Logi tók ekki bara Íslandsmeistaratitilinn með sér heim Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 09:30 Logi með Björgvinsskálina að Íslandsmótinu loknu Mynd: GSÍ/seth@golf.is Logi Sigurðsson og Ragnhildur Kristinsdóttir tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í karla- og kvennaflokki í golfi. Íslandsmótið fór fram við frábærar aðstæður á Urriðavelli í Garðabænum um nýliðna helgi en um er að ræða fyrstu Íslandsmeistaratitla Loga og Ragnhildar á ferlinum. Íslandsmeistaratitillinn var hins vegar ekki eini titillinn sem Logi hafði á brott með sér af Urriðavelli í gær því hann veitti Björgvinsskálinni viðtöku að móti loknu. Björgvinsskálin er veitt þeim áhugamanni sem leikur á lægsta skori í kvenna- eða karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi ár hvert. Skálin hefur, frá árinu 2021, verið veitt til heiðurs Björgvini Þorsteinssyni, sem varð á sínum ferli Íslandsmeistari alls sex sinnum, en árið 2021 voru 50 ár liðin frá því að Björgvin varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í golfi. Aron Snær Júlíusson var sá fyrsti sem fékk afhenta Björgvinsskálina eftir að hann varð Íslandsmeistari árið 2021. Það féll svo í skaut Kristjáns Þórs Einarssonar, Íslandsmeistara árið 2022 að veita Björgvinsskálinni viðtöku. Íslandsmótið í golfi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Íslandsmótið fór fram við frábærar aðstæður á Urriðavelli í Garðabænum um nýliðna helgi en um er að ræða fyrstu Íslandsmeistaratitla Loga og Ragnhildar á ferlinum. Íslandsmeistaratitillinn var hins vegar ekki eini titillinn sem Logi hafði á brott með sér af Urriðavelli í gær því hann veitti Björgvinsskálinni viðtöku að móti loknu. Björgvinsskálin er veitt þeim áhugamanni sem leikur á lægsta skori í kvenna- eða karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi ár hvert. Skálin hefur, frá árinu 2021, verið veitt til heiðurs Björgvini Þorsteinssyni, sem varð á sínum ferli Íslandsmeistari alls sex sinnum, en árið 2021 voru 50 ár liðin frá því að Björgvin varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í golfi. Aron Snær Júlíusson var sá fyrsti sem fékk afhenta Björgvinsskálina eftir að hann varð Íslandsmeistari árið 2021. Það féll svo í skaut Kristjáns Þórs Einarssonar, Íslandsmeistara árið 2022 að veita Björgvinsskálinni viðtöku.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira