Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Valur 2-3 | Meistararnir gerðu góða ferð norður í land Árni Gísli Magnússon skrifar 15. ágúst 2023 21:15 Valur vann góðan sigur á Akureyri þó hann hafi verið full naumur undir lokin. Vísir/Tjörvi Týr Valur vann 3-2 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í kvöld í 16. umferð Bestu deilar kvenna. Leikurinn var opinn og skemmtilegur en sanngjörn sigur Vals var niðurstaðan eftir hörkuleik. Með sigrinum tyllir Valur sér á toppinn, þangað til á morgun allavega, en þá getur Breiðablik endurheimt toppsætið með sigri á Stjörnunni. Þór/KA er áfram í 5. sæti. Fyrsta mark leiksins kom eftir 10 mínútur og var þar að verki hin danska Lise Dissing sem var að spila sinn annan leik fyrir Val en hún gekk til liðs við félagið á dögunum. Boltinn gekk vel hjá Valskonum sem spiluðu sig upp völlinn þar sem Amanda Andradóttir fékk boltann fyrir utan teig og stakk honum inn fyrir í hlaupið hjá Lise sem kláraði færið virkilega vel í fjærhornið. Leikurinn var opinn í upphafi og liðin skiptust á að sækja hratt upp völlinnn og ekki leið á löngu þar til annað mark kom. Jakobína Hjörvarsdóttir tók hornspyrnu fyrir Þór/KA og fór boltinn af Valsara út fyrir teiginn þar sem Karen María Sigurgeirsdóttir kom askvaðandi og þrumaði boltanum upp í fjærhornið og jafnaði leikinn. Svo sannarlega glæsilegt mark. Nokkrum mínútum síðar fékk Ásdís Karen Halldórsdóttir færi þegar boltinn barst til hennar þar sem hún var ein á fjærstönginni en var of lengi að fóta sig og varnarmaður komst fyrir skotið. Eftir tæpan hálftíma átti Sandra María hörkuskot fyrir utan teig í þverslánna og niður og var hársbreidd frá því að koma heimakonum í forystu. Á 37. mínútu bar svo til tíðinda þegar Berglind Rós komst fram hjá varnarmanni Þór/KA, keyrði inn á teiginn og skaut í átt að marki, Melissa Löwder sló boltann út í teiginn þar sem Bryndís Arna náði skoti í varnarmann og þaðan hrökk boltinn í Tahnai Annis sem kom á fullri ferð inn í teiginn og varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Valskonur leiddu því með einu marki í hálfleik. Valskonur sótti mikið í upphafi síðari hálfleiks og náðu fjölmörgum skotum að marki án þess þó að skapa mikil vandræði fyrir Melissu í markinu sem stóð sína plikt vel. Þór/KA fékk líka sín færi og Hulda Ósk var óheppin að jafna ekki leikinn á 59. mínútu þegar Sandra María setti boltann fast fyrir markið eftir flott spil en Hulda rétt missti af boltanum. Á 73. mínútu skoruðu Valskonur sitt þriðja mark og það nokkuð verðskuldað miðað við gang leiksins. Elísa Viðarsdóttir fékk að hlaupa óáreitt lengi vel og komst inn á teiginn og setti boltann fyrir markið þar sem Ásdís Karen var mætt á fjærstöngina en Melissa varði frá henni, boltinn endaði þó á marklínunni þar sem tveir varnarmenn Þór/KA reyndu hvað eftir annað að hreinsa boltann burt sem gekk ekki betur en svo að Ásdís Karen mætti sjálf og tróð boltanum yfir línuna. Heimakonur virtust bogna við þetta þriðja mark og hvorugt liðið ógnaði mikið þangað til á þriðju mínútu uppbótartíma þegar Bríet Jóhannsdóttir skoraði eftir að hafa verið nýkomin inn á sem varamaður. Sandra María fékk sendingu inn fyrir vörnina vinstra megin og setti boltann fyrir á Bríeti sem mætti í markteiginn, kláraði vel og gaf Þór/KA smá von. Sú von lifði ekki lengi því fljótlega eftir markið flautaði dómari leiksins til leiksloka og 3-2 sigur Vals staðreynd. Af hverju vann Valur? Það er mikið um einstaklingsgæði í þessu Valsliði og þær áttu ekki í neinum vandræðum með að skapa sér færi. Þrjú mörk nægja þeim yfirleitt til þess að vinna leiki. Hverjar stóðu upp úr? Ein af nýju leikmönnum Vals, hin danska Lise Dissing, skoraði fyrsta mark leiksins og fór oft á tíðum auðveldlega fram hjá varnarmönnum Þór/KA. Það sást snemma leiks að þarna er gæða leikamaður á ferð.Annar nýr leikmaður, Amanda Andradóttir, sýndi hvers vegna hún var fengin til liðsins og lagði m.a. upp markið á Lise. Hvað gekk illa? Það virtist stundum vanta upp á rétta ákvarðanatöku hjá Þór/KA þegar góðar stöður mynduðust til þess að komast í alvöru færi. Hvað gerist næst? Þór/KA fer á Selfoss og mætir heimakonum þar sunnudaginn 20. ágúst kl. 14:00. Valskonur ferðast aftur norður í land, í þetta skipti á Sauðarkrók, og mæta þar Tindastóli sama dag kl. 16:15. „Markmiðið er bara áfram að vera í topp sex“ Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA.Vilhelm/Vísi Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, fann jákvæða punkta í leik síns liðs þrátt fyrir 3-2 tap gegn Val. „Mér fannst þetta að mörgu leyti fínn leikur hjá okkur og hundsvekkjandi að hafa tapað honum, sérstaklega í ljósi þess hvernig mörkin eru sem við fáum á okkur. Mér fannst þær skora gott mark þegar þær komast í 1-0 síðan eiginlega skorum við nánast þessi mörk fyrir þær, tvö og þrjú, við skorum frábær mörk og áttum að gera að minnsta kosti tvö í viðbót. Mér fannst við gera frábærlega og óheppin að komast ekki í 2-1 í fyrri hálfleiknum þegar Sandra neglir honum í slána og í seinni er Hulda Ósk óheppin að ná ekki að henda sér á hann eftir góða fyrirgjöf þannig já ég er bara mjög ósáttur og kannski væri ég aðeins sáttari með stig en við ætluðum að vinna þennan leik.“ Varnarleikur Þór/KA var ekki eins sannfærandi og sóknarleikurinn í dag og Valur skorar tvö ódýr mörk. „Þegar við gleymum okkur þegar við töpum boltanum og erum aðeins of lengi þá er bara lið eins og Valur fljótar að finna svæði og þær eru svolítið að taka okkur á eigin bragði í þessu hvernig þær skora þessi mörk. Við erum svolítið ólíkar sjálfum okkur hvernig við erum að þumbast við þetta einhvernveginn þegar við fáum tvö og þrjú markið á okkur en mér fannst varnarleikurinn svona heilt yfir allt í lagi í þessum leik. Við vorum að spila nokkuð fínan leik en það eru mistök, við lítum illa út þegar við fáum á okkur mörk alveg eins og öll önnur lið. Ég er ósáttur við það hvernig mark tvö og þrjú sérstaklega við fengum á okkur.“ Þór/KA á eftir útileiki við Selfoss og Tindastól en liðið er ekki enn öruggt með eitt af sex efstu sætunum áður en deildinni verður skipt. „Markmiðið er bara áfram að vera í topp 6 og liðin fyrir neðan okkur eru að vinna og við þurfum bara að vera algjörlega tilbúnar því við erum í baráttu um þetta. Lið sem eru fyrir neðan okkur hafa verið að bæta við sig leikmönnum og eru að styrkja sig og allt þetta. Við lítum svo á að við séum að styrkja okkur líka og erum að styrkjast og mér finnst vera mikil bæting á liðinu hjá okkur, mér finnst þetta líta miklu betur út og þess vegna er ég ósáttur að fá ekki eitthvað út úr þessu en framhaldið er bara það að Selfoss er næst og þær eru í blóðugri baráttu og það verður bara erfitt mál á útivelli, það er ekki spurning.“ Jóhann talar um að liðið sé að styrkjast. Er styrking í formi nýs leikmanns ekki í kortunum? „Nei, bara að fá til baka leikmenn úr meiðslum og mótum hingað og þangað um heiminn og ýmislegt svoleiðis. Við erum svona að vinna með þá heimspeki að vera styrkjast innan frá.“ Besta deild kvenna Valur Þór Akureyri KA Íslenski boltinn
Valur vann 3-2 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í kvöld í 16. umferð Bestu deilar kvenna. Leikurinn var opinn og skemmtilegur en sanngjörn sigur Vals var niðurstaðan eftir hörkuleik. Með sigrinum tyllir Valur sér á toppinn, þangað til á morgun allavega, en þá getur Breiðablik endurheimt toppsætið með sigri á Stjörnunni. Þór/KA er áfram í 5. sæti. Fyrsta mark leiksins kom eftir 10 mínútur og var þar að verki hin danska Lise Dissing sem var að spila sinn annan leik fyrir Val en hún gekk til liðs við félagið á dögunum. Boltinn gekk vel hjá Valskonum sem spiluðu sig upp völlinn þar sem Amanda Andradóttir fékk boltann fyrir utan teig og stakk honum inn fyrir í hlaupið hjá Lise sem kláraði færið virkilega vel í fjærhornið. Leikurinn var opinn í upphafi og liðin skiptust á að sækja hratt upp völlinnn og ekki leið á löngu þar til annað mark kom. Jakobína Hjörvarsdóttir tók hornspyrnu fyrir Þór/KA og fór boltinn af Valsara út fyrir teiginn þar sem Karen María Sigurgeirsdóttir kom askvaðandi og þrumaði boltanum upp í fjærhornið og jafnaði leikinn. Svo sannarlega glæsilegt mark. Nokkrum mínútum síðar fékk Ásdís Karen Halldórsdóttir færi þegar boltinn barst til hennar þar sem hún var ein á fjærstönginni en var of lengi að fóta sig og varnarmaður komst fyrir skotið. Eftir tæpan hálftíma átti Sandra María hörkuskot fyrir utan teig í þverslánna og niður og var hársbreidd frá því að koma heimakonum í forystu. Á 37. mínútu bar svo til tíðinda þegar Berglind Rós komst fram hjá varnarmanni Þór/KA, keyrði inn á teiginn og skaut í átt að marki, Melissa Löwder sló boltann út í teiginn þar sem Bryndís Arna náði skoti í varnarmann og þaðan hrökk boltinn í Tahnai Annis sem kom á fullri ferð inn í teiginn og varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Valskonur leiddu því með einu marki í hálfleik. Valskonur sótti mikið í upphafi síðari hálfleiks og náðu fjölmörgum skotum að marki án þess þó að skapa mikil vandræði fyrir Melissu í markinu sem stóð sína plikt vel. Þór/KA fékk líka sín færi og Hulda Ósk var óheppin að jafna ekki leikinn á 59. mínútu þegar Sandra María setti boltann fast fyrir markið eftir flott spil en Hulda rétt missti af boltanum. Á 73. mínútu skoruðu Valskonur sitt þriðja mark og það nokkuð verðskuldað miðað við gang leiksins. Elísa Viðarsdóttir fékk að hlaupa óáreitt lengi vel og komst inn á teiginn og setti boltann fyrir markið þar sem Ásdís Karen var mætt á fjærstöngina en Melissa varði frá henni, boltinn endaði þó á marklínunni þar sem tveir varnarmenn Þór/KA reyndu hvað eftir annað að hreinsa boltann burt sem gekk ekki betur en svo að Ásdís Karen mætti sjálf og tróð boltanum yfir línuna. Heimakonur virtust bogna við þetta þriðja mark og hvorugt liðið ógnaði mikið þangað til á þriðju mínútu uppbótartíma þegar Bríet Jóhannsdóttir skoraði eftir að hafa verið nýkomin inn á sem varamaður. Sandra María fékk sendingu inn fyrir vörnina vinstra megin og setti boltann fyrir á Bríeti sem mætti í markteiginn, kláraði vel og gaf Þór/KA smá von. Sú von lifði ekki lengi því fljótlega eftir markið flautaði dómari leiksins til leiksloka og 3-2 sigur Vals staðreynd. Af hverju vann Valur? Það er mikið um einstaklingsgæði í þessu Valsliði og þær áttu ekki í neinum vandræðum með að skapa sér færi. Þrjú mörk nægja þeim yfirleitt til þess að vinna leiki. Hverjar stóðu upp úr? Ein af nýju leikmönnum Vals, hin danska Lise Dissing, skoraði fyrsta mark leiksins og fór oft á tíðum auðveldlega fram hjá varnarmönnum Þór/KA. Það sást snemma leiks að þarna er gæða leikamaður á ferð.Annar nýr leikmaður, Amanda Andradóttir, sýndi hvers vegna hún var fengin til liðsins og lagði m.a. upp markið á Lise. Hvað gekk illa? Það virtist stundum vanta upp á rétta ákvarðanatöku hjá Þór/KA þegar góðar stöður mynduðust til þess að komast í alvöru færi. Hvað gerist næst? Þór/KA fer á Selfoss og mætir heimakonum þar sunnudaginn 20. ágúst kl. 14:00. Valskonur ferðast aftur norður í land, í þetta skipti á Sauðarkrók, og mæta þar Tindastóli sama dag kl. 16:15. „Markmiðið er bara áfram að vera í topp sex“ Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA.Vilhelm/Vísi Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, fann jákvæða punkta í leik síns liðs þrátt fyrir 3-2 tap gegn Val. „Mér fannst þetta að mörgu leyti fínn leikur hjá okkur og hundsvekkjandi að hafa tapað honum, sérstaklega í ljósi þess hvernig mörkin eru sem við fáum á okkur. Mér fannst þær skora gott mark þegar þær komast í 1-0 síðan eiginlega skorum við nánast þessi mörk fyrir þær, tvö og þrjú, við skorum frábær mörk og áttum að gera að minnsta kosti tvö í viðbót. Mér fannst við gera frábærlega og óheppin að komast ekki í 2-1 í fyrri hálfleiknum þegar Sandra neglir honum í slána og í seinni er Hulda Ósk óheppin að ná ekki að henda sér á hann eftir góða fyrirgjöf þannig já ég er bara mjög ósáttur og kannski væri ég aðeins sáttari með stig en við ætluðum að vinna þennan leik.“ Varnarleikur Þór/KA var ekki eins sannfærandi og sóknarleikurinn í dag og Valur skorar tvö ódýr mörk. „Þegar við gleymum okkur þegar við töpum boltanum og erum aðeins of lengi þá er bara lið eins og Valur fljótar að finna svæði og þær eru svolítið að taka okkur á eigin bragði í þessu hvernig þær skora þessi mörk. Við erum svolítið ólíkar sjálfum okkur hvernig við erum að þumbast við þetta einhvernveginn þegar við fáum tvö og þrjú markið á okkur en mér fannst varnarleikurinn svona heilt yfir allt í lagi í þessum leik. Við vorum að spila nokkuð fínan leik en það eru mistök, við lítum illa út þegar við fáum á okkur mörk alveg eins og öll önnur lið. Ég er ósáttur við það hvernig mark tvö og þrjú sérstaklega við fengum á okkur.“ Þór/KA á eftir útileiki við Selfoss og Tindastól en liðið er ekki enn öruggt með eitt af sex efstu sætunum áður en deildinni verður skipt. „Markmiðið er bara áfram að vera í topp 6 og liðin fyrir neðan okkur eru að vinna og við þurfum bara að vera algjörlega tilbúnar því við erum í baráttu um þetta. Lið sem eru fyrir neðan okkur hafa verið að bæta við sig leikmönnum og eru að styrkja sig og allt þetta. Við lítum svo á að við séum að styrkja okkur líka og erum að styrkjast og mér finnst vera mikil bæting á liðinu hjá okkur, mér finnst þetta líta miklu betur út og þess vegna er ég ósáttur að fá ekki eitthvað út úr þessu en framhaldið er bara það að Selfoss er næst og þær eru í blóðugri baráttu og það verður bara erfitt mál á útivelli, það er ekki spurning.“ Jóhann talar um að liðið sé að styrkjast. Er styrking í formi nýs leikmanns ekki í kortunum? „Nei, bara að fá til baka leikmenn úr meiðslum og mótum hingað og þangað um heiminn og ýmislegt svoleiðis. Við erum svona að vinna með þá heimspeki að vera styrkjast innan frá.“