Allt sem þú þarft að vita um dagskrána á Menningarnótt Íris Hauksdóttir og Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifa 17. ágúst 2023 08:00 Dagskrá menningarnætur er gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg í ár. Vísir/Vilhelm Menningarnótt Reykjavíkurborgar er haldin hátíðleg laugardaginn 19. ágúst. Miðborgin breytist þá í iðandi vettvang menningar og lista og dagskráin er stútfull af viðburðum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Menningarnótt var fyrst haldin hátíðleg árið 1996 og þar sem kastljósinu er beint að því fjölbreytta og ríkulega framboði af viðburðum og kraftmikilli menningarstarfsemi sem borgin hefur upp á að bjóða. Um kvöldið verða svo stórtónleikar Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og Tónaflóð við Arnarhól. Hátíðin verður sett á Kjarvalsstöðum kl. 12.00. Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir leika af sinni alkunnu spilagleði og dansarar frá Happy Studio fá gesti út á dansgólfið með sér. Í kjölfarið mun Listasafn Reykjavíkur bjóða gestum inn á Kjarvalsstaði á sýningaropnun þar sem sýningin Myndlistin okkar verður opnuð formlega í vestursal safnsins. Sýningin er afrakstur kosningar þar sem fólki gafst tækifæri til þess að velja listaverk úr safneigninni. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á Listasafni Reykjavíkur og Borgarsögusafni og er ókeypis aðgangur. Hér fyrir neðan má finna yfirlit yfir hina og þessa viðburði sem verða í boði að degi til og um kvöldið. Listinn er langt frá því að vera tæmandi en nánari upplýsingar um dagskrá Menningarnætur má finna hér. Fjölskylduskemmtun Klippismiðjan í anda Errós Staður: Hafnarhús – Listasafn Reykjavíkur Tími: 10:00–23:00 Gestum er boðið inn í samklippsheim listamannsins sem geta þá ímyndað sér hvernig sé umhorfs á vinnustofunni. Aðgangur er ókeypis. Barnaskemmtun og tónleikar í Landsbankanum Staður: Landsbankinn, Reykjastræti 6 Tími: 15:00 – 18:00 Landsbankinn býður upp á glæsilega barna- og fjölskylduskemmtun í nýju húsi bankans við Reykjastræti 6. Klukkan 15.00 munu Sylvía Erla og Árni Benedikt syngja og dansa með söngelskum börnum, klukkan 16.00 mun Karlakórinn Esja flytja söngperlur og klukkan 17.00 mun Diljá Pétursdóttir Eurovision stjarna flytja tónlist. Víkingaheimur við Þjóðminjasafn Staður: Þjóðminjasafn Íslands Tími: 12:00–17:00 Víkingafélagið Rimmugýgur slær upp tjaldbúðum við Þjóðminjasafnið og skapar sannkallaðan miðaldaheim sem ævintýralegt er að lifa sig inn í. Iceland of Winds – Nýstárleg miðlun menningararfs Staður: Þjóðminjasafn Íslands Tími: 11:00–16:00 Leikjafyrirtækið Parity Games, í samstarfi við Þjóðminjasafnið, mun miðla íslenskum menningararfi á nýstárlegri hátt í gegnum tölvuleikinn Island of Winds til gesta á Menningarnótt. Coney Iceland fjölskyldu Sirkús Sýning Staður: Iðnó Tími: 13:00–13:30 Stígðu inn í heim dáleiðandi undurs og púlsandi spennu á Coney Iceland fjölskyldu sirkús sýningunni, þar sem Jelly Boy trúðurinn ríkir sem veislustjóri. Festival Slippbarsins í samstarfi við PVBR Staður: Slippbarinn, Mýrargata 2 Tími: 15:00 – 19:00 Slippbarinn býður gestum að koma og dansa á Menningarnótt en þar verður útifestival með plötusnúðum frá klukkan 15:00 til 19:00. Pop up bar, kandíflos fyrir börnin, matur að hætti Slippbarsins og Rauðskinna Tattoo-listakona verður á staðnum. Bestu lög barnanna Staður: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús Tími: 13:00–13:30 Tónlistarkonan Sylvía Erla og leikarinn Árni Beinteinn, sem stýra sjónvarpsþættinum Bestu lög barnanna í Sjónvarpi Símans, taka ýmis vel valin og skemmtileg lög sem krakkar halda upp á. Aðgangur ókeypis. Barnasöngstund með Ólöfu Arnalds Staður: Mengi Tími: 13:00–15:00 Á Menningarnótt munu Mengi og söngvaskáldið Ólöf Arnalds standa fyrir barnasöngstund frá 13:00 til 15:00. Hugmyndin er að börn og foreldrar geti sungið ástsæl íslensk lög með Ólöfu sem börnin þekkja. Aðgangur ókeypis. Fjölbreytt dagskrá er í boði, bæði um daginn og um kvöldið.Vísir/Vilhelm Saga Óðinn - velkomin um borð! Staður: Grandagarður 8, 101 Reykjavík Tími: 13.00-15.30 Varðskipið Óðinn verður opið á Menningarnótt milli kl. 13-18 og munu fyrrum varðskipsliðar standa vaktina og taka á móti gestum. Vestmannaeyjar - Heiðursgestir Menningarnætur Staður: Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargata 11, 101 Reykjavík Tími: 13:00–17:00 Vestmannaeyjar eru sérstakir gestir á Menningarnótt Reykjavíkur sem er laugardaginn 19. ágúst. Verður dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 13.00 til 17.00. Sett verður upp þjóðhátíðartjald þar sem Áttahagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík (ÁTVR) ætlar að standa vaktina og spjalla við gesti, bjóða uppá bakkelsi og fleira í þjóðhátíðarstíl. Ljósmyndir og myndbandsklippur frá gosinu verða til sýnis á meðan. Býr í þér víkingur? – Búningahorn í Landnámssýningu Staður: Aðalstræti 16, 101 Reykjavík Tími: 13:00–19:00 Gestir Landnámssýningarinnar geta klætt sig í búninga og borið vopn eins og forfeður og mæður okkar báru. Hægt verður að stilla sér upp við flottan bakgrunn og smella af mynd. Helga EA2 Staður: Fríkirkjan við Tjörnina, Fríkirkjuvegur 5, 101 Reykjavík Tími: 16:00–16:20 Á menningarnótt verður verkið Helga EA2 flutt í Fríkirkjunni í Reykjavík en það var samið af tónskáldinu Ásbjörgu Jónsdóttur fyrir Heiðu Árnadóttur söngkonu. Ef veður leyfir verður verkið flutt fyrir utan kirkjuna. VAXA vekur fólk til umhugsunar Hvetjum alla til að kíkja á VAXA gróðurhúsið á Lækjartorgi um helgina.aðsend VAXA hefur sett upp tímabundna vatnsræktun á þremur hæðum í gróðurhúsinu á Lækjartorgi. Einkunnarorðin, Ræktað í Reykjavík, er ætlað til þess að vekja fólk til umhugsunar um hvaðan grænmetið kemur, við hvaða aðstæður grænmetið hefur verið ræktað, hversu langa vegalengd hefur grænmetið þurft að ferðast og hversu ferskt grænmetið er. Gróðurhúsið ætti ekki að fara framhjá gestum og gangandi. Íbúar Þingholta bjóða upp á vöfflur og kaffi Eftir nokkurra ára hlé verður sú skemmtilega hefð endurvakin þar sem íbúar í Þingholtunum bjóða gestum og gangandi í vöfflur og kaffi á milli kl. 14:00 og 16:00 á Menningarnótt. Götubitinn verður í Hljómskálagarðinum þar sem 16 matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af gómsætum réttum. Gestir og gangandi geta þrætt tónleika, bæði á skemmtistöðum og hjá íbúum, veitingastaðir, kirkjur og verslanir hafa farið sparifötin og bjóða til veislu. Fræðsla Listamaður að störfum - Unnur Ýrr Staður: Gallerí Fold, Rauðarárstígur 12, 105 Reykjavík Tími: 13:00–15:00 Á Menningarnótt munu fjórir listamenn vinna að verkum sínum í sýningarsölum Foldar og geta gestir notið þess að sjá þá að störfum, spjallað og fræðst um list þeirra og þær aðferðir sem þeir nota við listsköpun sína. Leiðsögn í Húsi Ásgríms Jónssonar um sýninguna Gluggi í Reykjavík Staður: Hús Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, 101 Reykjavík Tími: 16:00–17:00 María Margrét Jóhannsdóttir listfræðingur leiðir gesti um sýninguna Gluggi í Reykjavík. Sýningin samanstendur af úrvali verka eftir Ásgrím Jónsson sem eiga það sameiginlegt að tengjast nærumhverfi listamannsins í Reykjavík. Fiskur og fólk - sjósókn í 150 ár Staður: Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarður 8, 101 Reykjavík Tími: 13:00–22:00 Grunnsýningin Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Þessi margslungna saga er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur. Porsche menningar-og bílasýning Staður: 11:00-19:00 Tími: Gamla Kolaportið Í tilefni af 75 ára afmæli Porsche hefur Porsche klúbburinn á Íslandi ákveðið að endurtaka leikinn og bjóða aftur til glæsilegrar menningar- og bílasýningar í gamla Kolaportinu við hlið Seðlabankans (undir Arnarhóli). Þema viðburðarins er að dreyma í lit og hefur því verið sett mikil vinna í að finna litríkustu og flottustu bíla landsins sem sýndir eru í einstöku umhverfi gamla Kolaportsins þar sem götulistaverk setja skemmtilegt yfirbragð sem mótvægi við sjaldgæfa eðalvagna. Húsið er opið á milli 11-19 en gengið er inn frá Kalkofnsvegi, gengt Landsbankanum. Sviðslistir Spunamaraþon Improv Ísland Staður: Þjóðleikhúsið, Hverfisgata 19, 101 Reykjavík Tími: 15:00–22:30 Improv Ísland byrjar haustið af krafti með hinu árlega spunamaraþoni í Þjóðleikhúskjallaranum. Spunaleikarar Improv Ísland munu spinna ólíkar sýningar sem allar eru búnar til á staðnum. Ekkert er ákveðið fyrirfram og allt getur gerst þegar hver sýning er bæði frumsýning og lokasýning. Ókeypis aðgangur. Prism: Hinsegin Hýrð Staður: Bíó Paradís, Hverfisgata 54, 101 Reykjavík Tími: 15:00–19:00 Í Bíó Paradís verða tónleikar, drag sýningar og framkomur til að beina sviðsljósi á hæfileika og flóru hinsegin listafólks úr öllum áttum. Á viðburðinum Hýrlegheit verða umburðarlyndi, samkennd og fjölbreytileiki í forgrunni til að skapa öruggt og fallegt rými fyrir öll. Danssprengja í Hallargarðinum Staður: Hallargarðurinn, Fríkirkjuvegur Fríkirkjuvegur 11, 101 Reykjavík Tími: 15:00–17:00 Listahópur Reykjavíkur - FWD danshópurinn býður upp á dans- og tónlistardagskrá á Menningarnótt. Tangó á Bríetartorgi Staður: Bríetartorg Tími: 15:00–16:30 Unaðslegur tangó á Bríetartorgi -við Bríetarbrekku - á Menningarnótt. Félagar í Tangóklúbbi Reykjavíkur stíga dansinn milli kl 15:00-16:30. Áhorfendum gefst kostur á að reyna sporin að vild. Myndlist Sýningaropnun á Menningarnótt: Myndlistin okkar Staður: Kjarvalsstaðir - Listasafn Reykjavíkur Tími 10:00–22:00 Sýningin Myndlistin okkar verður opnuð á Kjarvalsstöðum og stendur opnunin yfir frá kl. 10-22 á Menningarnótt. Hringrás – Listaverkasýning í Landsbankanum Staður: Landsbankinn Tími 11:00–17:00 Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Aðgangur ókeypis. Portrettstúdíóið Staður: Hörpu, á 3. hæð, hægra megin við Eldborg Tími: 11:00–15:00 Magnús Andersen ljósmyndari opnar portrettstúdíó í Hörpu þar sem hann býður gestum og gangandi að koma í myndatöku. Hann leikur með lýsingu og ljósmyndatækni til að skapa áhugaverðar andlitsmyndir sem draga fram persónuleika, brjóta upp staðalmyndir og fagna fjölbreytileikanum. Hönnun Menningarnótt í Yeoman Staður: Yeoman Tími: 16:00–18:00 Haustið kemur í Yeoman! Nýrri línu af fallegum haustflíkum frá Hildur Yeoman verður fagnað með partýi fyrir utan Yeoman á Menningarnótt. DJ Rósa Birgitta ásamt dönsurum í nýju línunni bjóða ykkur í partý milli 16-18. Opið verður í Yeoman á Laugavegi 7 frá 11-20. Léttar veitingar verða í boði frá Ölgerðinni 🩷Allir sem versla þennan dag fara í sérstakan happadrættispott. Ása Tryggva, Guðrún Gísla og Þóra Björk Schram bjóða á opna vinnustofu að Vatnastíg 3 Staður: Stiklar Tími: 14:00–20:00 Listkonurnar bjóða gestum og gangandi að njóta listar og ljúfra veitinga. Tónlist Lúðrasveitabardagi ársins Staður: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús Tími: 14:00–15:00 Lúðrasveitabardagi ársins verður haldinn á Hörputorgi á Menningarnótt. Þar mætast þrjár fremstu lúðrasveitir landsins og berjast um Monthlemminn mikla. Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson Staður: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús Tími: 14:00–14:30 Píanóleikarinn Magnús Jóhann og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson leiða saman hesta sína í Kaldalóni á Menningarnótt til þess að flytja glænýtt efni úr þeirra smiðju. Perlur íslenskra sönglaga Staður: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús Tími: 14:00–14:40 Á tónleikunum Perlur íslenskra sönglaga fá áheyrendur að kynnast sígildri íslenskri tónlist. 14, Flytjendur: Hallveig Rúnarsdóttir sópran Kristín Sveinsdóttir mezzósópran Bjarni Thor Kristinsson bassi Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó Sérstakur gestur: Cesar Alonzo Barreara tenór. Ball á Kastrup Staður: Kastrup Tími: 17:00–19:30 Hljómsveitin Kastrup heldur ball í portinu á bak við húsið. Í bandinu eru meðal annars Högni Egilsson, Sigríður Thorlacius, Salóme Katrín Magnúsdóttir, Þorsteinn Kári og hinn eini sanni Valdimar Guðmundsson og svo er aldrei að vita nema fleiri stígi á stokk. Nasasjón af óperu Staður: Iceland Parliament Hotel Tími: 18:00–20:30 Sviðslistahópurinn Óður flytur margar af þekktustu perlum óperusögunnar - sem allir þekkja og raula gjarnan með en fáir skilja um hvað snúast eiginlega - í glænýrri íslenskri þýðingu beint úr ofni Óðs. Unnsteinn á KEX Staður: KEX Hostel Tími: 19:00–19:30 Unnsteinn kemur fram á Menningarnæturtónleikum KEX. Dans Dansað um heiminn með allri fjölskyldunni Staður: Ingólfstorg Tími: 15:00–15:45 Dönsum saman við allskyns tónlist á Ingólfstorgi á Menningarnótt! Dansþjálfararnir Friðrik Agni og Anna Claessen leiða stutt danspartý fyrir alla fjölskylduna þar sem blandað er allskonar auðveldum danssporum við tónlist hvaðan að úr heiminum. KramKarnival Staður: Kramhúsið & Kramber Tími: 15:00–23:00 Kramhúsið og Kramber bjóða í danspartý þar sem Kramhúsið flæðir út á götu. Dans Afríka Iceland Staður: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús Tími: 15:30–16:00 Dans Afríka Iceland kemur með hitann og gleðina frá Gíneu í vestur Afríku í Hörpuna. Þau verða með dans- og trommusýningu og áhorfendur geta svo tekið þátt og lært nokkur dansspor við lifandi trommuslátt. Dansinn dunar með Blænum Staður: Sjóminjasafnið í Reykjavík Tími: 16:00–18:00 Gömludansarnir og latin dansar rúmba, samba og tja tja og línudansar frá kl. 16:00-18:00. Flestir finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölskylduball með Stórsveit Reykjavíkur og Sveiflustöðinni Staður: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús Tími: 14:00–14:45 Stórsveit Reykjavíkur ætlar í samstarfi við Hörpu og Sveiflustöðina að leiða börn og fjölskyldur í sveifluballi þar sem Stórsveitin tekur gesti með sér í dillandi tónlistarferðalag og dansarar halda örnámskeið í einföldum danssporum sem allir geta lært. Dansleikurinn hefst klukkan 14:00 í Silfurbergi. Yfirtaka: List án landamæra Staður: Hafnarhús – Listasafn Reykjavíkur Tími: 14:00–23:00 List án landmæra efnir til listaveislu í Hafnarhúsinu. Í Porti og Fjölnotarými verður fjölbreytt dagskrá og listsköpun. Líkt og venjan verður Menningarnótt slúttað með glæsilegri flugeldasýningu við Arnarhól.Vísir/Vilhelm Tónleikar og flugeldasýning Bylgjan á Menningarnótt Staður: Hljómskálagarðurinn Tími: 18 - 22.45 Bylgjan hefur staðið fyrir stórtónleikum í Hljómskálagarði á Menningarnótt frá árinu 2014 og í ár verður engin undantekning. Í samvinnu við Sjóvá, 7 up zero og Wolt verður Bylgjan með sannkallaða tónlistar og matarveislu og hefst dagskráin kl. 18. Fram koma: Gústi B, Diljá, Una Torfa, Júlí Heiðar og Kristmundur Axel, Friðrik Dór, Guðrún Árný, Prettyboitjokko, Á Móti Sól ásamt Gunna Óla og Páll Óskar. Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu viðburðarins. Tónaflóð á Arnarhóli Staður: Arnarhóll Tími: 19:30 - 23:00 Tónaflóð Rásar 2 verður á sínum stað á Menningarnótt og verður í beinni útsendingu á RÚV og Rás 2 frá Arnarhóli. Á þessu 40 ára afmælisári Rásar 2 verður boðið upp á töfrandi tónlistarveislu, þar sem fram koma Flóni, Aron Can, Diljá, Una Torfa, HAM, Klara Elias , Ragga Gísla, Valdimar, GDRN og Mugison. Flugeldasýning Menningarnætur Staður: Arnarhóll Tími: 23:00–23:10 Líkt og venjan er verður Menningarnótt svo slúttað með glæsilegri flugeldasýningu við Arnarhól og hefst hún kl 23:00. Af öryggisástæðum verður miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl. 07.00 um morguninn og fram yfir miðnætti svo gangandi vegfarendur geti notið dagskrárinnar og eru gestir hvattir til að koma fótgangandi eða hjólandi í miðborgina eða með almenningssamgöngum. Allar nánari upplýsingar um áætlun strætó má finna á straeto.is Strætóskutlur aka til og frá bílastæðum við Laugardalshöll um Borgartún að Hallgrímskirkju með viðkomu á Hlemmi frá kl. 07.30–01.00. Í samráði við rafskútufyrirtækin verður aðeins hægt að leggja rafskútum á ákveðnum svæðum á hátíðarsvæði Menningarnætur. Menningarnótt Menning Tónleikar á Íslandi Tíska og hönnun Dans Myndlist Reykjavík Bylgjan Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Menningarnótt var fyrst haldin hátíðleg árið 1996 og þar sem kastljósinu er beint að því fjölbreytta og ríkulega framboði af viðburðum og kraftmikilli menningarstarfsemi sem borgin hefur upp á að bjóða. Um kvöldið verða svo stórtónleikar Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og Tónaflóð við Arnarhól. Hátíðin verður sett á Kjarvalsstöðum kl. 12.00. Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir leika af sinni alkunnu spilagleði og dansarar frá Happy Studio fá gesti út á dansgólfið með sér. Í kjölfarið mun Listasafn Reykjavíkur bjóða gestum inn á Kjarvalsstaði á sýningaropnun þar sem sýningin Myndlistin okkar verður opnuð formlega í vestursal safnsins. Sýningin er afrakstur kosningar þar sem fólki gafst tækifæri til þess að velja listaverk úr safneigninni. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á Listasafni Reykjavíkur og Borgarsögusafni og er ókeypis aðgangur. Hér fyrir neðan má finna yfirlit yfir hina og þessa viðburði sem verða í boði að degi til og um kvöldið. Listinn er langt frá því að vera tæmandi en nánari upplýsingar um dagskrá Menningarnætur má finna hér. Fjölskylduskemmtun Klippismiðjan í anda Errós Staður: Hafnarhús – Listasafn Reykjavíkur Tími: 10:00–23:00 Gestum er boðið inn í samklippsheim listamannsins sem geta þá ímyndað sér hvernig sé umhorfs á vinnustofunni. Aðgangur er ókeypis. Barnaskemmtun og tónleikar í Landsbankanum Staður: Landsbankinn, Reykjastræti 6 Tími: 15:00 – 18:00 Landsbankinn býður upp á glæsilega barna- og fjölskylduskemmtun í nýju húsi bankans við Reykjastræti 6. Klukkan 15.00 munu Sylvía Erla og Árni Benedikt syngja og dansa með söngelskum börnum, klukkan 16.00 mun Karlakórinn Esja flytja söngperlur og klukkan 17.00 mun Diljá Pétursdóttir Eurovision stjarna flytja tónlist. Víkingaheimur við Þjóðminjasafn Staður: Þjóðminjasafn Íslands Tími: 12:00–17:00 Víkingafélagið Rimmugýgur slær upp tjaldbúðum við Þjóðminjasafnið og skapar sannkallaðan miðaldaheim sem ævintýralegt er að lifa sig inn í. Iceland of Winds – Nýstárleg miðlun menningararfs Staður: Þjóðminjasafn Íslands Tími: 11:00–16:00 Leikjafyrirtækið Parity Games, í samstarfi við Þjóðminjasafnið, mun miðla íslenskum menningararfi á nýstárlegri hátt í gegnum tölvuleikinn Island of Winds til gesta á Menningarnótt. Coney Iceland fjölskyldu Sirkús Sýning Staður: Iðnó Tími: 13:00–13:30 Stígðu inn í heim dáleiðandi undurs og púlsandi spennu á Coney Iceland fjölskyldu sirkús sýningunni, þar sem Jelly Boy trúðurinn ríkir sem veislustjóri. Festival Slippbarsins í samstarfi við PVBR Staður: Slippbarinn, Mýrargata 2 Tími: 15:00 – 19:00 Slippbarinn býður gestum að koma og dansa á Menningarnótt en þar verður útifestival með plötusnúðum frá klukkan 15:00 til 19:00. Pop up bar, kandíflos fyrir börnin, matur að hætti Slippbarsins og Rauðskinna Tattoo-listakona verður á staðnum. Bestu lög barnanna Staður: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús Tími: 13:00–13:30 Tónlistarkonan Sylvía Erla og leikarinn Árni Beinteinn, sem stýra sjónvarpsþættinum Bestu lög barnanna í Sjónvarpi Símans, taka ýmis vel valin og skemmtileg lög sem krakkar halda upp á. Aðgangur ókeypis. Barnasöngstund með Ólöfu Arnalds Staður: Mengi Tími: 13:00–15:00 Á Menningarnótt munu Mengi og söngvaskáldið Ólöf Arnalds standa fyrir barnasöngstund frá 13:00 til 15:00. Hugmyndin er að börn og foreldrar geti sungið ástsæl íslensk lög með Ólöfu sem börnin þekkja. Aðgangur ókeypis. Fjölbreytt dagskrá er í boði, bæði um daginn og um kvöldið.Vísir/Vilhelm Saga Óðinn - velkomin um borð! Staður: Grandagarður 8, 101 Reykjavík Tími: 13.00-15.30 Varðskipið Óðinn verður opið á Menningarnótt milli kl. 13-18 og munu fyrrum varðskipsliðar standa vaktina og taka á móti gestum. Vestmannaeyjar - Heiðursgestir Menningarnætur Staður: Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargata 11, 101 Reykjavík Tími: 13:00–17:00 Vestmannaeyjar eru sérstakir gestir á Menningarnótt Reykjavíkur sem er laugardaginn 19. ágúst. Verður dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 13.00 til 17.00. Sett verður upp þjóðhátíðartjald þar sem Áttahagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík (ÁTVR) ætlar að standa vaktina og spjalla við gesti, bjóða uppá bakkelsi og fleira í þjóðhátíðarstíl. Ljósmyndir og myndbandsklippur frá gosinu verða til sýnis á meðan. Býr í þér víkingur? – Búningahorn í Landnámssýningu Staður: Aðalstræti 16, 101 Reykjavík Tími: 13:00–19:00 Gestir Landnámssýningarinnar geta klætt sig í búninga og borið vopn eins og forfeður og mæður okkar báru. Hægt verður að stilla sér upp við flottan bakgrunn og smella af mynd. Helga EA2 Staður: Fríkirkjan við Tjörnina, Fríkirkjuvegur 5, 101 Reykjavík Tími: 16:00–16:20 Á menningarnótt verður verkið Helga EA2 flutt í Fríkirkjunni í Reykjavík en það var samið af tónskáldinu Ásbjörgu Jónsdóttur fyrir Heiðu Árnadóttur söngkonu. Ef veður leyfir verður verkið flutt fyrir utan kirkjuna. VAXA vekur fólk til umhugsunar Hvetjum alla til að kíkja á VAXA gróðurhúsið á Lækjartorgi um helgina.aðsend VAXA hefur sett upp tímabundna vatnsræktun á þremur hæðum í gróðurhúsinu á Lækjartorgi. Einkunnarorðin, Ræktað í Reykjavík, er ætlað til þess að vekja fólk til umhugsunar um hvaðan grænmetið kemur, við hvaða aðstæður grænmetið hefur verið ræktað, hversu langa vegalengd hefur grænmetið þurft að ferðast og hversu ferskt grænmetið er. Gróðurhúsið ætti ekki að fara framhjá gestum og gangandi. Íbúar Þingholta bjóða upp á vöfflur og kaffi Eftir nokkurra ára hlé verður sú skemmtilega hefð endurvakin þar sem íbúar í Þingholtunum bjóða gestum og gangandi í vöfflur og kaffi á milli kl. 14:00 og 16:00 á Menningarnótt. Götubitinn verður í Hljómskálagarðinum þar sem 16 matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af gómsætum réttum. Gestir og gangandi geta þrætt tónleika, bæði á skemmtistöðum og hjá íbúum, veitingastaðir, kirkjur og verslanir hafa farið sparifötin og bjóða til veislu. Fræðsla Listamaður að störfum - Unnur Ýrr Staður: Gallerí Fold, Rauðarárstígur 12, 105 Reykjavík Tími: 13:00–15:00 Á Menningarnótt munu fjórir listamenn vinna að verkum sínum í sýningarsölum Foldar og geta gestir notið þess að sjá þá að störfum, spjallað og fræðst um list þeirra og þær aðferðir sem þeir nota við listsköpun sína. Leiðsögn í Húsi Ásgríms Jónssonar um sýninguna Gluggi í Reykjavík Staður: Hús Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, 101 Reykjavík Tími: 16:00–17:00 María Margrét Jóhannsdóttir listfræðingur leiðir gesti um sýninguna Gluggi í Reykjavík. Sýningin samanstendur af úrvali verka eftir Ásgrím Jónsson sem eiga það sameiginlegt að tengjast nærumhverfi listamannsins í Reykjavík. Fiskur og fólk - sjósókn í 150 ár Staður: Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarður 8, 101 Reykjavík Tími: 13:00–22:00 Grunnsýningin Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Þessi margslungna saga er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur. Porsche menningar-og bílasýning Staður: 11:00-19:00 Tími: Gamla Kolaportið Í tilefni af 75 ára afmæli Porsche hefur Porsche klúbburinn á Íslandi ákveðið að endurtaka leikinn og bjóða aftur til glæsilegrar menningar- og bílasýningar í gamla Kolaportinu við hlið Seðlabankans (undir Arnarhóli). Þema viðburðarins er að dreyma í lit og hefur því verið sett mikil vinna í að finna litríkustu og flottustu bíla landsins sem sýndir eru í einstöku umhverfi gamla Kolaportsins þar sem götulistaverk setja skemmtilegt yfirbragð sem mótvægi við sjaldgæfa eðalvagna. Húsið er opið á milli 11-19 en gengið er inn frá Kalkofnsvegi, gengt Landsbankanum. Sviðslistir Spunamaraþon Improv Ísland Staður: Þjóðleikhúsið, Hverfisgata 19, 101 Reykjavík Tími: 15:00–22:30 Improv Ísland byrjar haustið af krafti með hinu árlega spunamaraþoni í Þjóðleikhúskjallaranum. Spunaleikarar Improv Ísland munu spinna ólíkar sýningar sem allar eru búnar til á staðnum. Ekkert er ákveðið fyrirfram og allt getur gerst þegar hver sýning er bæði frumsýning og lokasýning. Ókeypis aðgangur. Prism: Hinsegin Hýrð Staður: Bíó Paradís, Hverfisgata 54, 101 Reykjavík Tími: 15:00–19:00 Í Bíó Paradís verða tónleikar, drag sýningar og framkomur til að beina sviðsljósi á hæfileika og flóru hinsegin listafólks úr öllum áttum. Á viðburðinum Hýrlegheit verða umburðarlyndi, samkennd og fjölbreytileiki í forgrunni til að skapa öruggt og fallegt rými fyrir öll. Danssprengja í Hallargarðinum Staður: Hallargarðurinn, Fríkirkjuvegur Fríkirkjuvegur 11, 101 Reykjavík Tími: 15:00–17:00 Listahópur Reykjavíkur - FWD danshópurinn býður upp á dans- og tónlistardagskrá á Menningarnótt. Tangó á Bríetartorgi Staður: Bríetartorg Tími: 15:00–16:30 Unaðslegur tangó á Bríetartorgi -við Bríetarbrekku - á Menningarnótt. Félagar í Tangóklúbbi Reykjavíkur stíga dansinn milli kl 15:00-16:30. Áhorfendum gefst kostur á að reyna sporin að vild. Myndlist Sýningaropnun á Menningarnótt: Myndlistin okkar Staður: Kjarvalsstaðir - Listasafn Reykjavíkur Tími 10:00–22:00 Sýningin Myndlistin okkar verður opnuð á Kjarvalsstöðum og stendur opnunin yfir frá kl. 10-22 á Menningarnótt. Hringrás – Listaverkasýning í Landsbankanum Staður: Landsbankinn Tími 11:00–17:00 Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Aðgangur ókeypis. Portrettstúdíóið Staður: Hörpu, á 3. hæð, hægra megin við Eldborg Tími: 11:00–15:00 Magnús Andersen ljósmyndari opnar portrettstúdíó í Hörpu þar sem hann býður gestum og gangandi að koma í myndatöku. Hann leikur með lýsingu og ljósmyndatækni til að skapa áhugaverðar andlitsmyndir sem draga fram persónuleika, brjóta upp staðalmyndir og fagna fjölbreytileikanum. Hönnun Menningarnótt í Yeoman Staður: Yeoman Tími: 16:00–18:00 Haustið kemur í Yeoman! Nýrri línu af fallegum haustflíkum frá Hildur Yeoman verður fagnað með partýi fyrir utan Yeoman á Menningarnótt. DJ Rósa Birgitta ásamt dönsurum í nýju línunni bjóða ykkur í partý milli 16-18. Opið verður í Yeoman á Laugavegi 7 frá 11-20. Léttar veitingar verða í boði frá Ölgerðinni 🩷Allir sem versla þennan dag fara í sérstakan happadrættispott. Ása Tryggva, Guðrún Gísla og Þóra Björk Schram bjóða á opna vinnustofu að Vatnastíg 3 Staður: Stiklar Tími: 14:00–20:00 Listkonurnar bjóða gestum og gangandi að njóta listar og ljúfra veitinga. Tónlist Lúðrasveitabardagi ársins Staður: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús Tími: 14:00–15:00 Lúðrasveitabardagi ársins verður haldinn á Hörputorgi á Menningarnótt. Þar mætast þrjár fremstu lúðrasveitir landsins og berjast um Monthlemminn mikla. Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson Staður: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús Tími: 14:00–14:30 Píanóleikarinn Magnús Jóhann og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson leiða saman hesta sína í Kaldalóni á Menningarnótt til þess að flytja glænýtt efni úr þeirra smiðju. Perlur íslenskra sönglaga Staður: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús Tími: 14:00–14:40 Á tónleikunum Perlur íslenskra sönglaga fá áheyrendur að kynnast sígildri íslenskri tónlist. 14, Flytjendur: Hallveig Rúnarsdóttir sópran Kristín Sveinsdóttir mezzósópran Bjarni Thor Kristinsson bassi Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó Sérstakur gestur: Cesar Alonzo Barreara tenór. Ball á Kastrup Staður: Kastrup Tími: 17:00–19:30 Hljómsveitin Kastrup heldur ball í portinu á bak við húsið. Í bandinu eru meðal annars Högni Egilsson, Sigríður Thorlacius, Salóme Katrín Magnúsdóttir, Þorsteinn Kári og hinn eini sanni Valdimar Guðmundsson og svo er aldrei að vita nema fleiri stígi á stokk. Nasasjón af óperu Staður: Iceland Parliament Hotel Tími: 18:00–20:30 Sviðslistahópurinn Óður flytur margar af þekktustu perlum óperusögunnar - sem allir þekkja og raula gjarnan með en fáir skilja um hvað snúast eiginlega - í glænýrri íslenskri þýðingu beint úr ofni Óðs. Unnsteinn á KEX Staður: KEX Hostel Tími: 19:00–19:30 Unnsteinn kemur fram á Menningarnæturtónleikum KEX. Dans Dansað um heiminn með allri fjölskyldunni Staður: Ingólfstorg Tími: 15:00–15:45 Dönsum saman við allskyns tónlist á Ingólfstorgi á Menningarnótt! Dansþjálfararnir Friðrik Agni og Anna Claessen leiða stutt danspartý fyrir alla fjölskylduna þar sem blandað er allskonar auðveldum danssporum við tónlist hvaðan að úr heiminum. KramKarnival Staður: Kramhúsið & Kramber Tími: 15:00–23:00 Kramhúsið og Kramber bjóða í danspartý þar sem Kramhúsið flæðir út á götu. Dans Afríka Iceland Staður: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús Tími: 15:30–16:00 Dans Afríka Iceland kemur með hitann og gleðina frá Gíneu í vestur Afríku í Hörpuna. Þau verða með dans- og trommusýningu og áhorfendur geta svo tekið þátt og lært nokkur dansspor við lifandi trommuslátt. Dansinn dunar með Blænum Staður: Sjóminjasafnið í Reykjavík Tími: 16:00–18:00 Gömludansarnir og latin dansar rúmba, samba og tja tja og línudansar frá kl. 16:00-18:00. Flestir finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölskylduball með Stórsveit Reykjavíkur og Sveiflustöðinni Staður: Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús Tími: 14:00–14:45 Stórsveit Reykjavíkur ætlar í samstarfi við Hörpu og Sveiflustöðina að leiða börn og fjölskyldur í sveifluballi þar sem Stórsveitin tekur gesti með sér í dillandi tónlistarferðalag og dansarar halda örnámskeið í einföldum danssporum sem allir geta lært. Dansleikurinn hefst klukkan 14:00 í Silfurbergi. Yfirtaka: List án landamæra Staður: Hafnarhús – Listasafn Reykjavíkur Tími: 14:00–23:00 List án landmæra efnir til listaveislu í Hafnarhúsinu. Í Porti og Fjölnotarými verður fjölbreytt dagskrá og listsköpun. Líkt og venjan verður Menningarnótt slúttað með glæsilegri flugeldasýningu við Arnarhól.Vísir/Vilhelm Tónleikar og flugeldasýning Bylgjan á Menningarnótt Staður: Hljómskálagarðurinn Tími: 18 - 22.45 Bylgjan hefur staðið fyrir stórtónleikum í Hljómskálagarði á Menningarnótt frá árinu 2014 og í ár verður engin undantekning. Í samvinnu við Sjóvá, 7 up zero og Wolt verður Bylgjan með sannkallaða tónlistar og matarveislu og hefst dagskráin kl. 18. Fram koma: Gústi B, Diljá, Una Torfa, Júlí Heiðar og Kristmundur Axel, Friðrik Dór, Guðrún Árný, Prettyboitjokko, Á Móti Sól ásamt Gunna Óla og Páll Óskar. Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu viðburðarins. Tónaflóð á Arnarhóli Staður: Arnarhóll Tími: 19:30 - 23:00 Tónaflóð Rásar 2 verður á sínum stað á Menningarnótt og verður í beinni útsendingu á RÚV og Rás 2 frá Arnarhóli. Á þessu 40 ára afmælisári Rásar 2 verður boðið upp á töfrandi tónlistarveislu, þar sem fram koma Flóni, Aron Can, Diljá, Una Torfa, HAM, Klara Elias , Ragga Gísla, Valdimar, GDRN og Mugison. Flugeldasýning Menningarnætur Staður: Arnarhóll Tími: 23:00–23:10 Líkt og venjan er verður Menningarnótt svo slúttað með glæsilegri flugeldasýningu við Arnarhól og hefst hún kl 23:00. Af öryggisástæðum verður miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl. 07.00 um morguninn og fram yfir miðnætti svo gangandi vegfarendur geti notið dagskrárinnar og eru gestir hvattir til að koma fótgangandi eða hjólandi í miðborgina eða með almenningssamgöngum. Allar nánari upplýsingar um áætlun strætó má finna á straeto.is Strætóskutlur aka til og frá bílastæðum við Laugardalshöll um Borgartún að Hallgrímskirkju með viðkomu á Hlemmi frá kl. 07.30–01.00. Í samráði við rafskútufyrirtækin verður aðeins hægt að leggja rafskútum á ákveðnum svæðum á hátíðarsvæði Menningarnætur.
Menningarnótt Menning Tónleikar á Íslandi Tíska og hönnun Dans Myndlist Reykjavík Bylgjan Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira