Nóg vatn fyrir golfvelli en ekki fyrir fólk Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. ágúst 2023 14:00 Los Olivos golfvöllurinn í Mijas á Costa del Sol er einn 109 golfvalla í Andalúsíu. Getty Images Á sama tíma og fimmtungur spænsku þjóðarinnar býr við vatnsskömmtun vegna hita, er ekkert lát á vökvun golfvalla í landinu. Golfvellirnir í Andalúsíu nota jafn mikið vatn árlega og rúmlega ein milljón manna. Níu milljónir Spánverja búa við vatnsskömmtun Níu milljónir Spánverja, eða 20% þjóðarinnar, þurfa nú að þola vatnsskömmtun í minna eða meira mæli vegna hitabylgna sem ríða yfir landið hver á fætur annarri á sama tíma og ekki kemur deigur dropi úr lofti. Yfir 600 sveitarfélög hafa gripið til þess að skammta vatnið; sums staðar er skrúfað fyrir allt vatn frá miðnætti til 7 á morgnana. Dæmi um aðrar skorður við vatnsnotkun er bann við garðavökvun og bílaþvotti. Nóg vatn til að vökva golfvelli En hvað þá með golfvellina, spyrja sumir. Af hverju fá þeir endalaust af vatni? Og von er að spurt sé, í Andalúsíu eru t.a.m. 109 golfvellir, fjórðungur allra golfvalla í landinu, og tvær milljónir manna í héraðinu þurfa að búa við vatnsskömmtun. Og það er ekki sama hver er spurður. Sérfræðingar og umhverfisverndarsinnar segja að þetta sé alger óhæfa og að ekki sé verjandi að leggja fleiri golfvelli í héraðinu. Vatnsveiturnar segja golfvellina eina og sér nota 2% alls vatns í Andalúsíu og sérfræðingar hafa reiknað út að einn 18 holu golfvöllur noti sama magn af vatni á ári og 10 til 15.000 manna þorp. Það þýðir að á golfvelli Andalúsíu fer meira vatn en rúmlega ein milljón manna þarf til daglegra nota á ári. Golfvellir skapa tekjur og störf Þessu andmælir Golfsamband Spánar kröftuglega. Formaður þess segir að golfvellirnir skapi störf fyrir meira en 50.000 Spánverja og skaffi 2.200 milljónir evra í ríkiskassann á ári hverju. Þá sé nánast allt vatnið sem notað sé, endurunnið vatn sem ekki sé drykkjarhæft. Kjaftæði, segir Santiago Martín Barajas landbúnaðarverkfræðingur, í viðtali við spænska blaðið Público. Meirihluti vatnsins komi úr brunnum, einungis 10% vatnsins sé endurunnið, ódrykkjarhæft vatn sem golfvellirnir kaupi til þess að líta betur út á pappírunum. Og ekki minnkar flækjustigið þegar Rafael Yus, prófessor í líffræði, blandar sér í umræðuna. Hann segir stóra vandamálið ekki vera golfvellirnir í Andalúsíu, heldur hafi ræktun hitabeltisávaxta og -grænmetis aukist svo mikið í Andalúsíu á síðustu árum. Og þau þurfi óheyrilega mikið vatn til þess að geta vaxið. Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Golf Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Níu milljónir Spánverja búa við vatnsskömmtun Níu milljónir Spánverja, eða 20% þjóðarinnar, þurfa nú að þola vatnsskömmtun í minna eða meira mæli vegna hitabylgna sem ríða yfir landið hver á fætur annarri á sama tíma og ekki kemur deigur dropi úr lofti. Yfir 600 sveitarfélög hafa gripið til þess að skammta vatnið; sums staðar er skrúfað fyrir allt vatn frá miðnætti til 7 á morgnana. Dæmi um aðrar skorður við vatnsnotkun er bann við garðavökvun og bílaþvotti. Nóg vatn til að vökva golfvelli En hvað þá með golfvellina, spyrja sumir. Af hverju fá þeir endalaust af vatni? Og von er að spurt sé, í Andalúsíu eru t.a.m. 109 golfvellir, fjórðungur allra golfvalla í landinu, og tvær milljónir manna í héraðinu þurfa að búa við vatnsskömmtun. Og það er ekki sama hver er spurður. Sérfræðingar og umhverfisverndarsinnar segja að þetta sé alger óhæfa og að ekki sé verjandi að leggja fleiri golfvelli í héraðinu. Vatnsveiturnar segja golfvellina eina og sér nota 2% alls vatns í Andalúsíu og sérfræðingar hafa reiknað út að einn 18 holu golfvöllur noti sama magn af vatni á ári og 10 til 15.000 manna þorp. Það þýðir að á golfvelli Andalúsíu fer meira vatn en rúmlega ein milljón manna þarf til daglegra nota á ári. Golfvellir skapa tekjur og störf Þessu andmælir Golfsamband Spánar kröftuglega. Formaður þess segir að golfvellirnir skapi störf fyrir meira en 50.000 Spánverja og skaffi 2.200 milljónir evra í ríkiskassann á ári hverju. Þá sé nánast allt vatnið sem notað sé, endurunnið vatn sem ekki sé drykkjarhæft. Kjaftæði, segir Santiago Martín Barajas landbúnaðarverkfræðingur, í viðtali við spænska blaðið Público. Meirihluti vatnsins komi úr brunnum, einungis 10% vatnsins sé endurunnið, ódrykkjarhæft vatn sem golfvellirnir kaupi til þess að líta betur út á pappírunum. Og ekki minnkar flækjustigið þegar Rafael Yus, prófessor í líffræði, blandar sér í umræðuna. Hann segir stóra vandamálið ekki vera golfvellirnir í Andalúsíu, heldur hafi ræktun hitabeltisávaxta og -grænmetis aukist svo mikið í Andalúsíu á síðustu árum. Og þau þurfi óheyrilega mikið vatn til þess að geta vaxið.
Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Golf Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira