Jöfn barátta á toppnum á Urriðavelli Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 16:07 Andri Þór Björnsson lék frábærlega fyrstu níu holurnar á Íslandsmótinu í dag. mynd/golf.is Stór hópur kylfinga hefur nú lokið eða er langt kominn með fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi, á Urriðavelli. Baráttan er jöfn á toppnum. Andri Þór Björnsson og Hákon Örn Magnússon, báðir úr GR, eru efstir þegar þetta er skrifað á -4 höggum, eftir 17 og 16 holur. Andri fékk heila fimm fugla á fyrri níu holunum en hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir á seinni hlutanum. Af þeim sem komnir eru í hús er Jóhannes Guðmundsson efstur á -3 höggum. Hann fékk sjö fugla á hringnum en einnig tvöfaldan skolla og tvo skolla. Guðmundur Rúnar Hallg´rimsson og Logi Sigurðsson luku deginum á -2 höggum, líkt og atvinnumaðurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið fyrstu 15 holurnar á. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Kristján Þór Einarsson, er hins vegar í 35. sæti á +3 höggum eftir 15 holur, eftir að hafa fengið tvöfaldan skolla á fimmtándu holunni. Hjá konunum er engin búin með fyrsta hring en toppbaráttan jöfn og spennandi. Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa leikið best eða á -1 höggi, eftir 15 holur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á pari eftir sama holufjölda, eftir að hafa fengið þrjá skolla á fyrri níu holunum en svo fugla á 11., 14. og 15. holu. Stöðuna á mótinu má finna hér. Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Andri Þór Björnsson og Hákon Örn Magnússon, báðir úr GR, eru efstir þegar þetta er skrifað á -4 höggum, eftir 17 og 16 holur. Andri fékk heila fimm fugla á fyrri níu holunum en hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir á seinni hlutanum. Af þeim sem komnir eru í hús er Jóhannes Guðmundsson efstur á -3 höggum. Hann fékk sjö fugla á hringnum en einnig tvöfaldan skolla og tvo skolla. Guðmundur Rúnar Hallg´rimsson og Logi Sigurðsson luku deginum á -2 höggum, líkt og atvinnumaðurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið fyrstu 15 holurnar á. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Kristján Þór Einarsson, er hins vegar í 35. sæti á +3 höggum eftir 15 holur, eftir að hafa fengið tvöfaldan skolla á fimmtándu holunni. Hjá konunum er engin búin með fyrsta hring en toppbaráttan jöfn og spennandi. Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa leikið best eða á -1 höggi, eftir 15 holur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á pari eftir sama holufjölda, eftir að hafa fengið þrjá skolla á fyrri níu holunum en svo fugla á 11., 14. og 15. holu. Stöðuna á mótinu má finna hér.
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira