Guðbjörg keppir við Evrópumeistara og Kolbeinn biður um logn Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 16:01 Kolbeinn Höður Gunnarsson hefur hlaupið fjórum sinnum undir Íslandsmetinu í 100 metra hlaupi, en alltaf í aðeins of miklum meðvindi til að fá það skráð. FRÍ/MARTA SILJUDÓTTIR Það verður nóg um að vera á ÍR-vellinum á morgun þegar bikarkeppni frjálsíþróttasambands Íslands fer fram. FH hefur titil að verja eftir að hafa unnið þrefalt, það er að segja stigakeppni karla, kvenna og samanlagt, síðustu ár eða frá og með 2019 (ekki var keppt 2020 vegna Covid). Keppnin stendur yfir frá klukkan 13 til 16 á morgun og á meðal hápunkta má nefna 100 metra hlaup karla og kvenna. Kolbeinn Höður Gunnarsson jafnaði Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi í sumar og hefur alls fjórum sinnum náð að hlaupa undir Íslandsmetinu í ár. Hins vegar hefur meðvindur alltaf mælst of mikill til að metið teljist gilt og því ekki aðeins spurning hvernig Kolbeinn hleypur á morgun heldur einnig hversu stillt veðrið verður. Í 100 metra hlaupi kvenna keppa meðal annars Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi, og hin hollenska Naomi Sedney. Hún er 28 ára gömul og með það á ferilskránni að hafa meðal annars orðið Evrópumeistari 2016 með sveit Hollands í 4x100 metra boðhlaupi. Sedney hefur búið á Íslandi síðustu ár og er kærasta Ívars Arnar Jónssonar, knattspyrnumanns í HK. Hún hefur keppt á nokkrum mótum hérlendis og safnar nú stigum fyrir FH í bikarkeppninni. FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson verður einni gá ferðinni og freistar þess að ógna enn frekar Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar í langstökki – eftir að hafa verið átta sentímetrum frá því fyrr í sumar. Guðni Valur Guðnason keppir fyrir ÍR í kúluvarpi, rétt áður en hann heldur af stað á HM í Búdapest til að keppa í kringlukasti. Tímaseðil, úrslit og keppendalista má finna hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira
FH hefur titil að verja eftir að hafa unnið þrefalt, það er að segja stigakeppni karla, kvenna og samanlagt, síðustu ár eða frá og með 2019 (ekki var keppt 2020 vegna Covid). Keppnin stendur yfir frá klukkan 13 til 16 á morgun og á meðal hápunkta má nefna 100 metra hlaup karla og kvenna. Kolbeinn Höður Gunnarsson jafnaði Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi í sumar og hefur alls fjórum sinnum náð að hlaupa undir Íslandsmetinu í ár. Hins vegar hefur meðvindur alltaf mælst of mikill til að metið teljist gilt og því ekki aðeins spurning hvernig Kolbeinn hleypur á morgun heldur einnig hversu stillt veðrið verður. Í 100 metra hlaupi kvenna keppa meðal annars Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi, og hin hollenska Naomi Sedney. Hún er 28 ára gömul og með það á ferilskránni að hafa meðal annars orðið Evrópumeistari 2016 með sveit Hollands í 4x100 metra boðhlaupi. Sedney hefur búið á Íslandi síðustu ár og er kærasta Ívars Arnar Jónssonar, knattspyrnumanns í HK. Hún hefur keppt á nokkrum mótum hérlendis og safnar nú stigum fyrir FH í bikarkeppninni. FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson verður einni gá ferðinni og freistar þess að ógna enn frekar Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar í langstökki – eftir að hafa verið átta sentímetrum frá því fyrr í sumar. Guðni Valur Guðnason keppir fyrir ÍR í kúluvarpi, rétt áður en hann heldur af stað á HM í Búdapest til að keppa í kringlukasti. Tímaseðil, úrslit og keppendalista má finna hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira