„Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. ágúst 2023 06:31 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir stöðu leikskólamála í borginni betri en í flestum öðrum sveitarfélögum. Vísir/Vilhelm Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk Leikskólar hefja nú margir starfsemi sína eftir sumarfrí en ekki er ljóst hversu mörg börn bíða innritunar að sögn borgarstjóra. Búið sé að kalla eftir þeim upplýsingum og muni málið skýrast á næstu vikum. Foreldrar hafa löngum kallað eftir aðgerðum vegna þess úrræðaleysis sem hefur verið í leikskólamálum borgarinnar og stóðu þau meðal annars fyrir fjölmörgum mótmælum síðasta vetur vegna stöðunnar. Borgarfulltrúi minnihlutans í skóla- og frístundaráði sagði í byrjun ágúst að allt stefndi í enn verra ástand í leikskólamálum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Meðalaldur barna sem hæfu leikskólagöngu væri sífellt að hækka og að staðan væri grafalvarleg. Borgarstjóri á ekki von á miklum breytingum í vetur. „Ég á von á því að staðan verði svipuð í Reykjavík og undanfarin ár en betri en í flestum öðrum sveitarfélögum,“ segir Dagur. „Við verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk eins og Reykjavík hefur verið undanfarin ár.“ Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Ólga hefur verið meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Dagur segir ekkert slíkt í kortunum hjá borginni. Aðspurður hvort það komi til greina að ráðast í sambærilegar aðgerðir og Kópavogsbær hristir Dagur höfuðið. „Að hækka gjöldin þannig að þeir sem hafa minnst á milli handanna nýti sér ekki leikskóla? Nei það er ekki okkar stefna og við förum ekki þá leið. Þvert á móti held ég að það sé ofboðslega mikilvægt að koma til móts við barnafjölskyldur í verðbólgu.“ Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. 3. ágúst 2023 06:45 Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 3. ágúst 2023 13:06 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Leikskólar hefja nú margir starfsemi sína eftir sumarfrí en ekki er ljóst hversu mörg börn bíða innritunar að sögn borgarstjóra. Búið sé að kalla eftir þeim upplýsingum og muni málið skýrast á næstu vikum. Foreldrar hafa löngum kallað eftir aðgerðum vegna þess úrræðaleysis sem hefur verið í leikskólamálum borgarinnar og stóðu þau meðal annars fyrir fjölmörgum mótmælum síðasta vetur vegna stöðunnar. Borgarfulltrúi minnihlutans í skóla- og frístundaráði sagði í byrjun ágúst að allt stefndi í enn verra ástand í leikskólamálum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Meðalaldur barna sem hæfu leikskólagöngu væri sífellt að hækka og að staðan væri grafalvarleg. Borgarstjóri á ekki von á miklum breytingum í vetur. „Ég á von á því að staðan verði svipuð í Reykjavík og undanfarin ár en betri en í flestum öðrum sveitarfélögum,“ segir Dagur. „Við verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk eins og Reykjavík hefur verið undanfarin ár.“ Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Ólga hefur verið meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Dagur segir ekkert slíkt í kortunum hjá borginni. Aðspurður hvort það komi til greina að ráðast í sambærilegar aðgerðir og Kópavogsbær hristir Dagur höfuðið. „Að hækka gjöldin þannig að þeir sem hafa minnst á milli handanna nýti sér ekki leikskóla? Nei það er ekki okkar stefna og við förum ekki þá leið. Þvert á móti held ég að það sé ofboðslega mikilvægt að koma til móts við barnafjölskyldur í verðbólgu.“
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. 3. ágúst 2023 06:45 Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 3. ágúst 2023 13:06 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. 3. ágúst 2023 06:45
Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 3. ágúst 2023 13:06
Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00