Sú hollenska fagnar því að bandarísku hrokagikkirnir duttu úr leik á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2023 11:01 Lineth Beerensteyn á blaðamannafundinum fyrir leik Hollands í átta liða úrslitum. Getty/Rico Brouwer Lineth Beerensteyn, framherji hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ekki hrifin af derringnum í bandarísku landsliðskonunum fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Bandaríska liðið hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla og töluðu leikmenn liðsins um það fyrir mót að vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Þótti sumum eins og þær töldu sig eiga greiða leið í úrslitaleikinn. Hrokinn fór í taugum á mörgum og þar á meðal þeim hollensku. The first moment when I heard that they were out, I was just thinking: Yes! Bye! Netherlands star Lineth Beerensteyn told reporters https://t.co/9QlsGWsDW1— CNN International (@cnni) August 10, 2023 Bandaríska liðið endaði síðan á að detta út fyrir Svíþjóð í sextán liða úrslitum keppninnar og er því ekki meðal átta bestu þjóðanna á þessu heimsmeistaramóti. Fyrstu veikleikamerkin sáust í 1-1 jafntefli á móti Hollandi í riðlakeppninni. Beerensteyn segist hafa fagnað vel þegar Bandaríkin duttu út. „Já! Bless!“ voru viðbrögð hennar við tíðindunum en hún ræddi málin á blaðamannafundi fyrir leik Hollands í átta liða úrslitum. Beerensteyn er liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Juventus. „Ég lít svo á að þú þurfir að sýna eitthvað inn á vellinum áður en þú ferð að nota stór orð og sýna slíkan hroka. Ég ætla ekki að vera ókurteis með því að segja þetta og ég ber enn mikla virðingu fyrir þeim,“ sagði Lineth Beerensteyn. „Þær eru dottnar úr leik á þessu móti og það er léttir fyrir mig. Þær þurfa að taka þá staðreynd með sér inn í framtíðina,“ sagði Beerensteyn. „Ekki fara að tala um eitthvað sem er langt í burtu,“ sagði Beerensteyn og vísaði til úrslitaleiksins. „Ég vona að þær læri af þessu.“ Holland mætir Spáni í átta liða úrslitunum í nótt. Lineth Beerensteyn says she celebrated when Sweden eliminated USA from the #FIFAWWC.— SuperSport Football (@SSFootball) August 10, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Bandaríska liðið hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla og töluðu leikmenn liðsins um það fyrir mót að vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Þótti sumum eins og þær töldu sig eiga greiða leið í úrslitaleikinn. Hrokinn fór í taugum á mörgum og þar á meðal þeim hollensku. The first moment when I heard that they were out, I was just thinking: Yes! Bye! Netherlands star Lineth Beerensteyn told reporters https://t.co/9QlsGWsDW1— CNN International (@cnni) August 10, 2023 Bandaríska liðið endaði síðan á að detta út fyrir Svíþjóð í sextán liða úrslitum keppninnar og er því ekki meðal átta bestu þjóðanna á þessu heimsmeistaramóti. Fyrstu veikleikamerkin sáust í 1-1 jafntefli á móti Hollandi í riðlakeppninni. Beerensteyn segist hafa fagnað vel þegar Bandaríkin duttu út. „Já! Bless!“ voru viðbrögð hennar við tíðindunum en hún ræddi málin á blaðamannafundi fyrir leik Hollands í átta liða úrslitum. Beerensteyn er liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Juventus. „Ég lít svo á að þú þurfir að sýna eitthvað inn á vellinum áður en þú ferð að nota stór orð og sýna slíkan hroka. Ég ætla ekki að vera ókurteis með því að segja þetta og ég ber enn mikla virðingu fyrir þeim,“ sagði Lineth Beerensteyn. „Þær eru dottnar úr leik á þessu móti og það er léttir fyrir mig. Þær þurfa að taka þá staðreynd með sér inn í framtíðina,“ sagði Beerensteyn. „Ekki fara að tala um eitthvað sem er langt í burtu,“ sagði Beerensteyn og vísaði til úrslitaleiksins. „Ég vona að þær læri af þessu.“ Holland mætir Spáni í átta liða úrslitunum í nótt. Lineth Beerensteyn says she celebrated when Sweden eliminated USA from the #FIFAWWC.— SuperSport Football (@SSFootball) August 10, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira