Guðbjörg keppir við Evrópumeistara og Kolbeinn biður um logn Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 16:01 Kolbeinn Höður Gunnarsson hefur hlaupið fjórum sinnum undir Íslandsmetinu í 100 metra hlaupi, en alltaf í aðeins of miklum meðvindi til að fá það skráð. FRÍ/MARTA SILJUDÓTTIR Það verður nóg um að vera á ÍR-vellinum á morgun þegar bikarkeppni frjálsíþróttasambands Íslands fer fram. FH hefur titil að verja eftir að hafa unnið þrefalt, það er að segja stigakeppni karla, kvenna og samanlagt, síðustu ár eða frá og með 2019 (ekki var keppt 2020 vegna Covid). Keppnin stendur yfir frá klukkan 13 til 16 á morgun og á meðal hápunkta má nefna 100 metra hlaup karla og kvenna. Kolbeinn Höður Gunnarsson jafnaði Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi í sumar og hefur alls fjórum sinnum náð að hlaupa undir Íslandsmetinu í ár. Hins vegar hefur meðvindur alltaf mælst of mikill til að metið teljist gilt og því ekki aðeins spurning hvernig Kolbeinn hleypur á morgun heldur einnig hversu stillt veðrið verður. Í 100 metra hlaupi kvenna keppa meðal annars Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi, og hin hollenska Naomi Sedney. Hún er 28 ára gömul og með það á ferilskránni að hafa meðal annars orðið Evrópumeistari 2016 með sveit Hollands í 4x100 metra boðhlaupi. Sedney hefur búið á Íslandi síðustu ár og er kærasta Ívars Arnar Jónssonar, knattspyrnumanns í HK. Hún hefur keppt á nokkrum mótum hérlendis og safnar nú stigum fyrir FH í bikarkeppninni. FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson verður einni gá ferðinni og freistar þess að ógna enn frekar Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar í langstökki – eftir að hafa verið átta sentímetrum frá því fyrr í sumar. Guðni Valur Guðnason keppir fyrir ÍR í kúluvarpi, rétt áður en hann heldur af stað á HM í Búdapest til að keppa í kringlukasti. Tímaseðil, úrslit og keppendalista má finna hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
FH hefur titil að verja eftir að hafa unnið þrefalt, það er að segja stigakeppni karla, kvenna og samanlagt, síðustu ár eða frá og með 2019 (ekki var keppt 2020 vegna Covid). Keppnin stendur yfir frá klukkan 13 til 16 á morgun og á meðal hápunkta má nefna 100 metra hlaup karla og kvenna. Kolbeinn Höður Gunnarsson jafnaði Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi í sumar og hefur alls fjórum sinnum náð að hlaupa undir Íslandsmetinu í ár. Hins vegar hefur meðvindur alltaf mælst of mikill til að metið teljist gilt og því ekki aðeins spurning hvernig Kolbeinn hleypur á morgun heldur einnig hversu stillt veðrið verður. Í 100 metra hlaupi kvenna keppa meðal annars Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi, og hin hollenska Naomi Sedney. Hún er 28 ára gömul og með það á ferilskránni að hafa meðal annars orðið Evrópumeistari 2016 með sveit Hollands í 4x100 metra boðhlaupi. Sedney hefur búið á Íslandi síðustu ár og er kærasta Ívars Arnar Jónssonar, knattspyrnumanns í HK. Hún hefur keppt á nokkrum mótum hérlendis og safnar nú stigum fyrir FH í bikarkeppninni. FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson verður einni gá ferðinni og freistar þess að ógna enn frekar Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar í langstökki – eftir að hafa verið átta sentímetrum frá því fyrr í sumar. Guðni Valur Guðnason keppir fyrir ÍR í kúluvarpi, rétt áður en hann heldur af stað á HM í Búdapest til að keppa í kringlukasti. Tímaseðil, úrslit og keppendalista má finna hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira