Hyggst endurreisa hús sitt við Blesugróf á grunni brunarústanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2023 06:40 Enn á eftir að rífa það sem eftir stendur af húsinu. Vísir/Vilhelm Eigandi tveggja hæða timburhúss sem gjöreyðilagðist í bruna við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur í lok júní hyggst endurbyggja húsið. Enn á eftir að rífa það sem eftir stendur af húsinu og segist eigandinn bíða þess að fá leyfi til þess. „Ég hef eiginlega bara verið að sleikja sárin síðan þetta gerðist,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir, eigandi að Blesugróf, sem sótt hefur um leyfi til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um að byggja sambærilegt hús á sama sökkli og þess sem fyrir var á lóðinni. Eldur kom upp í húsinu þann 27. júní síðastliðinn útfrá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað á vettvang. Steinunn sagðist við tilefnið vera í áfalli enda um æskuheimili barna hennar að ræða, en hún hafði átt húsið í rúm 24 ár og missti aleigu sína. „Þetta er allt saman á byrjunarstigi. Það á eftir að rífa það sem enn er eftir af húsinu, en ég ákvað að hafa samband við borgina og fá þetta á hreint, hvað væri hægt að gera,“ segir Steinunn. Hún segir það sér hjartans mál að geta endurbyggt húsið, sem henni hafi þótt afar vænt um. Hún hafi haft í hyggju að friða húsið, sem upprunalega hafi verið reist á Hverfisgötu á 19. öld, að sögn Steinunnar með viði úr seglskipinu Jamestown sem rak á land í Höfnum árið 1881. Það sem eftir er af gamla húsinu er gjörónýtt.Vísir/Vilhelm Bíður eftir því að fá að rífa gamla húsið „Þannig að þetta var mér gríðarlegt persónulegt áfall,“ segir Steinunn sem kveðst ekki vera búin að ákveða hvort nýtt hús verði nákvæm eftirmynd þess gamla. „Mér þótti svo ofboðslega vænt um þetta hús og hafði lagt í það mikla vinnu í gegnum árin,“ segir Steinunn sem hafði haft húsið í leigu en hugðist sjálf flytja inn um mánaðarmótin júní, júlí. Steinunn segist hafa leitað sér ráðgjafar lögfræðinga vegna tryggingamála. Hún hafi verið tryggð og segist því ekki hafa áhyggjur af þeim málum. Tafir hafi orðið á öllu vegna sumarleyfa. „Þannig það hefur eiginlega of lítið gerst. Ég bíð bara eftir því að það fáist leyfi til þess að rífa það, því mér finnst það leiðinlegt gagnvart nágrönnunum að þurfa að hafa þetta svona. “ Steinunn segist eftir að ákveða hvort hún muni byggja nýja húsið í mynd þess gamla.Vísir/Vilhelm Reykjavík Slökkvilið Hús og heimili Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ég hef eiginlega bara verið að sleikja sárin síðan þetta gerðist,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir, eigandi að Blesugróf, sem sótt hefur um leyfi til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um að byggja sambærilegt hús á sama sökkli og þess sem fyrir var á lóðinni. Eldur kom upp í húsinu þann 27. júní síðastliðinn útfrá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað á vettvang. Steinunn sagðist við tilefnið vera í áfalli enda um æskuheimili barna hennar að ræða, en hún hafði átt húsið í rúm 24 ár og missti aleigu sína. „Þetta er allt saman á byrjunarstigi. Það á eftir að rífa það sem enn er eftir af húsinu, en ég ákvað að hafa samband við borgina og fá þetta á hreint, hvað væri hægt að gera,“ segir Steinunn. Hún segir það sér hjartans mál að geta endurbyggt húsið, sem henni hafi þótt afar vænt um. Hún hafi haft í hyggju að friða húsið, sem upprunalega hafi verið reist á Hverfisgötu á 19. öld, að sögn Steinunnar með viði úr seglskipinu Jamestown sem rak á land í Höfnum árið 1881. Það sem eftir er af gamla húsinu er gjörónýtt.Vísir/Vilhelm Bíður eftir því að fá að rífa gamla húsið „Þannig að þetta var mér gríðarlegt persónulegt áfall,“ segir Steinunn sem kveðst ekki vera búin að ákveða hvort nýtt hús verði nákvæm eftirmynd þess gamla. „Mér þótti svo ofboðslega vænt um þetta hús og hafði lagt í það mikla vinnu í gegnum árin,“ segir Steinunn sem hafði haft húsið í leigu en hugðist sjálf flytja inn um mánaðarmótin júní, júlí. Steinunn segist hafa leitað sér ráðgjafar lögfræðinga vegna tryggingamála. Hún hafi verið tryggð og segist því ekki hafa áhyggjur af þeim málum. Tafir hafi orðið á öllu vegna sumarleyfa. „Þannig það hefur eiginlega of lítið gerst. Ég bíð bara eftir því að það fáist leyfi til þess að rífa það, því mér finnst það leiðinlegt gagnvart nágrönnunum að þurfa að hafa þetta svona. “ Steinunn segist eftir að ákveða hvort hún muni byggja nýja húsið í mynd þess gamla.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Hús og heimili Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira