Fjárfesting erlendra aðila í íslenska vatninu muni skapa fjölda starfa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2023 12:10 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir/Egill Bæjarstjóri Ölfuss á von á því að fyrirhuguð uppbygging nýrra eigenda Iceland Water Holdings í bænum muni skapa fjölda nýrra starfa, en segir hana ekki munu hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. Morgunblaðið greindi frá því í dag að athafnamennirnir Jón Ólafsson og sonur hans Kristján hafi selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið sé að undirrita kaupsamninga en gengið verði frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. Fjárfestarnir hafi í hyggju að stórauka framleiðslugetu fyrirtækisins á Hlíðarenda í Ölfusi, sem muni meðal annars fela í sér byggingu nokkurra verksmiðja til viðbótar við þá sem fyrir er. Sveitarstjóri Ölfus segir sveitarfélagið hafa fundað með fulltrúum nýrra meirihlutaeigenda. „Þeir hafa kynnt fyrir okkur sínar áætlanir, eða drög að þeim, kynnt stefnu sína og áherslur og við höfum gert slíkt hið sama,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann eigi von á að eigendaskiptin muni hafa mikil áhrif, bæði hvað varðar fjölgun starfa og aðra uppbyggingu. Ekki liggi þó fyrir hversu mörg störf muni skapast. „Við erum nú bara í fyrstu orðum samtalsins og höfum ekki farið í að greina það, en það gæti orðið verulegt. Og bætist þá við þessi 800 til 1200 störf sem þegar eru að verða til innan sveitarfélagsins,“ segir Elliði. Aukin umsvif muni ekki hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. „Ölfus er þannig staðsett. Það er gríðarlega mikið jarðvatn. Þeir þurfa ekki meiri vatnstöku, eða vatnslindir. Það er hverfandi lítil nýting á þeirri lind sem þeir eru með nú þegar. Það eru mjög mikil vatnsgæði þarna. Þannig að áhrif á heildarvatnsbúskap svæðisins, það er dropi í Atlantshafið.“ Ölfus Vinnumarkaður Vatn Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag að athafnamennirnir Jón Ólafsson og sonur hans Kristján hafi selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið sé að undirrita kaupsamninga en gengið verði frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. Fjárfestarnir hafi í hyggju að stórauka framleiðslugetu fyrirtækisins á Hlíðarenda í Ölfusi, sem muni meðal annars fela í sér byggingu nokkurra verksmiðja til viðbótar við þá sem fyrir er. Sveitarstjóri Ölfus segir sveitarfélagið hafa fundað með fulltrúum nýrra meirihlutaeigenda. „Þeir hafa kynnt fyrir okkur sínar áætlanir, eða drög að þeim, kynnt stefnu sína og áherslur og við höfum gert slíkt hið sama,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann eigi von á að eigendaskiptin muni hafa mikil áhrif, bæði hvað varðar fjölgun starfa og aðra uppbyggingu. Ekki liggi þó fyrir hversu mörg störf muni skapast. „Við erum nú bara í fyrstu orðum samtalsins og höfum ekki farið í að greina það, en það gæti orðið verulegt. Og bætist þá við þessi 800 til 1200 störf sem þegar eru að verða til innan sveitarfélagsins,“ segir Elliði. Aukin umsvif muni ekki hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. „Ölfus er þannig staðsett. Það er gríðarlega mikið jarðvatn. Þeir þurfa ekki meiri vatnstöku, eða vatnslindir. Það er hverfandi lítil nýting á þeirri lind sem þeir eru með nú þegar. Það eru mjög mikil vatnsgæði þarna. Þannig að áhrif á heildarvatnsbúskap svæðisins, það er dropi í Atlantshafið.“
Ölfus Vinnumarkaður Vatn Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira