Orkuvinnsla og samfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar 10. ágúst 2023 10:01 Samfélög verða til í kringum atvinnu og verðmætasköpun. Með verðmætasköpun fyrirtækja verða til störf og þar sem mikil verðmætasköpun á sér stað vilja oft verða til verðmætustu störfin. Í samfélögunum þar sem fólk býr fá sveitarfélögin tekjur af bæði fasteignum og því útsvari sem starfsfólk greiðir til sveitarfélaga af launum sínum. Það þýðir á mannamáli að verðmæt störf skapa sveitarfélögum hærri tekjur sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp sterka innviði og veita góða þjónustu. Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og árið 2022 skilaði útsvar 69% af skatttekjum sveitarfélaga á Íslandi. Við Íslendingar erum lánsöm að fyrir u.þ.b. 60 árum voru teknar afdrifaríkar ákvarðanir um uppbyggingu þess raforkukerfis sem við þekkjum í dag og tökum sem sjálfsögðum hlut. Ein aðal ástæðan fyrir því að það tókst er að sett voru í lög undanþágur allra orkumannvirkja til þess að greiða fasteignagjöld. Með þeirri undanþágu voru sveitarfélögin sem eru með orkumannvirki svipt lögbundnum tekjustofni sínum af fasteignagjöldum. Hvað varðar störfin, sem greidd eru útsvarstekjur af, þá hafa þau ekki verið byggð upp þar sem verðmætin verða til. Orkuvinnsla á sér stað á landsbyggðinni. Þar eru virkjanirnar og orkan verður til. Þar er flutningskerfi háspennulína sem er yfir 3.000 km að lengd. Á landsbyggðinni er samt aðeins takmarkaður hluti starfa orkuvinnslu á Íslandi. Öll verðmætustu störfin hafa verið staðsett á höfuðborgarsvæðinu og því eru það sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem fá megnið af tekjum orkuvinnslu á Íslandi, þrátt fyrir að engin orkuvinnsla eigi sér stað þar. Samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2022 var fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf 303 í árslok 2022. Launagreiðslur voru 39,4 miljónir dollara sem á gengi dollara í desember 2022 gera rúma 5,6 miljarða króna. Það þýðir að meðal árslaun starfsmanna Landsvirkjunar voru tæpar 18,6 miljónir eða 1.548 þúsund á mánuði, meira en tvöföld meðallaun landsmanna. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir möguleika sveitarfélaga til að byggja upp samfélög að hafa íbúa með slíkar tekjur og fá útsvarstekjur af þessum háu launum. Landsnet sér um flutning raforku um land allt. Fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf hjá Landsneti í árslok 2022 voru 152. Meðal árslaun voru tæpar 15 miljónir eða 1.249 þúsund á mánuði. Rarik sér um dreifikerfi rafmagns á Landsbyggðinni og hefur engan viðskiptavini og ekkert dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu. Samt eru höfuðstöðvar Rarik á höfuðborgarsvæðinu og þar eru u.þ.b. 50 verðmætustu störf Rarik. Fjöldi stöðugilda árið 2022 hjá Rarik voru 232 og meðallaun starfsmanna Rarik rúmar 13,2 miljónir á ári eða 1.103 þúsund á mánuði. Landsvirkjun, Landsnet og Rarik eru í eigu ríkisins og starfa í orkuvinnslu, flutningi og dreifingu rafmagns. Öll þeirra verðmætasköpun og starfssemi á sér stað á landsbyggðinni en samt hafa þau verið byggð upp á þann hátt að stærsti hluti starfanna, þá sérstaklega verðmætustu störfin, eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leiðandi fá sveitarfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi ekki veigamesta tekjustofn sinn, útsvar, frá orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Því til viðbótar fá sveitarfélögin ekki fasteignagjöld sökum undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamati. Sveitarfélög á Íslandi hafa einungis tvo lögbundna tekjustofna, útsvar og fasteignaskatta. Fyrir sveitarfélög með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi, þá fá sveitarfélögin mjög takmarkaðar tekjur í gegnum sína lögbundnu tekjustofna og þess vegna eru þessi sveitarfélög lítil og veikburða. Undirritaður er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem er það sveitarfélag sem mest raforka hefur verið framleidd í á Íslandi. Sökum þess að sveitarfélagið hefur ekki fengið sína lögbundnu tekjustofna eins og fram kemur hér að ofan, þá hefur ekki orðið fjölgun í sveitarfélaginu í áratugi. Við sitjum eftir í búsetuskilyrðum. Framundan er metnaðarfull uppbygging í sveitarfélaginu til þess að byggja upp öflugt samfélag. Slík uppbygging raungerist ekki nema við fáum okkar lögbundnu tekjustofna eins og önnur sveitarfélög fá. Uppbygging til framtíðar verður að skila störfum í nærumhverfinu, verður að skila verðmætum í nærumhverfið. Orkuvinnsla hefur ekki gert það hingað til. Ég vil skora á Ríkisstjórn Íslands, stjórn Landsvirkjunar, stjórn Landsnets og stjórn Rarik um að færa starfsemina þar sem verðmætin verða til. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar, Landsnet og Rarik eiga heima á suðurlandi þar sem mest raforkuframleiðsla Landsvirkjunar fer fram. Þar er hryggjarstykkið í flutningsneti Landsnets sem fæðir höfuðborgarsvæðið af orku. Þar er megnið af dreifikerfi Rarik. Forsenda orkuskipta á Íslandi eru verulegar virkjanaframkvæmdir á suðurlandi. Slík uppbygging verður að efla samfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Sameinumst um að byggja upp öflug samfélög í nærumhverfi orkuvinnslu á sama tíma og við sameinumst um að fara í orkuskiptin af fullum krafti. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Haraldur Þór Jónsson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Samfélög verða til í kringum atvinnu og verðmætasköpun. Með verðmætasköpun fyrirtækja verða til störf og þar sem mikil verðmætasköpun á sér stað vilja oft verða til verðmætustu störfin. Í samfélögunum þar sem fólk býr fá sveitarfélögin tekjur af bæði fasteignum og því útsvari sem starfsfólk greiðir til sveitarfélaga af launum sínum. Það þýðir á mannamáli að verðmæt störf skapa sveitarfélögum hærri tekjur sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp sterka innviði og veita góða þjónustu. Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og árið 2022 skilaði útsvar 69% af skatttekjum sveitarfélaga á Íslandi. Við Íslendingar erum lánsöm að fyrir u.þ.b. 60 árum voru teknar afdrifaríkar ákvarðanir um uppbyggingu þess raforkukerfis sem við þekkjum í dag og tökum sem sjálfsögðum hlut. Ein aðal ástæðan fyrir því að það tókst er að sett voru í lög undanþágur allra orkumannvirkja til þess að greiða fasteignagjöld. Með þeirri undanþágu voru sveitarfélögin sem eru með orkumannvirki svipt lögbundnum tekjustofni sínum af fasteignagjöldum. Hvað varðar störfin, sem greidd eru útsvarstekjur af, þá hafa þau ekki verið byggð upp þar sem verðmætin verða til. Orkuvinnsla á sér stað á landsbyggðinni. Þar eru virkjanirnar og orkan verður til. Þar er flutningskerfi háspennulína sem er yfir 3.000 km að lengd. Á landsbyggðinni er samt aðeins takmarkaður hluti starfa orkuvinnslu á Íslandi. Öll verðmætustu störfin hafa verið staðsett á höfuðborgarsvæðinu og því eru það sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem fá megnið af tekjum orkuvinnslu á Íslandi, þrátt fyrir að engin orkuvinnsla eigi sér stað þar. Samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2022 var fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf 303 í árslok 2022. Launagreiðslur voru 39,4 miljónir dollara sem á gengi dollara í desember 2022 gera rúma 5,6 miljarða króna. Það þýðir að meðal árslaun starfsmanna Landsvirkjunar voru tæpar 18,6 miljónir eða 1.548 þúsund á mánuði, meira en tvöföld meðallaun landsmanna. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir möguleika sveitarfélaga til að byggja upp samfélög að hafa íbúa með slíkar tekjur og fá útsvarstekjur af þessum háu launum. Landsnet sér um flutning raforku um land allt. Fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf hjá Landsneti í árslok 2022 voru 152. Meðal árslaun voru tæpar 15 miljónir eða 1.249 þúsund á mánuði. Rarik sér um dreifikerfi rafmagns á Landsbyggðinni og hefur engan viðskiptavini og ekkert dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu. Samt eru höfuðstöðvar Rarik á höfuðborgarsvæðinu og þar eru u.þ.b. 50 verðmætustu störf Rarik. Fjöldi stöðugilda árið 2022 hjá Rarik voru 232 og meðallaun starfsmanna Rarik rúmar 13,2 miljónir á ári eða 1.103 þúsund á mánuði. Landsvirkjun, Landsnet og Rarik eru í eigu ríkisins og starfa í orkuvinnslu, flutningi og dreifingu rafmagns. Öll þeirra verðmætasköpun og starfssemi á sér stað á landsbyggðinni en samt hafa þau verið byggð upp á þann hátt að stærsti hluti starfanna, þá sérstaklega verðmætustu störfin, eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leiðandi fá sveitarfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi ekki veigamesta tekjustofn sinn, útsvar, frá orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Því til viðbótar fá sveitarfélögin ekki fasteignagjöld sökum undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamati. Sveitarfélög á Íslandi hafa einungis tvo lögbundna tekjustofna, útsvar og fasteignaskatta. Fyrir sveitarfélög með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi, þá fá sveitarfélögin mjög takmarkaðar tekjur í gegnum sína lögbundnu tekjustofna og þess vegna eru þessi sveitarfélög lítil og veikburða. Undirritaður er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem er það sveitarfélag sem mest raforka hefur verið framleidd í á Íslandi. Sökum þess að sveitarfélagið hefur ekki fengið sína lögbundnu tekjustofna eins og fram kemur hér að ofan, þá hefur ekki orðið fjölgun í sveitarfélaginu í áratugi. Við sitjum eftir í búsetuskilyrðum. Framundan er metnaðarfull uppbygging í sveitarfélaginu til þess að byggja upp öflugt samfélag. Slík uppbygging raungerist ekki nema við fáum okkar lögbundnu tekjustofna eins og önnur sveitarfélög fá. Uppbygging til framtíðar verður að skila störfum í nærumhverfinu, verður að skila verðmætum í nærumhverfið. Orkuvinnsla hefur ekki gert það hingað til. Ég vil skora á Ríkisstjórn Íslands, stjórn Landsvirkjunar, stjórn Landsnets og stjórn Rarik um að færa starfsemina þar sem verðmætin verða til. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar, Landsnet og Rarik eiga heima á suðurlandi þar sem mest raforkuframleiðsla Landsvirkjunar fer fram. Þar er hryggjarstykkið í flutningsneti Landsnets sem fæðir höfuðborgarsvæðið af orku. Þar er megnið af dreifikerfi Rarik. Forsenda orkuskipta á Íslandi eru verulegar virkjanaframkvæmdir á suðurlandi. Slík uppbygging verður að efla samfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Sameinumst um að byggja upp öflug samfélög í nærumhverfi orkuvinnslu á sama tíma og við sameinumst um að fara í orkuskiptin af fullum krafti. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun