„Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 19:24 Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul og hefur beðið eftir NPA þjónustu í um fimm ár. Vísir/Dúi Ung kona með hreyfihömlun sem hefur beðið í næstum fimm ár eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð hjá Reykjavíkurborg segir biðina óbærilega. Hún hefur höfðað mál gegn borginni og íslenska ríkinu. Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul. Hún fæddist með sjúkdóminn CP sem er algengasta tegund hreyfihamlana á meðal barna. Í upphafi árs 2019 sótti Fanney um notendastýrða persónulega aðstoð hjá Reykjavíkurborg og var sú umsókn ítrekuð í júní. Í byrjun desember sama árs fékk Fanney símtal þess efnis um að umsókn hennar hefði verið samþykkt en þar með er ekki öll sagan sögð. Ekki unnt að veita samþykkta þjónustu Tveimur mánuðum eftir að umsókn hennar var samþykkt bars henni bréf þar sem fulltrúar Reykjavíkurborgar sögðu að ekki væri unnt að veita henni þjónustu þrátt fyrir að umsóknin hafi verið samþykkt. Þá gátu þeir ekki upplýst hana um hvenær þjónustan gæti hafist og báru þeir fyrir sig peningaskort auk þess að vísa ábyrgðinni yfir til ríkisins. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf“ Í rúm tíu ár hefur hún búið í búsetukjarna með fimm öðrum íbúum sem hún á enga samleið með. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf,“ segir Fanney. Aðrir íbúar þurfi mun meiri þjónustu en hún sem bitni oft á henni. „Vegna þess að ég get sinnt mér sjálf,“ segir hún. Oft á dag þurfi hún að hlusta á öskur og læti í öðrum íbúum búsetukjarnans. Tafirnar ekki réttlætanlegar Úrskurðanefnd velferðarmála tók mál Fanneyjar fyrir í apríl 2021 og komst að þeirri niðurstöðu að útskýringar borgarinnar á töfunum væru ekki réttlætanlegar og lagði fyrir sveitarfélagið að hraða afgreiðslu málsins og veita henni þjónustu svo fljótt sem auðið væri en nú rúmum tveimur árum síðar er hún án þjónustu. Fanney segist hætt að telja árin sem líða á meðan hún bíður. Hana dreymi um NPA-þjónustu, sem hún á rétt á. „Mér myndi í fyrsta lagi líða mun betur og farið að lifa lífinu eins og ég vil,“ segir Fanney sem hefur höfðað mál gegn Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu þar sem þess er krafist að það verði gert skýrt hver ber ábyrgð á því að Fanney hafi ekki fengið NPA-þjónustu þrátt fyrir margra ára bið. Með NPA-þjónustu gæti Fanney til að mynda sinnt áhugamálum sínum. „Fara á leiki og vera eins og eðlilegt manneskja,“ segir Fanney sem er dyggur stuðnings maður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, bæði í fótbolta og körfubolta. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Fanney Ósk Eyjólfsdóttir er 31 árs gömul. Hún fæddist með sjúkdóminn CP sem er algengasta tegund hreyfihamlana á meðal barna. Í upphafi árs 2019 sótti Fanney um notendastýrða persónulega aðstoð hjá Reykjavíkurborg og var sú umsókn ítrekuð í júní. Í byrjun desember sama árs fékk Fanney símtal þess efnis um að umsókn hennar hefði verið samþykkt en þar með er ekki öll sagan sögð. Ekki unnt að veita samþykkta þjónustu Tveimur mánuðum eftir að umsókn hennar var samþykkt bars henni bréf þar sem fulltrúar Reykjavíkurborgar sögðu að ekki væri unnt að veita henni þjónustu þrátt fyrir að umsóknin hafi verið samþykkt. Þá gátu þeir ekki upplýst hana um hvenær þjónustan gæti hafist og báru þeir fyrir sig peningaskort auk þess að vísa ábyrgðinni yfir til ríkisins. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf“ Í rúm tíu ár hefur hún búið í búsetukjarna með fimm öðrum íbúum sem hún á enga samleið með. „Ég á meiri samleið með starfsfólkinu en íbúunum. Og ég fæ ekki þá þjónustu sem ég þarf,“ segir Fanney. Aðrir íbúar þurfi mun meiri þjónustu en hún sem bitni oft á henni. „Vegna þess að ég get sinnt mér sjálf,“ segir hún. Oft á dag þurfi hún að hlusta á öskur og læti í öðrum íbúum búsetukjarnans. Tafirnar ekki réttlætanlegar Úrskurðanefnd velferðarmála tók mál Fanneyjar fyrir í apríl 2021 og komst að þeirri niðurstöðu að útskýringar borgarinnar á töfunum væru ekki réttlætanlegar og lagði fyrir sveitarfélagið að hraða afgreiðslu málsins og veita henni þjónustu svo fljótt sem auðið væri en nú rúmum tveimur árum síðar er hún án þjónustu. Fanney segist hætt að telja árin sem líða á meðan hún bíður. Hana dreymi um NPA-þjónustu, sem hún á rétt á. „Mér myndi í fyrsta lagi líða mun betur og farið að lifa lífinu eins og ég vil,“ segir Fanney sem hefur höfðað mál gegn Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu þar sem þess er krafist að það verði gert skýrt hver ber ábyrgð á því að Fanney hafi ekki fengið NPA-þjónustu þrátt fyrir margra ára bið. Með NPA-þjónustu gæti Fanney til að mynda sinnt áhugamálum sínum. „Fara á leiki og vera eins og eðlilegt manneskja,“ segir Fanney sem er dyggur stuðnings maður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, bæði í fótbolta og körfubolta.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira