Maður sakaður um hótanir gegn Biden skotinn til bana af FBI-lögreglunni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 23:24 „Það er tími til kominn fyrir eitt eða tvö forsetamorð. Fyrst Joe, síðan Kamala,“ segir í einni af færslum mannsins. AP Karlmaður frá Utah-ríki í Bandaríkjunum sem sakaður er um hótanir gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana af bandarísku Alríkislögreglunni (FBI) á heimili sínu í dag, nokkrum klukkustundum áður en Biden lenti í ríkinu. Craig Deleeuw Robertson var skotinn til bana þegar útsendarar FBI reyndu að birta honum leitarheimild á heimili hans í bænum Provo suður af Saltsvatnsborg í Utah um klukkan 6:15 að staðartíma, að því er segir í yfirlýsingu FBI. Robertson var á áttræðisaldri ef marka má samfélagsmiðlareikninga hans. Frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar um atburðinn en hann er til skoðunar innan FBI. Heimildir AP-fréttastofunnar innan lögreglunnar herma að Robertson hafi verið vopnaður þegar hann var skotinn. Robertson hafði birt ógrynni af færslum á samfélagsmiðlum þar sem hann gaf sterklega í skyn að hann ætlaði sér að myrða Biden. Á mánudaginn birti hann færslu þess efnis að hann hefði heyrt að Biden væri á leið til Utah og að því tilefni ætlaði hann að klæða sig í feluliti og dusta rykið af m24 rifflinum sínum. „Í draumum mínum sé ég fyrir mér lík Joe Bidens í dimmu horni bílastæðahúss í Washington DC, liggjandi í blóðpolli með höfuðið afskorið,“ segir í einni færslu. „Það er tími til kominn fyrir eitt eða tvö forsetamorð. Fyrst Joe, síðan Kamala,“ segir í annarri. Færslur Robertson voru ófáar.AP Á þriðjudag var Robertson ákærður fyrir þrjár sakargiftir, þar á meðal fyrir að hafa hótað forsetanum. Þá segir að hann hafi að auki hótað Alvin Gregg héraðssaksóknara í Manhattan, Merrick Garland dómsmálaráðherra og Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, í færslum sínum. „Merrick Garland, heilabilaði væskill, ég er hundrað prósent á móti þungunarrofi. Hvers vegna banka FBI-hugleysingjarnir þínir ekki upp á hjá mér? Veistu, þeir munu deyja,“ sagði í einni þeirra. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Sjá meira
Craig Deleeuw Robertson var skotinn til bana þegar útsendarar FBI reyndu að birta honum leitarheimild á heimili hans í bænum Provo suður af Saltsvatnsborg í Utah um klukkan 6:15 að staðartíma, að því er segir í yfirlýsingu FBI. Robertson var á áttræðisaldri ef marka má samfélagsmiðlareikninga hans. Frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar um atburðinn en hann er til skoðunar innan FBI. Heimildir AP-fréttastofunnar innan lögreglunnar herma að Robertson hafi verið vopnaður þegar hann var skotinn. Robertson hafði birt ógrynni af færslum á samfélagsmiðlum þar sem hann gaf sterklega í skyn að hann ætlaði sér að myrða Biden. Á mánudaginn birti hann færslu þess efnis að hann hefði heyrt að Biden væri á leið til Utah og að því tilefni ætlaði hann að klæða sig í feluliti og dusta rykið af m24 rifflinum sínum. „Í draumum mínum sé ég fyrir mér lík Joe Bidens í dimmu horni bílastæðahúss í Washington DC, liggjandi í blóðpolli með höfuðið afskorið,“ segir í einni færslu. „Það er tími til kominn fyrir eitt eða tvö forsetamorð. Fyrst Joe, síðan Kamala,“ segir í annarri. Færslur Robertson voru ófáar.AP Á þriðjudag var Robertson ákærður fyrir þrjár sakargiftir, þar á meðal fyrir að hafa hótað forsetanum. Þá segir að hann hafi að auki hótað Alvin Gregg héraðssaksóknara í Manhattan, Merrick Garland dómsmálaráðherra og Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, í færslum sínum. „Merrick Garland, heilabilaði væskill, ég er hundrað prósent á móti þungunarrofi. Hvers vegna banka FBI-hugleysingjarnir þínir ekki upp á hjá mér? Veistu, þeir munu deyja,“ sagði í einni þeirra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Sjá meira