Andri leiðir hjá körlunum en Hulda og Ragnhildur deila forystunni kvennamegin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2023 19:48 Andri Þór Björnsson leiðir eftir fyrista hring á Íslandsmótinu í golfi. Aurelien Meunier/Getty Images Langflestir kylfingar hafa nú lokið leik á fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi. Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur leiðir á fjórum höggum undir pari, en í kvennaflokki eru þær Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur jafnar á toppnum. Andri Þór lék frábærlega á fyrri níu holunum á Urriðavelli í dag þar sem hann fékk alls fimm fugla. Hann náði þó ekki að halda þeirri frábæru spilamennsku áfram á seinni níu og er því með naumt forskot á þá Jóhannes Guðmundsson og Hákon Örn Magnússon sem léku á þremur höggum undir pari. Í kvennaflokki voru þær Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir þær einu sem léku undir pari og kláruðu þær báðar á 70 höggum, eða einu höggi undir pari vallarins. Andrea Ýr Ásmundsdóttir fylgir þó fast á hæla þeirra á einu höggi yfir pari og þar á eftir koma þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Júlía Ólafsdóttir á tveimur höggum yfir pari. Íslandsmótið í golfi heldur svo áfram í fyrramálið. Fyrstu kylfingar fara af stað klukkan 07:30 og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Íslandsmótið í golfi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Andri Þór lék frábærlega á fyrri níu holunum á Urriðavelli í dag þar sem hann fékk alls fimm fugla. Hann náði þó ekki að halda þeirri frábæru spilamennsku áfram á seinni níu og er því með naumt forskot á þá Jóhannes Guðmundsson og Hákon Örn Magnússon sem léku á þremur höggum undir pari. Í kvennaflokki voru þær Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir þær einu sem léku undir pari og kláruðu þær báðar á 70 höggum, eða einu höggi undir pari vallarins. Andrea Ýr Ásmundsdóttir fylgir þó fast á hæla þeirra á einu höggi yfir pari og þar á eftir koma þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Júlía Ólafsdóttir á tveimur höggum yfir pari. Íslandsmótið í golfi heldur svo áfram í fyrramálið. Fyrstu kylfingar fara af stað klukkan 07:30 og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira