Vilja Íslendingar að allar þjóðir heims byrji hvalveiðar? Andri Snær Magnason skrifar 16. ágúst 2023 08:00 1. Hvalir eru tignarlegar skepnur, jafnvel stærstu og tignarlegustu skepnur sem jörðin hefur alið af sér. Hvalirnir hefðu átt að vera fyrir löngu teknir inn í þjóðarvitundina með lóunni, Herðubreið og Gullfossi. Að neita okkur um að sjá og skilja tign hvalanna hefur gert okkur fátækari, rétt eins og við værum fátækari ef við sæjum Herðubreið aðeins sem hentuga grjótnámu. Hvalveiðimenn hérlendis hafa ítrekað talað um hvali af óvirðingu, nú síðast látið eins og þeir séu hluti af loftslagsvandanum með því að menga á við 30 bíla. Veiðarnar eru ekki að dýpka skilning okkar á flóknu vistkerfi hafsins heldur þvert á móti, áróðurinn með hvalveiðum er farinn að gera okkur heimskari. Þráhyggja einstaklings sett fram sem þjóðarhagsmunir. Hvert fer kjötið, í hvaða samhengi? Sushi eða hundamatur? Við höfum ekki hugmynd. 2. Vantar okkur mat? Erum við svöng? Væru Bændasamtökin glöð ef 5000 tonn af ódýru hvalkjöti flæddi inn á markaðinn? Alveg örugglega ekki. Hefur hvalkjöt einhverja menningarlega þýðingu fyrir okkur í einhverju samhengi? Nei, ekki eins og í Færeyjum eða Grænlandi. 3. „Við“ ætlum að veiða langreyðar en viljum við í alvöru að þjóðir heims hefji veiðar á þeim? Við höfum ítrekað sent hagsmunaaðila á erlend þing til þess eins að vera með kjaft og dólgslæti. Viljum við að langreyðarnar verði hundeltar á öllum þeim þúsundum kílómetra sem þeir ferðast um árlega? Viljum við að alþjóðlegir markaðir opnist fyrir kjötið? Það myndi strax opna fyrir rányrkju og sjóræningjaveiðar og ef það ætti að skipta alþjóðlegum stofnum jafnt milli allra þjóða, hversu marga hvali mættum ,,við" veiða? 4. Þótt þú skjótir ekki hval þá er ekki þar með sagt að þú sért ekki að drepa hval. Hættan sem steðjar að hvölum á heimsvísu eru ekki þráhyggjuveiðar á Íslandi. Mesta hættan er hnattræn hlýnun, þrávirk efni og þungmálmar, ofveiði, súrnun sjávar, rusl í höfum og skipaumferð. Hagsmunir hvalanna og hagsmunir Íslendinga fara þannig saman. Heimurinn er að miklu leyti áhugalaus og ábyrgðarlaus hvað varðar framtíð hafsins en hvalir eru skepnur sem fanga athygli og áhuga fólks. Við eigum að semja frið við hvalina og fá þá í lið með okkur í baráttu gegn því sem ógnar heimshöfunum. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Tengdar fréttir Dýr aðferð við að rústa orðspori landsins Bragi Ólafsson skrifar um hvalveiðar Íslendinga. 10. ágúst 2023 08:01 Hvalveiðar eru græðgi Sóley Stefánsdóttir skrifar um hvalveiðar. 13. ágúst 2023 14:04 Hvalasöngur Íris Ásmundardóttir dansari fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 14. ágúst 2023 12:01 Reikistjörnur Sjón skrifar um hvalveiðar Íslendinga. 15. ágúst 2023 08:02 Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
1. Hvalir eru tignarlegar skepnur, jafnvel stærstu og tignarlegustu skepnur sem jörðin hefur alið af sér. Hvalirnir hefðu átt að vera fyrir löngu teknir inn í þjóðarvitundina með lóunni, Herðubreið og Gullfossi. Að neita okkur um að sjá og skilja tign hvalanna hefur gert okkur fátækari, rétt eins og við værum fátækari ef við sæjum Herðubreið aðeins sem hentuga grjótnámu. Hvalveiðimenn hérlendis hafa ítrekað talað um hvali af óvirðingu, nú síðast látið eins og þeir séu hluti af loftslagsvandanum með því að menga á við 30 bíla. Veiðarnar eru ekki að dýpka skilning okkar á flóknu vistkerfi hafsins heldur þvert á móti, áróðurinn með hvalveiðum er farinn að gera okkur heimskari. Þráhyggja einstaklings sett fram sem þjóðarhagsmunir. Hvert fer kjötið, í hvaða samhengi? Sushi eða hundamatur? Við höfum ekki hugmynd. 2. Vantar okkur mat? Erum við svöng? Væru Bændasamtökin glöð ef 5000 tonn af ódýru hvalkjöti flæddi inn á markaðinn? Alveg örugglega ekki. Hefur hvalkjöt einhverja menningarlega þýðingu fyrir okkur í einhverju samhengi? Nei, ekki eins og í Færeyjum eða Grænlandi. 3. „Við“ ætlum að veiða langreyðar en viljum við í alvöru að þjóðir heims hefji veiðar á þeim? Við höfum ítrekað sent hagsmunaaðila á erlend þing til þess eins að vera með kjaft og dólgslæti. Viljum við að langreyðarnar verði hundeltar á öllum þeim þúsundum kílómetra sem þeir ferðast um árlega? Viljum við að alþjóðlegir markaðir opnist fyrir kjötið? Það myndi strax opna fyrir rányrkju og sjóræningjaveiðar og ef það ætti að skipta alþjóðlegum stofnum jafnt milli allra þjóða, hversu marga hvali mættum ,,við" veiða? 4. Þótt þú skjótir ekki hval þá er ekki þar með sagt að þú sért ekki að drepa hval. Hættan sem steðjar að hvölum á heimsvísu eru ekki þráhyggjuveiðar á Íslandi. Mesta hættan er hnattræn hlýnun, þrávirk efni og þungmálmar, ofveiði, súrnun sjávar, rusl í höfum og skipaumferð. Hagsmunir hvalanna og hagsmunir Íslendinga fara þannig saman. Heimurinn er að miklu leyti áhugalaus og ábyrgðarlaus hvað varðar framtíð hafsins en hvalir eru skepnur sem fanga athygli og áhuga fólks. Við eigum að semja frið við hvalina og fá þá í lið með okkur í baráttu gegn því sem ógnar heimshöfunum. Höfundur er rithöfundur.
Dýr aðferð við að rústa orðspori landsins Bragi Ólafsson skrifar um hvalveiðar Íslendinga. 10. ágúst 2023 08:01
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun