Sænsku stelpurnar tóku japönsku hraðlestina úr sambandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2023 09:28 Filippa Angeldal fagnar marki sínu með liðsfélögunum í sænska landsliðinu. Getty/Buda Mendes Svíþjóð er komið í undanúrslitin á HM kvenna í fótbolta eftir 2-1 sigur á Japan í átta liða úrslitum keppninnar í dag. Svíar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum en Spánverjar slógu Holland út fyrr í nótt. Sænsku stelpurnar voru með mikla yfirburði fram eftir leik á móti bitlausu japönsku liði og þær komust sanngjarnt í 2-0. Japanska liðið gafst ekki upp og var nálægt því að koma leiknum í framlengingu undir lokin. Japönsku stelpurnar voru óþekkjanlegar langt inn i seinni hálfleikinn en á endanum sluppu Svíarnir með skrekkinn þegar japanska liðið var loksins komið í gang. Japanska liðið hafði verið á miklu skriði til þessa á heimsmeistaramótinu og var búið að vinna alla fjóra leiki sína með markatölunni 14-1. Sænska liðið hefur aftur á móti spilað frábæra vörn á þessu móti og það sýndu þær lengstum í þessum leik. Japanska liðið komst lítið sem ekkert áleiðis. Sænska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum þar sem Svíar voru nálægt því að bæta við mörkum. Eina mark hálfleiksins skoraði Amanda Ilestedt á 32. mínútu eftir stórsókn Svía þar sem Japanar komu boltanum ekki í burtu. Þetta var fjórða mark miðvarðarins á mótinu. Svía voru 63 prósent með boltann og áttu öll átta skot hálfleiksins. Kosovare Asllani var mjög nálægt því að bæta við marki en Ayaka Yamashita varði skot hennar í stöng. Annað mark Svía kom fljótlega í seinni hálfleiknum þegar sænska liðið fékk vítaspyrnu eftir að dómarinn fékk aðstoð frá myndbandadómurum. Fuka Nagano fékk boltann í höndina og víti var dæmt. Filippa Angeldal tók vítið og skoraði af miklu öryggi úr því. Sænsku stelpurnar því komnar 2-0 yfir og ekki búnar að fá á sig eitt einasta mark í síðustu þremur leikjum. Japanska liðið tók við sér eftir þetta og fór að ógna mun meira. Liðið fékk síðan vítaspyrnu á 74. mínútu þegar varamaðurinn Madelen Janogy braut af sér. Riko Ueki tók vítið en skaut í slána og niður. Boltinn fór ekki inn fyrir marklínuna og Zecira Musovic hélt áfram hreinu í sænska markinu. Það kom samt að því að múrinn gaf sig. Fyrirliðinn Magdalena Eriksson gerði mistök og lagði boltann fyrir Honoka Hayashi í teignum sem þakkaði fyrir sig og minnkaði muninn. 2-1 og enn tími fyrir Japan til að jafna metin. Hayashi var tiltölulega nýkomin inn á sem varamaður. Tíu mínútna uppbótatími gaf japanska liðinu vissulega nægan tíma til að ná þessu jöfnunarmarki. Það kom hins vegar ekki og Svíarnir eru komnir í undanúrslit keppninnar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Svíar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum en Spánverjar slógu Holland út fyrr í nótt. Sænsku stelpurnar voru með mikla yfirburði fram eftir leik á móti bitlausu japönsku liði og þær komust sanngjarnt í 2-0. Japanska liðið gafst ekki upp og var nálægt því að koma leiknum í framlengingu undir lokin. Japönsku stelpurnar voru óþekkjanlegar langt inn i seinni hálfleikinn en á endanum sluppu Svíarnir með skrekkinn þegar japanska liðið var loksins komið í gang. Japanska liðið hafði verið á miklu skriði til þessa á heimsmeistaramótinu og var búið að vinna alla fjóra leiki sína með markatölunni 14-1. Sænska liðið hefur aftur á móti spilað frábæra vörn á þessu móti og það sýndu þær lengstum í þessum leik. Japanska liðið komst lítið sem ekkert áleiðis. Sænska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum þar sem Svíar voru nálægt því að bæta við mörkum. Eina mark hálfleiksins skoraði Amanda Ilestedt á 32. mínútu eftir stórsókn Svía þar sem Japanar komu boltanum ekki í burtu. Þetta var fjórða mark miðvarðarins á mótinu. Svía voru 63 prósent með boltann og áttu öll átta skot hálfleiksins. Kosovare Asllani var mjög nálægt því að bæta við marki en Ayaka Yamashita varði skot hennar í stöng. Annað mark Svía kom fljótlega í seinni hálfleiknum þegar sænska liðið fékk vítaspyrnu eftir að dómarinn fékk aðstoð frá myndbandadómurum. Fuka Nagano fékk boltann í höndina og víti var dæmt. Filippa Angeldal tók vítið og skoraði af miklu öryggi úr því. Sænsku stelpurnar því komnar 2-0 yfir og ekki búnar að fá á sig eitt einasta mark í síðustu þremur leikjum. Japanska liðið tók við sér eftir þetta og fór að ógna mun meira. Liðið fékk síðan vítaspyrnu á 74. mínútu þegar varamaðurinn Madelen Janogy braut af sér. Riko Ueki tók vítið en skaut í slána og niður. Boltinn fór ekki inn fyrir marklínuna og Zecira Musovic hélt áfram hreinu í sænska markinu. Það kom samt að því að múrinn gaf sig. Fyrirliðinn Magdalena Eriksson gerði mistök og lagði boltann fyrir Honoka Hayashi í teignum sem þakkaði fyrir sig og minnkaði muninn. 2-1 og enn tími fyrir Japan til að jafna metin. Hayashi var tiltölulega nýkomin inn á sem varamaður. Tíu mínútna uppbótatími gaf japanska liðinu vissulega nægan tíma til að ná þessu jöfnunarmarki. Það kom hins vegar ekki og Svíarnir eru komnir í undanúrslit keppninnar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira