Orkuvinnsla og samfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar 10. ágúst 2023 10:01 Samfélög verða til í kringum atvinnu og verðmætasköpun. Með verðmætasköpun fyrirtækja verða til störf og þar sem mikil verðmætasköpun á sér stað vilja oft verða til verðmætustu störfin. Í samfélögunum þar sem fólk býr fá sveitarfélögin tekjur af bæði fasteignum og því útsvari sem starfsfólk greiðir til sveitarfélaga af launum sínum. Það þýðir á mannamáli að verðmæt störf skapa sveitarfélögum hærri tekjur sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp sterka innviði og veita góða þjónustu. Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og árið 2022 skilaði útsvar 69% af skatttekjum sveitarfélaga á Íslandi. Við Íslendingar erum lánsöm að fyrir u.þ.b. 60 árum voru teknar afdrifaríkar ákvarðanir um uppbyggingu þess raforkukerfis sem við þekkjum í dag og tökum sem sjálfsögðum hlut. Ein aðal ástæðan fyrir því að það tókst er að sett voru í lög undanþágur allra orkumannvirkja til þess að greiða fasteignagjöld. Með þeirri undanþágu voru sveitarfélögin sem eru með orkumannvirki svipt lögbundnum tekjustofni sínum af fasteignagjöldum. Hvað varðar störfin, sem greidd eru útsvarstekjur af, þá hafa þau ekki verið byggð upp þar sem verðmætin verða til. Orkuvinnsla á sér stað á landsbyggðinni. Þar eru virkjanirnar og orkan verður til. Þar er flutningskerfi háspennulína sem er yfir 3.000 km að lengd. Á landsbyggðinni er samt aðeins takmarkaður hluti starfa orkuvinnslu á Íslandi. Öll verðmætustu störfin hafa verið staðsett á höfuðborgarsvæðinu og því eru það sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem fá megnið af tekjum orkuvinnslu á Íslandi, þrátt fyrir að engin orkuvinnsla eigi sér stað þar. Samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2022 var fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf 303 í árslok 2022. Launagreiðslur voru 39,4 miljónir dollara sem á gengi dollara í desember 2022 gera rúma 5,6 miljarða króna. Það þýðir að meðal árslaun starfsmanna Landsvirkjunar voru tæpar 18,6 miljónir eða 1.548 þúsund á mánuði, meira en tvöföld meðallaun landsmanna. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir möguleika sveitarfélaga til að byggja upp samfélög að hafa íbúa með slíkar tekjur og fá útsvarstekjur af þessum háu launum. Landsnet sér um flutning raforku um land allt. Fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf hjá Landsneti í árslok 2022 voru 152. Meðal árslaun voru tæpar 15 miljónir eða 1.249 þúsund á mánuði. Rarik sér um dreifikerfi rafmagns á Landsbyggðinni og hefur engan viðskiptavini og ekkert dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu. Samt eru höfuðstöðvar Rarik á höfuðborgarsvæðinu og þar eru u.þ.b. 50 verðmætustu störf Rarik. Fjöldi stöðugilda árið 2022 hjá Rarik voru 232 og meðallaun starfsmanna Rarik rúmar 13,2 miljónir á ári eða 1.103 þúsund á mánuði. Landsvirkjun, Landsnet og Rarik eru í eigu ríkisins og starfa í orkuvinnslu, flutningi og dreifingu rafmagns. Öll þeirra verðmætasköpun og starfssemi á sér stað á landsbyggðinni en samt hafa þau verið byggð upp á þann hátt að stærsti hluti starfanna, þá sérstaklega verðmætustu störfin, eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leiðandi fá sveitarfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi ekki veigamesta tekjustofn sinn, útsvar, frá orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Því til viðbótar fá sveitarfélögin ekki fasteignagjöld sökum undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamati. Sveitarfélög á Íslandi hafa einungis tvo lögbundna tekjustofna, útsvar og fasteignaskatta. Fyrir sveitarfélög með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi, þá fá sveitarfélögin mjög takmarkaðar tekjur í gegnum sína lögbundnu tekjustofna og þess vegna eru þessi sveitarfélög lítil og veikburða. Undirritaður er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem er það sveitarfélag sem mest raforka hefur verið framleidd í á Íslandi. Sökum þess að sveitarfélagið hefur ekki fengið sína lögbundnu tekjustofna eins og fram kemur hér að ofan, þá hefur ekki orðið fjölgun í sveitarfélaginu í áratugi. Við sitjum eftir í búsetuskilyrðum. Framundan er metnaðarfull uppbygging í sveitarfélaginu til þess að byggja upp öflugt samfélag. Slík uppbygging raungerist ekki nema við fáum okkar lögbundnu tekjustofna eins og önnur sveitarfélög fá. Uppbygging til framtíðar verður að skila störfum í nærumhverfinu, verður að skila verðmætum í nærumhverfið. Orkuvinnsla hefur ekki gert það hingað til. Ég vil skora á Ríkisstjórn Íslands, stjórn Landsvirkjunar, stjórn Landsnets og stjórn Rarik um að færa starfsemina þar sem verðmætin verða til. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar, Landsnet og Rarik eiga heima á suðurlandi þar sem mest raforkuframleiðsla Landsvirkjunar fer fram. Þar er hryggjarstykkið í flutningsneti Landsnets sem fæðir höfuðborgarsvæðið af orku. Þar er megnið af dreifikerfi Rarik. Forsenda orkuskipta á Íslandi eru verulegar virkjanaframkvæmdir á suðurlandi. Slík uppbygging verður að efla samfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Sameinumst um að byggja upp öflug samfélög í nærumhverfi orkuvinnslu á sama tíma og við sameinumst um að fara í orkuskiptin af fullum krafti. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Samfélög verða til í kringum atvinnu og verðmætasköpun. Með verðmætasköpun fyrirtækja verða til störf og þar sem mikil verðmætasköpun á sér stað vilja oft verða til verðmætustu störfin. Í samfélögunum þar sem fólk býr fá sveitarfélögin tekjur af bæði fasteignum og því útsvari sem starfsfólk greiðir til sveitarfélaga af launum sínum. Það þýðir á mannamáli að verðmæt störf skapa sveitarfélögum hærri tekjur sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp sterka innviði og veita góða þjónustu. Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og árið 2022 skilaði útsvar 69% af skatttekjum sveitarfélaga á Íslandi. Við Íslendingar erum lánsöm að fyrir u.þ.b. 60 árum voru teknar afdrifaríkar ákvarðanir um uppbyggingu þess raforkukerfis sem við þekkjum í dag og tökum sem sjálfsögðum hlut. Ein aðal ástæðan fyrir því að það tókst er að sett voru í lög undanþágur allra orkumannvirkja til þess að greiða fasteignagjöld. Með þeirri undanþágu voru sveitarfélögin sem eru með orkumannvirki svipt lögbundnum tekjustofni sínum af fasteignagjöldum. Hvað varðar störfin, sem greidd eru útsvarstekjur af, þá hafa þau ekki verið byggð upp þar sem verðmætin verða til. Orkuvinnsla á sér stað á landsbyggðinni. Þar eru virkjanirnar og orkan verður til. Þar er flutningskerfi háspennulína sem er yfir 3.000 km að lengd. Á landsbyggðinni er samt aðeins takmarkaður hluti starfa orkuvinnslu á Íslandi. Öll verðmætustu störfin hafa verið staðsett á höfuðborgarsvæðinu og því eru það sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem fá megnið af tekjum orkuvinnslu á Íslandi, þrátt fyrir að engin orkuvinnsla eigi sér stað þar. Samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2022 var fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf 303 í árslok 2022. Launagreiðslur voru 39,4 miljónir dollara sem á gengi dollara í desember 2022 gera rúma 5,6 miljarða króna. Það þýðir að meðal árslaun starfsmanna Landsvirkjunar voru tæpar 18,6 miljónir eða 1.548 þúsund á mánuði, meira en tvöföld meðallaun landsmanna. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir möguleika sveitarfélaga til að byggja upp samfélög að hafa íbúa með slíkar tekjur og fá útsvarstekjur af þessum háu launum. Landsnet sér um flutning raforku um land allt. Fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf hjá Landsneti í árslok 2022 voru 152. Meðal árslaun voru tæpar 15 miljónir eða 1.249 þúsund á mánuði. Rarik sér um dreifikerfi rafmagns á Landsbyggðinni og hefur engan viðskiptavini og ekkert dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu. Samt eru höfuðstöðvar Rarik á höfuðborgarsvæðinu og þar eru u.þ.b. 50 verðmætustu störf Rarik. Fjöldi stöðugilda árið 2022 hjá Rarik voru 232 og meðallaun starfsmanna Rarik rúmar 13,2 miljónir á ári eða 1.103 þúsund á mánuði. Landsvirkjun, Landsnet og Rarik eru í eigu ríkisins og starfa í orkuvinnslu, flutningi og dreifingu rafmagns. Öll þeirra verðmætasköpun og starfssemi á sér stað á landsbyggðinni en samt hafa þau verið byggð upp á þann hátt að stærsti hluti starfanna, þá sérstaklega verðmætustu störfin, eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leiðandi fá sveitarfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi ekki veigamesta tekjustofn sinn, útsvar, frá orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Því til viðbótar fá sveitarfélögin ekki fasteignagjöld sökum undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamati. Sveitarfélög á Íslandi hafa einungis tvo lögbundna tekjustofna, útsvar og fasteignaskatta. Fyrir sveitarfélög með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi, þá fá sveitarfélögin mjög takmarkaðar tekjur í gegnum sína lögbundnu tekjustofna og þess vegna eru þessi sveitarfélög lítil og veikburða. Undirritaður er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem er það sveitarfélag sem mest raforka hefur verið framleidd í á Íslandi. Sökum þess að sveitarfélagið hefur ekki fengið sína lögbundnu tekjustofna eins og fram kemur hér að ofan, þá hefur ekki orðið fjölgun í sveitarfélaginu í áratugi. Við sitjum eftir í búsetuskilyrðum. Framundan er metnaðarfull uppbygging í sveitarfélaginu til þess að byggja upp öflugt samfélag. Slík uppbygging raungerist ekki nema við fáum okkar lögbundnu tekjustofna eins og önnur sveitarfélög fá. Uppbygging til framtíðar verður að skila störfum í nærumhverfinu, verður að skila verðmætum í nærumhverfið. Orkuvinnsla hefur ekki gert það hingað til. Ég vil skora á Ríkisstjórn Íslands, stjórn Landsvirkjunar, stjórn Landsnets og stjórn Rarik um að færa starfsemina þar sem verðmætin verða til. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar, Landsnet og Rarik eiga heima á suðurlandi þar sem mest raforkuframleiðsla Landsvirkjunar fer fram. Þar er hryggjarstykkið í flutningsneti Landsnets sem fæðir höfuðborgarsvæðið af orku. Þar er megnið af dreifikerfi Rarik. Forsenda orkuskipta á Íslandi eru verulegar virkjanaframkvæmdir á suðurlandi. Slík uppbygging verður að efla samfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Sameinumst um að byggja upp öflug samfélög í nærumhverfi orkuvinnslu á sama tíma og við sameinumst um að fara í orkuskiptin af fullum krafti. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun