Sænsku stelpurnar tóku japönsku hraðlestina úr sambandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2023 09:28 Filippa Angeldal fagnar marki sínu með liðsfélögunum í sænska landsliðinu. Getty/Buda Mendes Svíþjóð er komið í undanúrslitin á HM kvenna í fótbolta eftir 2-1 sigur á Japan í átta liða úrslitum keppninnar í dag. Svíar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum en Spánverjar slógu Holland út fyrr í nótt. Sænsku stelpurnar voru með mikla yfirburði fram eftir leik á móti bitlausu japönsku liði og þær komust sanngjarnt í 2-0. Japanska liðið gafst ekki upp og var nálægt því að koma leiknum í framlengingu undir lokin. Japönsku stelpurnar voru óþekkjanlegar langt inn i seinni hálfleikinn en á endanum sluppu Svíarnir með skrekkinn þegar japanska liðið var loksins komið í gang. Japanska liðið hafði verið á miklu skriði til þessa á heimsmeistaramótinu og var búið að vinna alla fjóra leiki sína með markatölunni 14-1. Sænska liðið hefur aftur á móti spilað frábæra vörn á þessu móti og það sýndu þær lengstum í þessum leik. Japanska liðið komst lítið sem ekkert áleiðis. Sænska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum þar sem Svíar voru nálægt því að bæta við mörkum. Eina mark hálfleiksins skoraði Amanda Ilestedt á 32. mínútu eftir stórsókn Svía þar sem Japanar komu boltanum ekki í burtu. Þetta var fjórða mark miðvarðarins á mótinu. Svía voru 63 prósent með boltann og áttu öll átta skot hálfleiksins. Kosovare Asllani var mjög nálægt því að bæta við marki en Ayaka Yamashita varði skot hennar í stöng. Annað mark Svía kom fljótlega í seinni hálfleiknum þegar sænska liðið fékk vítaspyrnu eftir að dómarinn fékk aðstoð frá myndbandadómurum. Fuka Nagano fékk boltann í höndina og víti var dæmt. Filippa Angeldal tók vítið og skoraði af miklu öryggi úr því. Sænsku stelpurnar því komnar 2-0 yfir og ekki búnar að fá á sig eitt einasta mark í síðustu þremur leikjum. Japanska liðið tók við sér eftir þetta og fór að ógna mun meira. Liðið fékk síðan vítaspyrnu á 74. mínútu þegar varamaðurinn Madelen Janogy braut af sér. Riko Ueki tók vítið en skaut í slána og niður. Boltinn fór ekki inn fyrir marklínuna og Zecira Musovic hélt áfram hreinu í sænska markinu. Það kom samt að því að múrinn gaf sig. Fyrirliðinn Magdalena Eriksson gerði mistök og lagði boltann fyrir Honoka Hayashi í teignum sem þakkaði fyrir sig og minnkaði muninn. 2-1 og enn tími fyrir Japan til að jafna metin. Hayashi var tiltölulega nýkomin inn á sem varamaður. Tíu mínútna uppbótatími gaf japanska liðinu vissulega nægan tíma til að ná þessu jöfnunarmarki. Það kom hins vegar ekki og Svíarnir eru komnir í undanúrslit keppninnar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira
Svíar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum en Spánverjar slógu Holland út fyrr í nótt. Sænsku stelpurnar voru með mikla yfirburði fram eftir leik á móti bitlausu japönsku liði og þær komust sanngjarnt í 2-0. Japanska liðið gafst ekki upp og var nálægt því að koma leiknum í framlengingu undir lokin. Japönsku stelpurnar voru óþekkjanlegar langt inn i seinni hálfleikinn en á endanum sluppu Svíarnir með skrekkinn þegar japanska liðið var loksins komið í gang. Japanska liðið hafði verið á miklu skriði til þessa á heimsmeistaramótinu og var búið að vinna alla fjóra leiki sína með markatölunni 14-1. Sænska liðið hefur aftur á móti spilað frábæra vörn á þessu móti og það sýndu þær lengstum í þessum leik. Japanska liðið komst lítið sem ekkert áleiðis. Sænska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum þar sem Svíar voru nálægt því að bæta við mörkum. Eina mark hálfleiksins skoraði Amanda Ilestedt á 32. mínútu eftir stórsókn Svía þar sem Japanar komu boltanum ekki í burtu. Þetta var fjórða mark miðvarðarins á mótinu. Svía voru 63 prósent með boltann og áttu öll átta skot hálfleiksins. Kosovare Asllani var mjög nálægt því að bæta við marki en Ayaka Yamashita varði skot hennar í stöng. Annað mark Svía kom fljótlega í seinni hálfleiknum þegar sænska liðið fékk vítaspyrnu eftir að dómarinn fékk aðstoð frá myndbandadómurum. Fuka Nagano fékk boltann í höndina og víti var dæmt. Filippa Angeldal tók vítið og skoraði af miklu öryggi úr því. Sænsku stelpurnar því komnar 2-0 yfir og ekki búnar að fá á sig eitt einasta mark í síðustu þremur leikjum. Japanska liðið tók við sér eftir þetta og fór að ógna mun meira. Liðið fékk síðan vítaspyrnu á 74. mínútu þegar varamaðurinn Madelen Janogy braut af sér. Riko Ueki tók vítið en skaut í slána og niður. Boltinn fór ekki inn fyrir marklínuna og Zecira Musovic hélt áfram hreinu í sænska markinu. Það kom samt að því að múrinn gaf sig. Fyrirliðinn Magdalena Eriksson gerði mistök og lagði boltann fyrir Honoka Hayashi í teignum sem þakkaði fyrir sig og minnkaði muninn. 2-1 og enn tími fyrir Japan til að jafna metin. Hayashi var tiltölulega nýkomin inn á sem varamaður. Tíu mínútna uppbótatími gaf japanska liðinu vissulega nægan tíma til að ná þessu jöfnunarmarki. Það kom hins vegar ekki og Svíarnir eru komnir í undanúrslit keppninnar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira