Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH Hjörvar Ólafsson skrifar 8. ágúst 2023 21:04 vísir/Anton Kjartan Henry Finnbogason kom FH yfir strax á þriðju mínútu leiksins. Haraldur Einar Ásgrímsson sendi þá boltann fyrir frá vinstri og Kjartan Henry var grimmur og setti boltann í netið af stuttu færi. Það var svo Birnir Snær sem jafnaði metin eftir um það bil hálftíma leik. Birnir skaut þá lausu en hnitmiðuðu skoti af vítateigslínunni og boltinn lak í fjærhornið. Nokkrum mínútum eftir jöfnunarmarkið var Arnari Bergmanni Gunnlaugssyni vísað upp í stúku. Arnar Bergmann var þá fullviss um að Nikolaj Hansen hafi verið rifinn niður í vítateig FH-liðsins. Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, var aftur á móti ekki á sama máli. Arnar mótmælti þeirri ákvörðun kröftulega og fékk af þeim sökum rautt spjald. Birnir Snær náði forystunni fyrir Víking með öðru marki sínu í leiknum skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Danijel Dejan Djuric stakk þá boltanum inn fyrir fimm manna vörn FH-liðsins og Birnir kláraði færið af stakri prýði. Birnir hefur nú skorað níu mörk í deildinni í sumar. Davíð Snær Jóhannsson var síðan hársbreidd frá því að jafna fyrir FH í upphafi seinni hálfleiks. Davíð Snær lét þá skotið ríða af rétt utan vítateigs og boltinn small í stönginni. Þrátt fyrir nokkrar prýðilegar sóknarlotur FH voru það Víkingar sem gulltryggðu sigur sinn með þriðja marki sínu undir lok leiksins. Þar voru það varamennirnir Helgi Guðjónsson og Erlingur Agnarsson sem unnu saman. Helgi sendi boltann fyrir á Erling sem renndi boltanum auðveldlega í netið. Birnir Snær lék á als oddi í góðum sigri Víkings. Vísir/Hulda Margrét Birnir Snær: Ljúft að sjá boltann í netinu „Það er geggjað að hafa náð að vinna í mjög erfiðum leik. Við byrjuðum leikinn illa og vorum í smá tíma að ná takti eftir að hafa lent undir. Það var því mjög ljúft að sjá boltann í netinu eftir laumu með vinstri löppinnni. Þetta þarf ekki alltaf að vera fast,“ sagði Birnir Snær. „Við vorum agaðir og þéttir í seinni hálfleik og gáfum fá færi á okkur. Það var svo mikill léttir þegar Erlingur sigldi þessu endanlega undir lokin. FH-ingar eru með flott lið sem er erfitt að spila við og við erum mjög sáttir við þennan sigur,“ sagði kantmaðurinn. „Ég er bara mjög ánægður með eigin spilamennsku í sumar og alls liðsins bara. Það er frábært að spila í þessu liði og liðsfélagar mínir hjálpa mér við að skila mörkum og stoðsendingum. Nú þurfum við bara að halda áfram á þessari braut og sækja þau stig sem í boði eru,“ sagði hann. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á hliðarlínunni.Vísir/Diego Heimir: Þurfum að læra af þessum leik „Mér fannst skorta smá hugrekki í fyrri hálfleik til þess að halda í boltann og láta hann ganga á milli kantanna. Við bættum úr því í þeim seinni og fengum margar góðar stöður og fyrirgjafir sem við náðum því miður ekki að nýta nógu vel,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. „Sóknarleikurinn var heilt yfir.góður í þesssum leik eins og hann hefur verið í allt sumar. Það er hins vegar varnarleikurinn sem verður ekki að falli og það er gömul saga og ný. Við þurfum að læra af þessum leik og halda áfram að vinna í því að verjast betur sem lið,“ sagði Heimir. „Það er margt jákvætt sem við getum tekið úr þesssum leik og byggt á fyrir næstu verkefni. Við sáum það í seinni hálfleik að við getum vel haldið boltanum og flutt hann hratt frá einu svæði í annað. Þegar við gerum þá sköpum við hættu sem við nýtum vonandi betur í þeim leikjum sem fram undan eru,“ sagði hann. Af hverju vann Víkingur? Varnarleikur FH var heilt yfir góður í þessum leik og heimamenn gáfu fá færi á sér. Birnir Snær nýtti sér það þó tvisvar sinnum að hann fékk annars vegar of mikinn tíma til þess að athafna sig og hins vegar hann glufu á vararmúr FH-liðsins. Hverjir sköruðu fram úr? Birnir Snær skoraði bæði mörk Víkingsliðsins í leiknum og var þess utan síógnandi á hægri vængnum. Oliver Ekroth var eins og klettur í hjarta varnarinnar hjá gestunum og Pablo Punyed að vanda góður inni á miðsvæðinu. Björn Daníel Sverrisson og Davíð Snær Jóhannsson áttu góðan leik inni á miðjunni hjá FH og Vuk Oskar Dimitrijevic átti fína spretti á kantinum. Hvað gekk illa? Sindri Kristinn Ólafsson hefði mögulega mátt gera betur í fyrra marki Birnis Snæs í leiknum. Þá komust leikmenn FH nokkrum sinnum í góðar fyrirgjafarstöður án þess að ná að færa sér það í nyt. Hvað gerist næst? Sunnudaginn 13. ágúst leikur Víkingur við HK í Fossvoginum og sama dag fær FH svo ÍBV í heimsókn í Kaplakrika. Besta deild karla FH Víkingur Reykjavík
Kjartan Henry Finnbogason kom FH yfir strax á þriðju mínútu leiksins. Haraldur Einar Ásgrímsson sendi þá boltann fyrir frá vinstri og Kjartan Henry var grimmur og setti boltann í netið af stuttu færi. Það var svo Birnir Snær sem jafnaði metin eftir um það bil hálftíma leik. Birnir skaut þá lausu en hnitmiðuðu skoti af vítateigslínunni og boltinn lak í fjærhornið. Nokkrum mínútum eftir jöfnunarmarkið var Arnari Bergmanni Gunnlaugssyni vísað upp í stúku. Arnar Bergmann var þá fullviss um að Nikolaj Hansen hafi verið rifinn niður í vítateig FH-liðsins. Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, var aftur á móti ekki á sama máli. Arnar mótmælti þeirri ákvörðun kröftulega og fékk af þeim sökum rautt spjald. Birnir Snær náði forystunni fyrir Víking með öðru marki sínu í leiknum skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Danijel Dejan Djuric stakk þá boltanum inn fyrir fimm manna vörn FH-liðsins og Birnir kláraði færið af stakri prýði. Birnir hefur nú skorað níu mörk í deildinni í sumar. Davíð Snær Jóhannsson var síðan hársbreidd frá því að jafna fyrir FH í upphafi seinni hálfleiks. Davíð Snær lét þá skotið ríða af rétt utan vítateigs og boltinn small í stönginni. Þrátt fyrir nokkrar prýðilegar sóknarlotur FH voru það Víkingar sem gulltryggðu sigur sinn með þriðja marki sínu undir lok leiksins. Þar voru það varamennirnir Helgi Guðjónsson og Erlingur Agnarsson sem unnu saman. Helgi sendi boltann fyrir á Erling sem renndi boltanum auðveldlega í netið. Birnir Snær lék á als oddi í góðum sigri Víkings. Vísir/Hulda Margrét Birnir Snær: Ljúft að sjá boltann í netinu „Það er geggjað að hafa náð að vinna í mjög erfiðum leik. Við byrjuðum leikinn illa og vorum í smá tíma að ná takti eftir að hafa lent undir. Það var því mjög ljúft að sjá boltann í netinu eftir laumu með vinstri löppinnni. Þetta þarf ekki alltaf að vera fast,“ sagði Birnir Snær. „Við vorum agaðir og þéttir í seinni hálfleik og gáfum fá færi á okkur. Það var svo mikill léttir þegar Erlingur sigldi þessu endanlega undir lokin. FH-ingar eru með flott lið sem er erfitt að spila við og við erum mjög sáttir við þennan sigur,“ sagði kantmaðurinn. „Ég er bara mjög ánægður með eigin spilamennsku í sumar og alls liðsins bara. Það er frábært að spila í þessu liði og liðsfélagar mínir hjálpa mér við að skila mörkum og stoðsendingum. Nú þurfum við bara að halda áfram á þessari braut og sækja þau stig sem í boði eru,“ sagði hann. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á hliðarlínunni.Vísir/Diego Heimir: Þurfum að læra af þessum leik „Mér fannst skorta smá hugrekki í fyrri hálfleik til þess að halda í boltann og láta hann ganga á milli kantanna. Við bættum úr því í þeim seinni og fengum margar góðar stöður og fyrirgjafir sem við náðum því miður ekki að nýta nógu vel,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. „Sóknarleikurinn var heilt yfir.góður í þesssum leik eins og hann hefur verið í allt sumar. Það er hins vegar varnarleikurinn sem verður ekki að falli og það er gömul saga og ný. Við þurfum að læra af þessum leik og halda áfram að vinna í því að verjast betur sem lið,“ sagði Heimir. „Það er margt jákvætt sem við getum tekið úr þesssum leik og byggt á fyrir næstu verkefni. Við sáum það í seinni hálfleik að við getum vel haldið boltanum og flutt hann hratt frá einu svæði í annað. Þegar við gerum þá sköpum við hættu sem við nýtum vonandi betur í þeim leikjum sem fram undan eru,“ sagði hann. Af hverju vann Víkingur? Varnarleikur FH var heilt yfir góður í þessum leik og heimamenn gáfu fá færi á sér. Birnir Snær nýtti sér það þó tvisvar sinnum að hann fékk annars vegar of mikinn tíma til þess að athafna sig og hins vegar hann glufu á vararmúr FH-liðsins. Hverjir sköruðu fram úr? Birnir Snær skoraði bæði mörk Víkingsliðsins í leiknum og var þess utan síógnandi á hægri vængnum. Oliver Ekroth var eins og klettur í hjarta varnarinnar hjá gestunum og Pablo Punyed að vanda góður inni á miðsvæðinu. Björn Daníel Sverrisson og Davíð Snær Jóhannsson áttu góðan leik inni á miðjunni hjá FH og Vuk Oskar Dimitrijevic átti fína spretti á kantinum. Hvað gekk illa? Sindri Kristinn Ólafsson hefði mögulega mátt gera betur í fyrra marki Birnis Snæs í leiknum. Þá komust leikmenn FH nokkrum sinnum í góðar fyrirgjafarstöður án þess að ná að færa sér það í nyt. Hvað gerist næst? Sunnudaginn 13. ágúst leikur Víkingur við HK í Fossvoginum og sama dag fær FH svo ÍBV í heimsókn í Kaplakrika.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti