Öll velkomin! Þóra Björk Smith skrifar 9. ágúst 2023 11:00 Fyrir tæplega tuttugu árum síðan réði þáverandi samstarfskona mín sumarstarfsmann sem var með lokk í tungunni. Hún hafði ekki tekið eftir honum í atvinnuviðtalinu og brá því í brún daginn eftir þegar hún varð þess áskynja. Hún trúði mér fyrir því að hún hefði aldrei ráðið hann ef hún hefði vitað af þessu og nokkrum dögum seinna kom hann svo í magabol í vinnuna. Á þessum tíma var ekki búið að finna upp inngildingarhugtakið og heldur ekki búið að rannsaka hversu jákvæður fjölbreytileiki og jafnrétti er fyrir atvinnulífið og rekstur fyrirtækja. En þrátt fyrir breytta tíma sýnir nýleg könnun BHM frá því í fyrra að tæpur helmingur hinsegin fólks felur kynhneigð eða kynvitund sína og rúmur helmingur hefur orðið fyrir óviðeigandi ummælum vegna hinseginleika á vinnustað. Vellíðan starfsfólks er mikilvægur þáttur fyrir árangri þess í starfi og því til mikils að vinna fyrir atvinnulífið og vinnuveitendur að búa starfsfólki umhverfi þar sem því finnst það eiga heima og líður vel. Það fer mikil orka í að vera í felum og leika einhvern annan. Nú þegar við fögnum Hinsegin dögum eru atvinnurekendur og mannauðsstjórar íslenskra fyrirtækja vonandi mörg að velta fyrir sér hvort að nóg sé að gert til að hinsegin starfsfólki líði vel í vinnunni og finnist það tilheyra á vinnustaðnum - enda til mikils að vinna. Það kom mér sem starfsmanni Nasdaq, sem rekur Kauphöllina og Nasdaq verðbréfamiðstöð hér á landi, ánægjulega á óvart þegar ég heyrði fyrst af stofnun starfsmannahóp innan fyrirtækisins, The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq) sem sérstaklega er ætlaður hinsegin starfsmönnum og bandamönnum þeirra. The OPEN er einn margra starfsmannahópa innan Nasdaq sem gæta hagsmuna hinna ýmsu hópa og stuðla að fræðslu og tengslamyndun innan fyrirtækisins. Nasdaq hefur með markvissri vinnu stuðlað að fjölbreytni innan fyrirtækisins, þannig að allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð finni að það tilheyri vinnustað sem láti sig varða réttindi þess, almennt öryggi og líðan. Sem dæmi um slíkt gaf mannauðsdeild Nasdaq út fyrr á þessu ári leiðbeiningar um kynleiðréttingarferli, ætlaðar sem stuðningur fyrir starfsfólk sem er að ganga í gegnum slíkt ferli en einnig sem leiðbeiningar um hvernig samstarfsfólk getur veitt því stuðning. Þá þurfa allir stjórnendur sem eru með mannaforráð þurfa að klára námskeið sérsniðið að málefnum hinsegin fólks auk auðvitað allskonar annarskonar fræðslu sem snýr að öðrum minnihlutahópum. Stjórnendum ber að leitast við að ráða fólk úr hópum sem tilheyra minnihlutahóp þegar ráða á í störf hjá Nasdaq og gera síðan sérstaka grein fyrir af hverju einstaklingur sem tilheyrir slíkum hópi varð ekki fyrir valinu. Viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að umræðu og sýnileika hinsegin fólks hjá fyrirtækinu sendir mikilvæg skilaboð um að starfsfólki sé óhætt að vera það sjálft. Þú átt ekki að þurfa að klæða þig upp í eitthvað annað hlutverk, fyrirtækið sendir þau skilaboð að fjölbreytileiki sé æskilegur – en ekki bara umborinn. Öll fyrirtæki geta mótað sér stefnu í jafnréttismálum og orðið hinseginvænn vinnustaður. Bætt og breytt menningu innan fyrirtækisins og sótt sér fræðslu, t.d. hjá Samtökunum ‘78 sem bjóða fyrirtækjum og stofnunum uppá svokallaða Hinsegin vottun sem Ölgerðin, skráð fyrirtæki á markaði, vinnur nú að fyrst íslenskra fyrirtækja. Öll viljum við tilheyra. Að um okkur séu til orð svo að við getum skilgreint okkur, talað um líf okkar og tilfinningar. Að tilvist okkar sé viðurkennd. Öll getum við lagt okkar lóð á vogaskálarnar og stutt hinsegin samstarfsfólk okkar með því að vera bandamenn þeirra, verið sá einstaklingur sem styður og eflir án aðgreiningar. Öll getum við staðið með samstarfsfólki okkar þegar að þeim er vegið og verið talsmenn þeirra þegar þeim eru sýndir fordómar eða fyrirlitning. Háskólapróf í hinseginfræðum er ekki nauðsynlegt, heldur aðeins víðsýni og vilji til að sjá mannlífið frá fleiri en einu sjónarhorni og vilji til að setja sig í spor annarra. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar og félagi í The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Kauphöllin Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega tuttugu árum síðan réði þáverandi samstarfskona mín sumarstarfsmann sem var með lokk í tungunni. Hún hafði ekki tekið eftir honum í atvinnuviðtalinu og brá því í brún daginn eftir þegar hún varð þess áskynja. Hún trúði mér fyrir því að hún hefði aldrei ráðið hann ef hún hefði vitað af þessu og nokkrum dögum seinna kom hann svo í magabol í vinnuna. Á þessum tíma var ekki búið að finna upp inngildingarhugtakið og heldur ekki búið að rannsaka hversu jákvæður fjölbreytileiki og jafnrétti er fyrir atvinnulífið og rekstur fyrirtækja. En þrátt fyrir breytta tíma sýnir nýleg könnun BHM frá því í fyrra að tæpur helmingur hinsegin fólks felur kynhneigð eða kynvitund sína og rúmur helmingur hefur orðið fyrir óviðeigandi ummælum vegna hinseginleika á vinnustað. Vellíðan starfsfólks er mikilvægur þáttur fyrir árangri þess í starfi og því til mikils að vinna fyrir atvinnulífið og vinnuveitendur að búa starfsfólki umhverfi þar sem því finnst það eiga heima og líður vel. Það fer mikil orka í að vera í felum og leika einhvern annan. Nú þegar við fögnum Hinsegin dögum eru atvinnurekendur og mannauðsstjórar íslenskra fyrirtækja vonandi mörg að velta fyrir sér hvort að nóg sé að gert til að hinsegin starfsfólki líði vel í vinnunni og finnist það tilheyra á vinnustaðnum - enda til mikils að vinna. Það kom mér sem starfsmanni Nasdaq, sem rekur Kauphöllina og Nasdaq verðbréfamiðstöð hér á landi, ánægjulega á óvart þegar ég heyrði fyrst af stofnun starfsmannahóp innan fyrirtækisins, The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq) sem sérstaklega er ætlaður hinsegin starfsmönnum og bandamönnum þeirra. The OPEN er einn margra starfsmannahópa innan Nasdaq sem gæta hagsmuna hinna ýmsu hópa og stuðla að fræðslu og tengslamyndun innan fyrirtækisins. Nasdaq hefur með markvissri vinnu stuðlað að fjölbreytni innan fyrirtækisins, þannig að allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð finni að það tilheyri vinnustað sem láti sig varða réttindi þess, almennt öryggi og líðan. Sem dæmi um slíkt gaf mannauðsdeild Nasdaq út fyrr á þessu ári leiðbeiningar um kynleiðréttingarferli, ætlaðar sem stuðningur fyrir starfsfólk sem er að ganga í gegnum slíkt ferli en einnig sem leiðbeiningar um hvernig samstarfsfólk getur veitt því stuðning. Þá þurfa allir stjórnendur sem eru með mannaforráð þurfa að klára námskeið sérsniðið að málefnum hinsegin fólks auk auðvitað allskonar annarskonar fræðslu sem snýr að öðrum minnihlutahópum. Stjórnendum ber að leitast við að ráða fólk úr hópum sem tilheyra minnihlutahóp þegar ráða á í störf hjá Nasdaq og gera síðan sérstaka grein fyrir af hverju einstaklingur sem tilheyrir slíkum hópi varð ekki fyrir valinu. Viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að umræðu og sýnileika hinsegin fólks hjá fyrirtækinu sendir mikilvæg skilaboð um að starfsfólki sé óhætt að vera það sjálft. Þú átt ekki að þurfa að klæða þig upp í eitthvað annað hlutverk, fyrirtækið sendir þau skilaboð að fjölbreytileiki sé æskilegur – en ekki bara umborinn. Öll fyrirtæki geta mótað sér stefnu í jafnréttismálum og orðið hinseginvænn vinnustaður. Bætt og breytt menningu innan fyrirtækisins og sótt sér fræðslu, t.d. hjá Samtökunum ‘78 sem bjóða fyrirtækjum og stofnunum uppá svokallaða Hinsegin vottun sem Ölgerðin, skráð fyrirtæki á markaði, vinnur nú að fyrst íslenskra fyrirtækja. Öll viljum við tilheyra. Að um okkur séu til orð svo að við getum skilgreint okkur, talað um líf okkar og tilfinningar. Að tilvist okkar sé viðurkennd. Öll getum við lagt okkar lóð á vogaskálarnar og stutt hinsegin samstarfsfólk okkar með því að vera bandamenn þeirra, verið sá einstaklingur sem styður og eflir án aðgreiningar. Öll getum við staðið með samstarfsfólki okkar þegar að þeim er vegið og verið talsmenn þeirra þegar þeim eru sýndir fordómar eða fyrirlitning. Háskólapróf í hinseginfræðum er ekki nauðsynlegt, heldur aðeins víðsýni og vilji til að sjá mannlífið frá fleiri en einu sjónarhorni og vilji til að setja sig í spor annarra. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar og félagi í The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq).
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun