Mikið fjármagn til Vestfjarða sem njóti nýjustu jarðganganna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2023 15:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, tekur undir með forstjóra Kerecis um að gera megi betur í uppbyggingu vegakerfisins á Vestfjörðum en segir þó að töluverðum fjármunum hafi verið varið þar í uppbyggingu. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir rétt að gera þurfi betur í vegagerð á Vestfjörðum. Þó sé gert ráð fyrir töluverðri uppbyggingu í landshlutanum í núverandi samgönguáætlun. Mikla uppbyggingu á Suðurlandi í samanburði við aðra landshluta líkt og Vesturland megi skýra með því að fjármagni hafi verið forgangsraðað eftir umferðarþunga. Tilefnið er umsögn lækningavörufyrirtækisins Kerecis, en undir hana ritar Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins nafn sitt. Þar er lýst er yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun sem Sigurður Ingi kynnti í júní. Í umsögninni segir að Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í áætluninni, en landshlutinn þurfi að njóta forgangs þar sem vegakerfi þeirra sé það lang lakasta á landinu. Samgöngur til Ísafjarðar eigi að vera sambærilegar þeim til Akureyrar og lífsnauðsynlegt að forgangsraða fjármunum til samgönguuppbyggingar til Vestfjarða á kostnað annarra landshluta. Miklar áskoranir framundan Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir töluverðu fjármagni í vegagerð á Vestfjörðum í nýrri samgönguáætlun en rétt sé að gera þurfi betur. „Það eru miklar áskoranir framundan. Við erum með býsna metnaðarfulla jarðgangaáætlun í þessari samgönguáætlun og þar á meðal eru þó nokkuð mörg jarðgöng á Vestfjörðum. En það er alveg rétt að við þurfum að gera enn betur til þess að koma sem flestum vegum í það að vera láglendisvegir.“ Umferðarþungi mestur á Suðurlandi Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að veita mismiklu fjármagni til vegagerðar á milli landshluta, meðal annars af Magnúsi Magnússyni, ritstjóra staðarmiðilsins Skessuhorns á Vesturlandi. Magnús segir nánast enga peninga áætlaða í nýframkvæmdir í vegagerð á Vesturlandi á næstu fimm árum en töluvert meira á Suðurlandi til samanburðar. „Við höfum ákveðið að forgangsraða framkvæmdum eftir umferðarþunga og settum í síðustu samgönguáætlunum áherslu á að aðskilja aksturstefnu á þessum vegum sem eru umferðarþyngstir og þar sem alvarlegustu slysin verða, það er að segja á Reykjanesbrautinni, Suðurlandsvegi og á Kjalarnesi og það er kannski ástæðan fyrir því,“ segir Sigurður Ingi „Auðvitað er líka umferðarþunginn langmestur á Suðurlandi, fyrir utan þessa vegi þarna. En síðan höfum við verið með verulegt átak í uppbyggingu á Vestfjörðum. Það eru gríðarlega miklir fjármunir í gangi á suðurleiðinni og síðustu göngin sem voru gerð voru Dýrafjarðargöngin. En já já, það væri gott að geta gert betur. Ég vildi gjarnan hafa meiri peninga til þess að geta gert enn betur.“ Samgöngur Ísafjarðarbær Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Tilefnið er umsögn lækningavörufyrirtækisins Kerecis, en undir hana ritar Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins nafn sitt. Þar er lýst er yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun sem Sigurður Ingi kynnti í júní. Í umsögninni segir að Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í áætluninni, en landshlutinn þurfi að njóta forgangs þar sem vegakerfi þeirra sé það lang lakasta á landinu. Samgöngur til Ísafjarðar eigi að vera sambærilegar þeim til Akureyrar og lífsnauðsynlegt að forgangsraða fjármunum til samgönguuppbyggingar til Vestfjarða á kostnað annarra landshluta. Miklar áskoranir framundan Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir töluverðu fjármagni í vegagerð á Vestfjörðum í nýrri samgönguáætlun en rétt sé að gera þurfi betur. „Það eru miklar áskoranir framundan. Við erum með býsna metnaðarfulla jarðgangaáætlun í þessari samgönguáætlun og þar á meðal eru þó nokkuð mörg jarðgöng á Vestfjörðum. En það er alveg rétt að við þurfum að gera enn betur til þess að koma sem flestum vegum í það að vera láglendisvegir.“ Umferðarþungi mestur á Suðurlandi Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að veita mismiklu fjármagni til vegagerðar á milli landshluta, meðal annars af Magnúsi Magnússyni, ritstjóra staðarmiðilsins Skessuhorns á Vesturlandi. Magnús segir nánast enga peninga áætlaða í nýframkvæmdir í vegagerð á Vesturlandi á næstu fimm árum en töluvert meira á Suðurlandi til samanburðar. „Við höfum ákveðið að forgangsraða framkvæmdum eftir umferðarþunga og settum í síðustu samgönguáætlunum áherslu á að aðskilja aksturstefnu á þessum vegum sem eru umferðarþyngstir og þar sem alvarlegustu slysin verða, það er að segja á Reykjanesbrautinni, Suðurlandsvegi og á Kjalarnesi og það er kannski ástæðan fyrir því,“ segir Sigurður Ingi „Auðvitað er líka umferðarþunginn langmestur á Suðurlandi, fyrir utan þessa vegi þarna. En síðan höfum við verið með verulegt átak í uppbyggingu á Vestfjörðum. Það eru gríðarlega miklir fjármunir í gangi á suðurleiðinni og síðustu göngin sem voru gerð voru Dýrafjarðargöngin. En já já, það væri gott að geta gert betur. Ég vildi gjarnan hafa meiri peninga til þess að geta gert enn betur.“
Samgöngur Ísafjarðarbær Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira