„Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2023 20:37 Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga. Vísir/Einar Trans fólk og ungt hinsegin fólk finnur mest fyrir breyttri orðræðu á netmiðlum og víðar, að sögn formanns Hinsegin daga. Blendnar tilfinningar fylgi setningu hátíðarinnar. Hinsegin dagar voru formlega settir við hátíðlega athöfn við Vegamótastíg í hádeginu. Þar fóru fram ræðuhöld, tónlistaratriði auk málningarvinnunnar sem orðin er órjúfanlegur hluti af setningu Hinsegin daga. Í ár varð Trans fáninn fyrir valinu en Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir fánann bæði fallegan og að löngu væri tímabært að hann yrði sýnilegur í borginni. Róðurinn þyngst „En svo er það auðvitað trans fólk og svo ungt hinsegin fólk sem kannski finnur hvað mest fyrir þessari breyttu orðræðu sem við sjáum á netmiðlum og víðar, mjög mikið á samfélagsmiðlum. Þannig að það kom ekkert annað til greina en að trans fáninn yrði sýnilegur í ár.“ Hann segir róðurinn hafa þyngst undanfarið hjá hinsegin fólki og að baráttan fyrir jöfnum réttindum sé hvergi nærri búin. Heimsmyndin breytt „Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott og telur réttindi okkar orðin of mikil. Fólk virðist vera farið að finna hvort annað og skipuleggja sína baráttu, þá kemur aukinn þungi í það. Heimsmyndin er breytt, það eru allskonar nýir samfélagsmiðlar, sem einhvern veginn hjálpa ákveðnum jaðarhugmyndum að grassera án þess að aðrir hópar verða varir við það áður en að það sprettur allt í einu upp.“ Blendnar tilfinningar fylgi hátíð eins og Hinsegin dögum þar sem þrátt fyrir gleðina og stemninguna fylgi alvarlegri undirtónn. „Við erum ekki komin alla leið hvað lagalegt umhverfi okkar hinsegin fólks varðar þó við höfum komist langt. Og svo er það bara að vera viðbúin og taka á móti þessu bakslagi sem við erum að finna fyrir. Því um leið og það er byrjað að narta í réttindi eins minnihlutahóps þá er ansi stutt í að það verði farið að narta í réttindi annarra. Þannig að við þurfum öll að standa saman í þessari baráttu.“ Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Hinsegin dagar voru formlega settir við hátíðlega athöfn við Vegamótastíg í hádeginu. Þar fóru fram ræðuhöld, tónlistaratriði auk málningarvinnunnar sem orðin er órjúfanlegur hluti af setningu Hinsegin daga. Í ár varð Trans fáninn fyrir valinu en Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir fánann bæði fallegan og að löngu væri tímabært að hann yrði sýnilegur í borginni. Róðurinn þyngst „En svo er það auðvitað trans fólk og svo ungt hinsegin fólk sem kannski finnur hvað mest fyrir þessari breyttu orðræðu sem við sjáum á netmiðlum og víðar, mjög mikið á samfélagsmiðlum. Þannig að það kom ekkert annað til greina en að trans fáninn yrði sýnilegur í ár.“ Hann segir róðurinn hafa þyngst undanfarið hjá hinsegin fólki og að baráttan fyrir jöfnum réttindum sé hvergi nærri búin. Heimsmyndin breytt „Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott og telur réttindi okkar orðin of mikil. Fólk virðist vera farið að finna hvort annað og skipuleggja sína baráttu, þá kemur aukinn þungi í það. Heimsmyndin er breytt, það eru allskonar nýir samfélagsmiðlar, sem einhvern veginn hjálpa ákveðnum jaðarhugmyndum að grassera án þess að aðrir hópar verða varir við það áður en að það sprettur allt í einu upp.“ Blendnar tilfinningar fylgi hátíð eins og Hinsegin dögum þar sem þrátt fyrir gleðina og stemninguna fylgi alvarlegri undirtónn. „Við erum ekki komin alla leið hvað lagalegt umhverfi okkar hinsegin fólks varðar þó við höfum komist langt. Og svo er það bara að vera viðbúin og taka á móti þessu bakslagi sem við erum að finna fyrir. Því um leið og það er byrjað að narta í réttindi eins minnihlutahóps þá er ansi stutt í að það verði farið að narta í réttindi annarra. Þannig að við þurfum öll að standa saman í þessari baráttu.“
Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira