Eigandi fjölmiðils lést eftir „ólögmæta“ húsleit Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 12:16 Fjölmiðillinn Marion County Record er í eigu mæðginanna Joan og Eric Meyer. Joan lést á laugardag eftir að umfangsmikil húsleit var gerð á heimili hennar. Getty Lögregluþjónar í Marion borg í Kansas-ríki í Bandaríkjunum gerðu húsleit á heimili eigenda fjölmiðilsins Marion County Record og skrifstofu miðilsins á föstudag. Í kjölfarið lést annar eigandi blaðsins, 98 ára gömul, að sögn sonar hennar í uppnámi vegna húsleitarinnar. Aðgerð lögreglu sætir gagnrýni og er sögð vera tilraun yfirvalda til skerðingar á fjölmiðlafrelsi. Eric Meyer er hinn eigandi miðilsins og sonur konunnar sem lést. Hann segir aðgeðr lögreglu hafa verið gerða vegna fréttar sem birtist í blaðinu á miðvikudag. Greinin fjallaði um veitingamann sem átt hefur í erjum við stjórnendur blaðsins, sér í lagi Eric Meyer. Samkvæmt frétt CNN var Meyer auk annars fréttamanns vísað út af kaffihúsi í borginni af eiganda staðarins, Kari Newell. Repúblikaninn Jake LaTurner, sem er sveitastjórnarfulltrúi á svæðinu, var með opinberan viðburð á kaffihúsinu þegar Newell vísaði þeim út. Newell segir miðilinn hafa í gegnum tíðina hafa gerst sekur um að hagræða sannleiknum og afbaka hluti. Því hafi hún ekki viljað fulltrúa miðilsins á fundinum sem þó var opinn almenningi. Í frétt Marion County Record á miðvikudag kom fram að fyrrnefnd Kari Newell hefði árið 2008 keyrt undir áhrifum áfengis og síðar án bílprófs. Meyer segir fréttina tilkomna vegna ábendingar sem borist hafði fréttastofunni skömmu eftir að honum var vísað út af kaffihúsinu. Newell sakar fjölmiðilinn hins vegar um auðkennisþjófnað því miðillinn hafi nálgast upplýsingar sem einungis voru aðgengilegar lögreglu, rannsóknarlögreglu og tryggingafyrirtækjum. Þá hafi fréttin aðeins verið hefndaraðgerð vegna þess að Meyer var vikið við annan blaðamann af kaffihúsinu. Húsleitin ólögmæt Dómari í Marion-sýslu skrifaði undir húsleitarheimild vegna gruns um auðkennisþjófnað og ólögleg athæfi í tengslum við tölvur. Tölvur, farsímar og önnur gögn voru gerð upptæk við leitina. Meyer var á heimili 98 ára gamallar móður sinnar og öðrum eiganda blaðsins, Joan Meyer, þegar húsleitin var gerð. Móðirin, sem annars var við góða heilsu, lést sólarhring síðar. Á vef miðilsins segir að húsleitin, sem var henni mikið áfall, hafi haft sitt að segja í tengslum við andlát hennar. Meyer segir í samtali við fjölmiðilinn Kansas Reflector að málið komi til með að hafa hamlandi áhrif á fréttamennsku miðilsins, sem og hæfni hans til þess að afla upplýsinga. Þá segir í fréttinni að húsleitin hafi brotið í bága við lög sem veiti vernd gegn því að leitað sé hjá blaðamönnum og hald lagt á gögn þeirra. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Eric Meyer er hinn eigandi miðilsins og sonur konunnar sem lést. Hann segir aðgeðr lögreglu hafa verið gerða vegna fréttar sem birtist í blaðinu á miðvikudag. Greinin fjallaði um veitingamann sem átt hefur í erjum við stjórnendur blaðsins, sér í lagi Eric Meyer. Samkvæmt frétt CNN var Meyer auk annars fréttamanns vísað út af kaffihúsi í borginni af eiganda staðarins, Kari Newell. Repúblikaninn Jake LaTurner, sem er sveitastjórnarfulltrúi á svæðinu, var með opinberan viðburð á kaffihúsinu þegar Newell vísaði þeim út. Newell segir miðilinn hafa í gegnum tíðina hafa gerst sekur um að hagræða sannleiknum og afbaka hluti. Því hafi hún ekki viljað fulltrúa miðilsins á fundinum sem þó var opinn almenningi. Í frétt Marion County Record á miðvikudag kom fram að fyrrnefnd Kari Newell hefði árið 2008 keyrt undir áhrifum áfengis og síðar án bílprófs. Meyer segir fréttina tilkomna vegna ábendingar sem borist hafði fréttastofunni skömmu eftir að honum var vísað út af kaffihúsinu. Newell sakar fjölmiðilinn hins vegar um auðkennisþjófnað því miðillinn hafi nálgast upplýsingar sem einungis voru aðgengilegar lögreglu, rannsóknarlögreglu og tryggingafyrirtækjum. Þá hafi fréttin aðeins verið hefndaraðgerð vegna þess að Meyer var vikið við annan blaðamann af kaffihúsinu. Húsleitin ólögmæt Dómari í Marion-sýslu skrifaði undir húsleitarheimild vegna gruns um auðkennisþjófnað og ólögleg athæfi í tengslum við tölvur. Tölvur, farsímar og önnur gögn voru gerð upptæk við leitina. Meyer var á heimili 98 ára gamallar móður sinnar og öðrum eiganda blaðsins, Joan Meyer, þegar húsleitin var gerð. Móðirin, sem annars var við góða heilsu, lést sólarhring síðar. Á vef miðilsins segir að húsleitin, sem var henni mikið áfall, hafi haft sitt að segja í tengslum við andlát hennar. Meyer segir í samtali við fjölmiðilinn Kansas Reflector að málið komi til með að hafa hamlandi áhrif á fréttamennsku miðilsins, sem og hæfni hans til þess að afla upplýsinga. Þá segir í fréttinni að húsleitin hafi brotið í bága við lög sem veiti vernd gegn því að leitað sé hjá blaðamönnum og hald lagt á gögn þeirra.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira