erlent par sem leigir stúdentaíbúð hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) kom að hústökumanni þegar það opnaði íbúðina í fyrsta sinn. Maðurinn tók á rás en skildi eftir sig eiturlyf og íbúðina í rúst. Parið deildi sögu sinni á samfélagsmiðlum en það leigði íbúð FS í Skjólgarði við Brautarholt 7 til 9 í Reykjavík. Parið hafði íbúðina á leigu frá júní en kom ekki til landsins fyrr en nýlega og fengu lyklana afhenta. „Þegar við komum og opnuðum hurðina fundum við mann sem hafði augljóslega dvalið í íbúðinni í þó nokkurn tíma,“ segir í færslunni. „Maðurinn tók á rás út úr íbúðinni og hljóp niður stigann.“ Íbúðin var algjörlega í rúst vegna skemmdarverka. En í flýti sínum skildi maðurinn ýmsar eigur sínar eftir, einkum fíkniefni. „Einhverra hluta vegna hafði þessi maður aðgang að byggingunni og íbúðinni,“ segir í færslunni. Parið segist hafa látið háskólann vita og að þeim hafi verið hjálpað. Þau séu þó í miklu uppnámi eftir þessa uppákomu. Þá hafi þau einnig heyrt af fleiri sambærilegum tilfellum, þar sem hústökufólk hafi komið sér fyrir í tómum stúdentaíbúðum. Annað húsnæði samdægurs Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri hjá FS, segir að málið hafi verið leyst farsællega samdægurs. Annað húsnæði hafi verið fundið handa fólkinu. Að öðru leyti geti hún ekki tjáð sig um mál þessa fólks. Aðspurð um hvort að FS sé með einhvers konar öryggiskerfi eða húsverði á stúdentagörðum segir Heiður að í flestum húsum séu svokallaðir garðprófastar. Það eru nokkurs konar húsverðir sem sjá um að allt sé í röð og reglu. Engin mönnuð gæsla sé hins vegar á svæðinu. Þá segir Heiður að myndavélar séu í sameiginlegum rýmum á görðunum, þar á meðal í Skjólgarði. Einnig óskar FS eftir því að leigjendur láti stofnunina vita ef þeir eru fjarverandi í meira en tíu daga svo hægt sé að hafa auga með íbúðum. Reykjavík Hagsmunir stúdenta Háskólar Húsnæðismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira
Parið deildi sögu sinni á samfélagsmiðlum en það leigði íbúð FS í Skjólgarði við Brautarholt 7 til 9 í Reykjavík. Parið hafði íbúðina á leigu frá júní en kom ekki til landsins fyrr en nýlega og fengu lyklana afhenta. „Þegar við komum og opnuðum hurðina fundum við mann sem hafði augljóslega dvalið í íbúðinni í þó nokkurn tíma,“ segir í færslunni. „Maðurinn tók á rás út úr íbúðinni og hljóp niður stigann.“ Íbúðin var algjörlega í rúst vegna skemmdarverka. En í flýti sínum skildi maðurinn ýmsar eigur sínar eftir, einkum fíkniefni. „Einhverra hluta vegna hafði þessi maður aðgang að byggingunni og íbúðinni,“ segir í færslunni. Parið segist hafa látið háskólann vita og að þeim hafi verið hjálpað. Þau séu þó í miklu uppnámi eftir þessa uppákomu. Þá hafi þau einnig heyrt af fleiri sambærilegum tilfellum, þar sem hústökufólk hafi komið sér fyrir í tómum stúdentaíbúðum. Annað húsnæði samdægurs Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri hjá FS, segir að málið hafi verið leyst farsællega samdægurs. Annað húsnæði hafi verið fundið handa fólkinu. Að öðru leyti geti hún ekki tjáð sig um mál þessa fólks. Aðspurð um hvort að FS sé með einhvers konar öryggiskerfi eða húsverði á stúdentagörðum segir Heiður að í flestum húsum séu svokallaðir garðprófastar. Það eru nokkurs konar húsverðir sem sjá um að allt sé í röð og reglu. Engin mönnuð gæsla sé hins vegar á svæðinu. Þá segir Heiður að myndavélar séu í sameiginlegum rýmum á görðunum, þar á meðal í Skjólgarði. Einnig óskar FS eftir því að leigjendur láti stofnunina vita ef þeir eru fjarverandi í meira en tíu daga svo hægt sé að hafa auga með íbúðum.
Reykjavík Hagsmunir stúdenta Háskólar Húsnæðismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira