Sú hollenska fagnar því að bandarísku hrokagikkirnir duttu úr leik á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2023 11:01 Lineth Beerensteyn á blaðamannafundinum fyrir leik Hollands í átta liða úrslitum. Getty/Rico Brouwer Lineth Beerensteyn, framherji hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ekki hrifin af derringnum í bandarísku landsliðskonunum fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Bandaríska liðið hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla og töluðu leikmenn liðsins um það fyrir mót að vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Þótti sumum eins og þær töldu sig eiga greiða leið í úrslitaleikinn. Hrokinn fór í taugum á mörgum og þar á meðal þeim hollensku. The first moment when I heard that they were out, I was just thinking: Yes! Bye! Netherlands star Lineth Beerensteyn told reporters https://t.co/9QlsGWsDW1— CNN International (@cnni) August 10, 2023 Bandaríska liðið endaði síðan á að detta út fyrir Svíþjóð í sextán liða úrslitum keppninnar og er því ekki meðal átta bestu þjóðanna á þessu heimsmeistaramóti. Fyrstu veikleikamerkin sáust í 1-1 jafntefli á móti Hollandi í riðlakeppninni. Beerensteyn segist hafa fagnað vel þegar Bandaríkin duttu út. „Já! Bless!“ voru viðbrögð hennar við tíðindunum en hún ræddi málin á blaðamannafundi fyrir leik Hollands í átta liða úrslitum. Beerensteyn er liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Juventus. „Ég lít svo á að þú þurfir að sýna eitthvað inn á vellinum áður en þú ferð að nota stór orð og sýna slíkan hroka. Ég ætla ekki að vera ókurteis með því að segja þetta og ég ber enn mikla virðingu fyrir þeim,“ sagði Lineth Beerensteyn. „Þær eru dottnar úr leik á þessu móti og það er léttir fyrir mig. Þær þurfa að taka þá staðreynd með sér inn í framtíðina,“ sagði Beerensteyn. „Ekki fara að tala um eitthvað sem er langt í burtu,“ sagði Beerensteyn og vísaði til úrslitaleiksins. „Ég vona að þær læri af þessu.“ Holland mætir Spáni í átta liða úrslitunum í nótt. Lineth Beerensteyn says she celebrated when Sweden eliminated USA from the #FIFAWWC.— SuperSport Football (@SSFootball) August 10, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira
Bandaríska liðið hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla og töluðu leikmenn liðsins um það fyrir mót að vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Þótti sumum eins og þær töldu sig eiga greiða leið í úrslitaleikinn. Hrokinn fór í taugum á mörgum og þar á meðal þeim hollensku. The first moment when I heard that they were out, I was just thinking: Yes! Bye! Netherlands star Lineth Beerensteyn told reporters https://t.co/9QlsGWsDW1— CNN International (@cnni) August 10, 2023 Bandaríska liðið endaði síðan á að detta út fyrir Svíþjóð í sextán liða úrslitum keppninnar og er því ekki meðal átta bestu þjóðanna á þessu heimsmeistaramóti. Fyrstu veikleikamerkin sáust í 1-1 jafntefli á móti Hollandi í riðlakeppninni. Beerensteyn segist hafa fagnað vel þegar Bandaríkin duttu út. „Já! Bless!“ voru viðbrögð hennar við tíðindunum en hún ræddi málin á blaðamannafundi fyrir leik Hollands í átta liða úrslitum. Beerensteyn er liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Juventus. „Ég lít svo á að þú þurfir að sýna eitthvað inn á vellinum áður en þú ferð að nota stór orð og sýna slíkan hroka. Ég ætla ekki að vera ókurteis með því að segja þetta og ég ber enn mikla virðingu fyrir þeim,“ sagði Lineth Beerensteyn. „Þær eru dottnar úr leik á þessu móti og það er léttir fyrir mig. Þær þurfa að taka þá staðreynd með sér inn í framtíðina,“ sagði Beerensteyn. „Ekki fara að tala um eitthvað sem er langt í burtu,“ sagði Beerensteyn og vísaði til úrslitaleiksins. „Ég vona að þær læri af þessu.“ Holland mætir Spáni í átta liða úrslitunum í nótt. Lineth Beerensteyn says she celebrated when Sweden eliminated USA from the #FIFAWWC.— SuperSport Football (@SSFootball) August 10, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira