Máttu ekki synja barni um hjálpartæki Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2023 10:40 Úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að óheimilt væri að styrkja kaup á þríhjóli þar sem fyrirhuguð notkun þess uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar um styrki vegna hjálpartækja og laga um sjúkratryggingar. Umboðsmaður segir niðurstöðu nefndarinnar ekki í samræmi við lög. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. Þetta kemur fram á vefsíðu umboðsmanns Alþingis. Þar segir að úrskurðarnefnd velferðarmála hafi staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að óheimilt væri að styrkja kaup á þríhjóli þar sem fyrirhuguð notkun þess uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar um styrki vegna hjálpartækja og laga um sjúkratryggingar. Umboðsmaður Alþingis segir niðurstöðu úrskurðarnefndar velferðarmála hafi verið byggða á röngum grundvelli og úrskurður hennar sé í ósamræmi við lög. Því er mælst til þess að málið verði tekið aftur til meðferðar ef eftir því er leitað. Þó segir að þar sem heilbrigðisráðuneytið hafði upplýst að unnið væri að breytingum á reglugerðarákvæðinu væri ekki ástæða til sérstakra tilmæla þar að lútandi. Tryggja verði að börn njóti réttinda til leiks og tómstunda Niðurstaða umboðsmanns var byggð á því að ákvæði reglugerðarinnar ætti sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. „Við setningu reglugerðarinnar hefði ráðherra borið að stuðla að því eftir föngum að fólk með fötlun gæti notið þeirra réttinda sem þeim ber að tryggja, þ. á m. að fötluð börn nytu réttinda til leiks og tómstunda,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Ekki sé hægt að fallast á að hjálpartæki sem eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda barna með fötlun falli utan laganna heldur þvert á móti verði að ganga út frá því að „vilji löggjafans hefði staðið til þess að stutt væri við þessa möguleika þeirra til jafns við önnur börn eftir því sem fært væri.“ Ráðherra hefði sömuleiðis borið að gæta þess að ekki væri þrengt um of að svigrúmi úrskurðarnefndar til að leggja mat á hvort hjálpartæki teldist nauðsynlegt eða hentugt til að auðvelda athafnir daglegs lífs. Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þetta kemur fram á vefsíðu umboðsmanns Alþingis. Þar segir að úrskurðarnefnd velferðarmála hafi staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að óheimilt væri að styrkja kaup á þríhjóli þar sem fyrirhuguð notkun þess uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar um styrki vegna hjálpartækja og laga um sjúkratryggingar. Umboðsmaður Alþingis segir niðurstöðu úrskurðarnefndar velferðarmála hafi verið byggða á röngum grundvelli og úrskurður hennar sé í ósamræmi við lög. Því er mælst til þess að málið verði tekið aftur til meðferðar ef eftir því er leitað. Þó segir að þar sem heilbrigðisráðuneytið hafði upplýst að unnið væri að breytingum á reglugerðarákvæðinu væri ekki ástæða til sérstakra tilmæla þar að lútandi. Tryggja verði að börn njóti réttinda til leiks og tómstunda Niðurstaða umboðsmanns var byggð á því að ákvæði reglugerðarinnar ætti sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. „Við setningu reglugerðarinnar hefði ráðherra borið að stuðla að því eftir föngum að fólk með fötlun gæti notið þeirra réttinda sem þeim ber að tryggja, þ. á m. að fötluð börn nytu réttinda til leiks og tómstunda,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Ekki sé hægt að fallast á að hjálpartæki sem eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda barna með fötlun falli utan laganna heldur þvert á móti verði að ganga út frá því að „vilji löggjafans hefði staðið til þess að stutt væri við þessa möguleika þeirra til jafns við önnur börn eftir því sem fært væri.“ Ráðherra hefði sömuleiðis borið að gæta þess að ekki væri þrengt um of að svigrúmi úrskurðarnefndar til að leggja mat á hvort hjálpartæki teldist nauðsynlegt eða hentugt til að auðvelda athafnir daglegs lífs.
Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira