Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 07:01 Gæti menn ekki að sér gætu eftirsóttar sporbrautir næst jörðinni orðið nær ónothæfar vegna geimrusls. Vísir/Getty Umgengni manna í geimnum næst jörðinni er ekki sjálfbær til lengri tíma litið, að mati evrópskra sérfræðinga í geimrusli. Aldrei hefur fleiri gervihnöttum verið skotið út í geim en í fyrra. Hnettirnir safnast upp á braut um jörðu þar sem óvirkir hnettir eru ekki teknir úr umferð. Rúmlega 2.400 „farmar“ fóru á braut um jörðina í fyrra, fyrst og fremst gervihnettir. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Langstærsti hluti þeirra voru hluti af svokölluðum gervihnattaþyrpingum, neti smárra fjarskiptatungla sem komið er fyrir á lágri braut um jörðu, samkvæmt árlegri skýrslu evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) um geimrusl. Fjarskiptahnettir af þessu tagi þurfa að vera á nokkuð afmörkuðu bili á lágri braut um jörðinni. Þær sporbrautir eru því orðnar þéttsetnar, ekki síst vegna þess að ekki nógu margir gervihnettir víkja af þessum brautum þegar líftíma þeirra líkur. Hætta er á að „dauðir“ gervihnettir af þessu tagi splundrist og myndi hættulegt ruslský sem getur haldist á braut um jörðu í áraraðir. Öðrum gervihnöttum og mönnuðum geimferjum sem þurfa að þvera þessar brautirgeta því verið í bráðri hættu. Af þeim rúmlega 30.000 einstöku brotum af geimrusli sem eru stærri en tíu sentímetrar að þvermáli er meira en helmingur á lágri braut um jörðu, innan við tvö þúsund kílómetra frá yfirborðinu. ESA áætlar að heildarfjöldi brota sem eru stærri en sentímetri sé líklega meiri en milljón. Vegna þess að ruslið þeytist um á tugþúsunda kílómetra hraða á klukkustund geta jafnvel smæstu brot verið stórhættuleg gervihnöttum og geimferjum. Kínversk eldflaug með fimm nýja gervihnetti þeysist af stað fyrr í þessum mánuði. Mannkynið hefur aldrei skotið eins mörgum gervihnöttum á braut um jörðu og í fyrra.Vísir/EPA Gæti valdið keðjuverkun sífellt fleiri árekstra Stjórnendur virkra gervihnatta þurfa því í auknum mæli að grípa til ráðstafana til þess að forðast árekstra við geimrusl og aðra gervihnetti. Eftirsóttustu sporbrautirnar eru raunar orðnar svo fullar að gervihnettir sem eru á braut innan við 600 kílómetra fyrir ofan yfirborð jarðar eru líklegri til þess að þurfa að sveigja fram hjá öðrum gervihnöttum en geimrusli. Hættan er að haldi gervihnöttum áfram að fjölga verulega gæti árekstur leitt til keðjuverkunar þar sem fleiri árekstrar verði líklegri. Þannig verði sumar lágar brautir um jörðina nær ónothæfar. Aldrei fleiri gervihnettir fallið aftur til jarðar Alþjóðlegar reglur kveða á um að gervihnettir eigi að yfirgefa sporbraut sína innan 25 ára eftir að þeir eru teknir úr notkun. ESA segir að mun fleiri gervihnattaeigendur virði nú reglurnar en áður. Nánast engir gervihnettir í fyrstu þyrpingunum voru fjarlægðir af braut en nú fari eigendurnir eftir reglunum nær undantekningarlaust. Aldrei hafa heldur fleiri gervihnettir komið aftur niður í andrúmsloft jarðar og brunnið þar upp en í fyrra. ESA býst við því að þeim fjölgi áfram á næstu árum enda sé líftími meira en áttatíu prósent örgervihnattana í þyrpingunum innan við tvö ár. Þróunin er jákvæð ef menn vilja halda mikilvægum sporbrautum næst jörðinni hreinum. Á hinn bóginn falla flestir gervihnettir stjórnlaust niður í gufuhvolfið. Það þýðir að eigendur þeirra hafa enga stjórn á hvar þeir koma niður eða hvar brak gæti mögulega lent. ESA kallar eftir því að aðgerðir til þess að draga úr geimrusli verði hertar. Sjálf segist stofnunin hafa sett sér það markmið að bæta ekk við neinu nýju rusli á verðmætum sporbrautum fyrir árið 2030. Hún hefur jafnfram fest kaup á verkefni svissnesks nýsköpunarfyrirtækis sem er ætlað að fjarlægja geimrusl af braut um jörðu. Geimurinn Tækni Umhverfismál Tengdar fréttir Umdeildur gervihnöttur orðinn eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum Nýtt bandarískt fjarskiptagervitungl er nú á meðal björtustu fyrirbæranna þar sem það ferðast um næturhimininn en til stendur að senda fleiri en hundrað slík á loft. Stjörnufræðingar óttast að þau muni spilla fyrir athugunum frá jörðu niðri og menga næturhimininn. 1. desember 2022 07:00 Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Rúmlega 2.400 „farmar“ fóru á braut um jörðina í fyrra, fyrst og fremst gervihnettir. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Langstærsti hluti þeirra voru hluti af svokölluðum gervihnattaþyrpingum, neti smárra fjarskiptatungla sem komið er fyrir á lágri braut um jörðu, samkvæmt árlegri skýrslu evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) um geimrusl. Fjarskiptahnettir af þessu tagi þurfa að vera á nokkuð afmörkuðu bili á lágri braut um jörðinni. Þær sporbrautir eru því orðnar þéttsetnar, ekki síst vegna þess að ekki nógu margir gervihnettir víkja af þessum brautum þegar líftíma þeirra líkur. Hætta er á að „dauðir“ gervihnettir af þessu tagi splundrist og myndi hættulegt ruslský sem getur haldist á braut um jörðu í áraraðir. Öðrum gervihnöttum og mönnuðum geimferjum sem þurfa að þvera þessar brautirgeta því verið í bráðri hættu. Af þeim rúmlega 30.000 einstöku brotum af geimrusli sem eru stærri en tíu sentímetrar að þvermáli er meira en helmingur á lágri braut um jörðu, innan við tvö þúsund kílómetra frá yfirborðinu. ESA áætlar að heildarfjöldi brota sem eru stærri en sentímetri sé líklega meiri en milljón. Vegna þess að ruslið þeytist um á tugþúsunda kílómetra hraða á klukkustund geta jafnvel smæstu brot verið stórhættuleg gervihnöttum og geimferjum. Kínversk eldflaug með fimm nýja gervihnetti þeysist af stað fyrr í þessum mánuði. Mannkynið hefur aldrei skotið eins mörgum gervihnöttum á braut um jörðu og í fyrra.Vísir/EPA Gæti valdið keðjuverkun sífellt fleiri árekstra Stjórnendur virkra gervihnatta þurfa því í auknum mæli að grípa til ráðstafana til þess að forðast árekstra við geimrusl og aðra gervihnetti. Eftirsóttustu sporbrautirnar eru raunar orðnar svo fullar að gervihnettir sem eru á braut innan við 600 kílómetra fyrir ofan yfirborð jarðar eru líklegri til þess að þurfa að sveigja fram hjá öðrum gervihnöttum en geimrusli. Hættan er að haldi gervihnöttum áfram að fjölga verulega gæti árekstur leitt til keðjuverkunar þar sem fleiri árekstrar verði líklegri. Þannig verði sumar lágar brautir um jörðina nær ónothæfar. Aldrei fleiri gervihnettir fallið aftur til jarðar Alþjóðlegar reglur kveða á um að gervihnettir eigi að yfirgefa sporbraut sína innan 25 ára eftir að þeir eru teknir úr notkun. ESA segir að mun fleiri gervihnattaeigendur virði nú reglurnar en áður. Nánast engir gervihnettir í fyrstu þyrpingunum voru fjarlægðir af braut en nú fari eigendurnir eftir reglunum nær undantekningarlaust. Aldrei hafa heldur fleiri gervihnettir komið aftur niður í andrúmsloft jarðar og brunnið þar upp en í fyrra. ESA býst við því að þeim fjölgi áfram á næstu árum enda sé líftími meira en áttatíu prósent örgervihnattana í þyrpingunum innan við tvö ár. Þróunin er jákvæð ef menn vilja halda mikilvægum sporbrautum næst jörðinni hreinum. Á hinn bóginn falla flestir gervihnettir stjórnlaust niður í gufuhvolfið. Það þýðir að eigendur þeirra hafa enga stjórn á hvar þeir koma niður eða hvar brak gæti mögulega lent. ESA kallar eftir því að aðgerðir til þess að draga úr geimrusli verði hertar. Sjálf segist stofnunin hafa sett sér það markmið að bæta ekk við neinu nýju rusli á verðmætum sporbrautum fyrir árið 2030. Hún hefur jafnfram fest kaup á verkefni svissnesks nýsköpunarfyrirtækis sem er ætlað að fjarlægja geimrusl af braut um jörðu.
Geimurinn Tækni Umhverfismál Tengdar fréttir Umdeildur gervihnöttur orðinn eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum Nýtt bandarískt fjarskiptagervitungl er nú á meðal björtustu fyrirbæranna þar sem það ferðast um næturhimininn en til stendur að senda fleiri en hundrað slík á loft. Stjörnufræðingar óttast að þau muni spilla fyrir athugunum frá jörðu niðri og menga næturhimininn. 1. desember 2022 07:00 Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Umdeildur gervihnöttur orðinn eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum Nýtt bandarískt fjarskiptagervitungl er nú á meðal björtustu fyrirbæranna þar sem það ferðast um næturhimininn en til stendur að senda fleiri en hundrað slík á loft. Stjörnufræðingar óttast að þau muni spilla fyrir athugunum frá jörðu niðri og menga næturhimininn. 1. desember 2022 07:00
Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. 18. ágúst 2022 15:20