Andri leiðir hjá körlunum en Hulda og Ragnhildur deila forystunni kvennamegin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2023 19:48 Andri Þór Björnsson leiðir eftir fyrista hring á Íslandsmótinu í golfi. Aurelien Meunier/Getty Images Langflestir kylfingar hafa nú lokið leik á fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi. Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur leiðir á fjórum höggum undir pari, en í kvennaflokki eru þær Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur jafnar á toppnum. Andri Þór lék frábærlega á fyrri níu holunum á Urriðavelli í dag þar sem hann fékk alls fimm fugla. Hann náði þó ekki að halda þeirri frábæru spilamennsku áfram á seinni níu og er því með naumt forskot á þá Jóhannes Guðmundsson og Hákon Örn Magnússon sem léku á þremur höggum undir pari. Í kvennaflokki voru þær Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir þær einu sem léku undir pari og kláruðu þær báðar á 70 höggum, eða einu höggi undir pari vallarins. Andrea Ýr Ásmundsdóttir fylgir þó fast á hæla þeirra á einu höggi yfir pari og þar á eftir koma þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Júlía Ólafsdóttir á tveimur höggum yfir pari. Íslandsmótið í golfi heldur svo áfram í fyrramálið. Fyrstu kylfingar fara af stað klukkan 07:30 og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Íslandsmótið í golfi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Andri Þór lék frábærlega á fyrri níu holunum á Urriðavelli í dag þar sem hann fékk alls fimm fugla. Hann náði þó ekki að halda þeirri frábæru spilamennsku áfram á seinni níu og er því með naumt forskot á þá Jóhannes Guðmundsson og Hákon Örn Magnússon sem léku á þremur höggum undir pari. Í kvennaflokki voru þær Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir þær einu sem léku undir pari og kláruðu þær báðar á 70 höggum, eða einu höggi undir pari vallarins. Andrea Ýr Ásmundsdóttir fylgir þó fast á hæla þeirra á einu höggi yfir pari og þar á eftir koma þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Júlía Ólafsdóttir á tveimur höggum yfir pari. Íslandsmótið í golfi heldur svo áfram í fyrramálið. Fyrstu kylfingar fara af stað klukkan 07:30 og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira